„Nú er komið að okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 10:00 Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, vill sjá liðið enda ellefu ára bið eftir bikarmeistaratitli og feti fótspor kvennalið félagsins í handbolta og körfubolta sem hafa unnið bikartitla undanfarin ár. Stöð 2 Sport/Vísir Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. „Það er komin mikil spenna og tilhlökkun í hópinn að mæta á Laugardalsvöll og reyna að gera vel. Það er langt síðan við höfum fengið að taka þátt í þessum leik og það gerir þetta extra sætt,“ segir Elísa, en Valur er að taka þátt í bikarúrslitum í fyrsta skipti síðan 2012. Spennan er því mikil. „Ef ég svara fyrir sjálfa mig, þá er þetta það. Ég hef aldrei fengið að stíga fæti á Laugardalsvöll með mínu félagsliði og það gerir þetta extra spennandi. Ég er mjög spennt fyrir laugardeginum og að fá að taka þátt í þessu,“ En er pressan þá einnig mikil á Valsliði, sem hefur verið eitt fremsta lið landsins síðustu ár, þegar biðin eftir bikartitli er orðin ellefu ár? „Ekki spurning. Fyrir Val sem klúbb er loksins komið að þessu. Hinar greinarnar í klúbbnum, eins og handboltinn, hafa verið að gera vel í bikarkeppnum undanfarið og nú er komið að okkur,“ Klippa: Viðtal við Elísu fyrir bikarúrslitin Gætum ekki verið á betri stað Valskonur, líkt og Blikar, voru í Evrópuverkefni í síðustu viku. Valskonur fóru hins vegar áfram, annað en Blikar, og koma því fullar sjálfstrausts til leiks. „Við komum bara vel undan Evrópuverkefninu, flestir leikmenn eru heilir, og það skiptir mestu máli að hafa breiðan og góðan hóp þegar álagið er mikið. Ég tel að við höfum náð að gera vel þar að halda öllum heilum og koma í veg fyrir meiðsli,“ „Þetta voru tveir sigurleikir sem komu okkur í næstu umferð og við gætum ekki verið á betri stað.“ Elísa býst þá við svipuðum leik og þegar þessi lið hafa mæst undanfarin misseri. „Eins og oftast þegar þessi lið mætast þá eru þetta yfirleitt skemmtilegir leikir, opnir í báða enda, og ég býst í raun við svipuðum leik og undanfarið. Vonandi munum við bera sigur úr býtum,“ segir Elísa. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Sjá meira
„Það er komin mikil spenna og tilhlökkun í hópinn að mæta á Laugardalsvöll og reyna að gera vel. Það er langt síðan við höfum fengið að taka þátt í þessum leik og það gerir þetta extra sætt,“ segir Elísa, en Valur er að taka þátt í bikarúrslitum í fyrsta skipti síðan 2012. Spennan er því mikil. „Ef ég svara fyrir sjálfa mig, þá er þetta það. Ég hef aldrei fengið að stíga fæti á Laugardalsvöll með mínu félagsliði og það gerir þetta extra spennandi. Ég er mjög spennt fyrir laugardeginum og að fá að taka þátt í þessu,“ En er pressan þá einnig mikil á Valsliði, sem hefur verið eitt fremsta lið landsins síðustu ár, þegar biðin eftir bikartitli er orðin ellefu ár? „Ekki spurning. Fyrir Val sem klúbb er loksins komið að þessu. Hinar greinarnar í klúbbnum, eins og handboltinn, hafa verið að gera vel í bikarkeppnum undanfarið og nú er komið að okkur,“ Klippa: Viðtal við Elísu fyrir bikarúrslitin Gætum ekki verið á betri stað Valskonur, líkt og Blikar, voru í Evrópuverkefni í síðustu viku. Valskonur fóru hins vegar áfram, annað en Blikar, og koma því fullar sjálfstrausts til leiks. „Við komum bara vel undan Evrópuverkefninu, flestir leikmenn eru heilir, og það skiptir mestu máli að hafa breiðan og góðan hóp þegar álagið er mikið. Ég tel að við höfum náð að gera vel þar að halda öllum heilum og koma í veg fyrir meiðsli,“ „Þetta voru tveir sigurleikir sem komu okkur í næstu umferð og við gætum ekki verið á betri stað.“ Elísa býst þá við svipuðum leik og þegar þessi lið hafa mæst undanfarin misseri. „Eins og oftast þegar þessi lið mætast þá eru þetta yfirleitt skemmtilegir leikir, opnir í báða enda, og ég býst í raun við svipuðum leik og undanfarið. Vonandi munum við bera sigur úr býtum,“ segir Elísa. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Sjá meira