Snýst ekki aðeins um að ríða hratt heldur ríða rétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 11:15 Marjon Pasmooij á Karítas frá Kirkjufelli og Karri Bruskotter á Skuld frá Stokkseyri koma í mark við Gunnarsholt í gær. Sex knapar, fjórir erlendir og tveir íslenskir, keppa nú í þolreiðum á hálendi Íslands - á baki íslenska hestsins. Skipuleggjendur þvertaka fyrir að velferð hestanna sé stefnt í hættu með fyrirkomulagi keppninnar; hún snúist ekki aðeins um að ríða hratt heldur ríða rétt. Hvert lið samanstendur af knapa, tveimur aðstoðarmönnum og þremur hestum. Á fyrsta keppnisdegi í gær var riðið um Landsveit, frá Skarði að Gunnarsholti. Hermann Árnason, úr liði Líflands, leiddi eftir daginn með einnar mínútu forskot á næsta knapa. Ekki er farið hratt yfir en sigurvegarinn verður þó á endanum sá sem klárar á stystum tíma. „Þrír dagar eftir, það getur allt gerst og mjótt á munum,“ segir Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga, en fréttastofa náði tali af henni á þolreiðarslóðum við Landmannahelli í morgun. Borið hefur á gagnrýni í garð keppninnar af hálfu dýraverndarsamtaka í aðdraganda hennar; því haldið fram að velferð hestanna sé ekki gætt nægilega vel en riðnir eru tveir 35 kílómetra leggir á dag. Berglind segir hins vegar ítrustu varúðar gætt. „Dýralæknir er með í för og það var gerð dýralæknaskoðun í upphafi keppni þar sem farið var yfir ástand hestanna. Svo í lok hvers leggjar er gerð ítarleg dýralæknaskoðun, mældur púls og áverkaskoðun, og fyllsta öryggis gætt með hestana,“ segir Berglind. Knapar fái refsistig, mælist púls hestanna of hár í lok reiðar. „Og ef einhverjir áverkar sjást. Og ef það er alvarlegt eru hestarnir úr leik. En það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Berglind. Björk Jakobsdóttir er leiðsögumaður í þolreið Landssambands hestamannafélaga.Vísir/Vilhelm Björk Jakobsdóttir, leikstjóri og leiðsögumaður í þolreiðinni, slær einnig á áhyggjur dýraverndunarsinna. „Mér finnst þetta bara ofsalega skemmtilegt og fróðlegt að fá að taka þátt í þessu. Ég hefði ekki gert það nema vitandi það að velferð dýranna er í fyrirrúmi. Þetta snýst ekki bara um að ríða hratt. Þetta snýst um að ríða rétt,“ segir Björk. Hestar Hestaíþróttir Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30 Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Hvert lið samanstendur af knapa, tveimur aðstoðarmönnum og þremur hestum. Á fyrsta keppnisdegi í gær var riðið um Landsveit, frá Skarði að Gunnarsholti. Hermann Árnason, úr liði Líflands, leiddi eftir daginn með einnar mínútu forskot á næsta knapa. Ekki er farið hratt yfir en sigurvegarinn verður þó á endanum sá sem klárar á stystum tíma. „Þrír dagar eftir, það getur allt gerst og mjótt á munum,“ segir Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga, en fréttastofa náði tali af henni á þolreiðarslóðum við Landmannahelli í morgun. Borið hefur á gagnrýni í garð keppninnar af hálfu dýraverndarsamtaka í aðdraganda hennar; því haldið fram að velferð hestanna sé ekki gætt nægilega vel en riðnir eru tveir 35 kílómetra leggir á dag. Berglind segir hins vegar ítrustu varúðar gætt. „Dýralæknir er með í för og það var gerð dýralæknaskoðun í upphafi keppni þar sem farið var yfir ástand hestanna. Svo í lok hvers leggjar er gerð ítarleg dýralæknaskoðun, mældur púls og áverkaskoðun, og fyllsta öryggis gætt með hestana,“ segir Berglind. Knapar fái refsistig, mælist púls hestanna of hár í lok reiðar. „Og ef einhverjir áverkar sjást. Og ef það er alvarlegt eru hestarnir úr leik. En það hefur ekki gerst enn þá,“ segir Berglind. Björk Jakobsdóttir er leiðsögumaður í þolreið Landssambands hestamannafélaga.Vísir/Vilhelm Björk Jakobsdóttir, leikstjóri og leiðsögumaður í þolreiðinni, slær einnig á áhyggjur dýraverndunarsinna. „Mér finnst þetta bara ofsalega skemmtilegt og fróðlegt að fá að taka þátt í þessu. Ég hefði ekki gert það nema vitandi það að velferð dýranna er í fyrirrúmi. Þetta snýst ekki bara um að ríða hratt. Þetta snýst um að ríða rétt,“ segir Björk.
Hestar Hestaíþróttir Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30 Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Óttast velferð íslenskra hesta í þolreið um hálendið næstu daga Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt í þolreiðarkeppninni Survive Iceland sem hefst á morgun. Um er að ræða 270 kílómetra þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. 24. ágúst 2022 14:30
Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. 14. desember 2021 14:00