Aðeins ein uppalin í byrjunarliðunum í úrslitaleiknum Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2022 14:30 Valskonur unnu verðskuldaðan sigur á Blikum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og þar með langþráðan bikarmeistaratitil. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Turnarnir tveir í knattspyrnu kvenna á Íslandi, Valur og Breiðablik, mættust í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardag. Af þeim 22 leikmönnum sem hófu leikinn var aðeins einn að spila úrslitaleik fyrir sitt uppeldisfélag. Daði Rafnsson, yfirmaður knattspyrnuþróunar hjá HK og fagstjóri afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, bendir á þessa staðreynd á Twitter. Valur og Breiðablik eru ekki aðeins sigursælustu lið landsins í kvennaboltanum heldur hafa þau alið marga góða leikmenn af sér í gegnum tíðina. Því var áhugavert að sjá aðeins einn leikmann hefja leik fyrir uppeldislið sitt í úrslitaleiknum í gær. pic.twitter.com/ZOwA5DAC7I— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) August 28, 2022 Aðeins Blikinn Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, sem reyndar spilaði fyrr í sumar í keppninni sem lánsmaður með Keflavík, var í byrjunarliði síns uppeldisfélags í bikarúrslitaleiknum. Í byrjunarliði bikarmeistaranna, Valskvenna, var enginn uppalinn leikmaður félagsins. Hlutirnir breyttust aðeins hjá Blikum þegar leið á leikinn og fjórir uppaldir Blikar komu inn á sem varamenn. Á varamannabekk Vals biðu hins vegar einu tveir uppöldu leikmennirnir í hóp Vals á laugardaginn; markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir og landsliðskonan Elín Metta Jensen. Það má reyndar segja að Breiðablik hafi átt fjóra uppalda leikmenn í byrjunarliðunum tveimur á laugardaginn, því í byrjunarliði Vals voru þær Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (sem skipti úr FH í Breiðablik 14 ára) og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Segja má að ÍBV hafi átt þrjá fulltrúa úr sínu yngri flokka starfi í byrjunarliðunum tveimur, þær Elísu Viðarsdóttur og Clöru Sigurðardóttur sem og Rangæinginn Karitas Tómasdóttur sem lék með sameinuðu liði ÍBV og KFR í yngri flokkum. Afturelding átti tvo fulltrúa, þær Mist Edvardsdóttur og Láru Kristínu Pedersen, og FH tvo í þeim Helenu Ósk Hálfdánardóttur og Þórdísi Hrönn. Breiðablik komst yfir í bikarúrslitaleiknum með marki Birtu Georgsdóttur sem er uppalin í Stjörnunni. Hin bandaríska Cyera Hintzen jafnaði metin og nýja landsliðskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir, uppalin í KR, tryggði Val 2-1 sigur. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
Daði Rafnsson, yfirmaður knattspyrnuþróunar hjá HK og fagstjóri afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, bendir á þessa staðreynd á Twitter. Valur og Breiðablik eru ekki aðeins sigursælustu lið landsins í kvennaboltanum heldur hafa þau alið marga góða leikmenn af sér í gegnum tíðina. Því var áhugavert að sjá aðeins einn leikmann hefja leik fyrir uppeldislið sitt í úrslitaleiknum í gær. pic.twitter.com/ZOwA5DAC7I— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) August 28, 2022 Aðeins Blikinn Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, sem reyndar spilaði fyrr í sumar í keppninni sem lánsmaður með Keflavík, var í byrjunarliði síns uppeldisfélags í bikarúrslitaleiknum. Í byrjunarliði bikarmeistaranna, Valskvenna, var enginn uppalinn leikmaður félagsins. Hlutirnir breyttust aðeins hjá Blikum þegar leið á leikinn og fjórir uppaldir Blikar komu inn á sem varamenn. Á varamannabekk Vals biðu hins vegar einu tveir uppöldu leikmennirnir í hóp Vals á laugardaginn; markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir og landsliðskonan Elín Metta Jensen. Það má reyndar segja að Breiðablik hafi átt fjóra uppalda leikmenn í byrjunarliðunum tveimur á laugardaginn, því í byrjunarliði Vals voru þær Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (sem skipti úr FH í Breiðablik 14 ára) og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Segja má að ÍBV hafi átt þrjá fulltrúa úr sínu yngri flokka starfi í byrjunarliðunum tveimur, þær Elísu Viðarsdóttur og Clöru Sigurðardóttur sem og Rangæinginn Karitas Tómasdóttur sem lék með sameinuðu liði ÍBV og KFR í yngri flokkum. Afturelding átti tvo fulltrúa, þær Mist Edvardsdóttur og Láru Kristínu Pedersen, og FH tvo í þeim Helenu Ósk Hálfdánardóttur og Þórdísi Hrönn. Breiðablik komst yfir í bikarúrslitaleiknum með marki Birtu Georgsdóttur sem er uppalin í Stjörnunni. Hin bandaríska Cyera Hintzen jafnaði metin og nýja landsliðskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir, uppalin í KR, tryggði Val 2-1 sigur.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira