Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. ágúst 2022 19:11 Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir mikla þörf fyrir fleiri vistunarúrræði. Vísir/Sigurjón Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. Meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur talsvert en þær hafa síðustu þrjú árin verið um fimm þúsund á ári. Þá hefur mikil fjölgun orðið í tilkynningum um líkamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi gegn börnum. Málin sem koma til kasta Barnaverndar eru oft á tíðum flókin og í einhverjum tilfellum þarf að grípa til þess ráðs að vista börn utan heimila sinna en það gengur þó ekki alltaf upp. „Það er mikill skortur á úrræðum sérstaklega vistunarúrræðum fyrir börn. Það í raun og veru bara endurspeglast í gegnum allan skalann. Þörfin er alls staðar. Úrræðin okkar í barnaverndinni eru í raun og verunni orðin gömul og kannski lítið þróast á síðustu tíu til tuttugu árum. Við erum með sömu úrræði og sama fjölda plássa og við höfum verið með í fjölda ára. Við erum líka í miklum vanda með að fá fósturforeldra. Við erum í vanda með úrræði fyrir börn sem eru með alvarlegar hegðunar og geðraskanir,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá segir hún dæmi þess að þau hafi viljað vista börn utan heimilis en það hafi ekki tekist vegna skorts á úrræðum. „Þörfin er mest, eins og við höfum verið að ræða, það er fyrir börn með fjölþættan vanda og með alvarlegan hegðunar og geðvanda það hvílir mjög þungt á okkur úrræðaleysi þar. En svo erum við líka komin í vanda í raun og veru með vistheimilin okkar og litlu börnin sem þar þurfa að komast inn. Nýting á okkar vistheimili er 130 til 150% sem að þýðir bara að það er sprungið. Það eru fleiri börn að öllu jöfnu þar inni heldur en pláss eru fyrir.“ Katrín segir að þegar ekki séu laus vistunarúrræði fyrir börn þá sé málum forgangsraðað eftir hættu og þörf og biðin því mislöng. „Til þess að koma börnum inn á vistheimili það eru kannski einhverjir dagar. Kannski vikur. Þau geta verið heima í aðstæðum sem við viljum helst ekki að þau séu í. Þá reynum við auðvitað bara að veita aðstoð með öðrum hætti. Við erum þá kannski að koma á heimilið á hverjum degi. Það kemur einhver stuðningur inn á heimilið við foreldrana og annað slíkt en við kunnum að meta það samt þannig að það sé þörf á því að barnið vistist utan heimilis en komust ekki í það.“ Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur talsvert en þær hafa síðustu þrjú árin verið um fimm þúsund á ári. Þá hefur mikil fjölgun orðið í tilkynningum um líkamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi gegn börnum. Málin sem koma til kasta Barnaverndar eru oft á tíðum flókin og í einhverjum tilfellum þarf að grípa til þess ráðs að vista börn utan heimila sinna en það gengur þó ekki alltaf upp. „Það er mikill skortur á úrræðum sérstaklega vistunarúrræðum fyrir börn. Það í raun og veru bara endurspeglast í gegnum allan skalann. Þörfin er alls staðar. Úrræðin okkar í barnaverndinni eru í raun og verunni orðin gömul og kannski lítið þróast á síðustu tíu til tuttugu árum. Við erum með sömu úrræði og sama fjölda plássa og við höfum verið með í fjölda ára. Við erum líka í miklum vanda með að fá fósturforeldra. Við erum í vanda með úrræði fyrir börn sem eru með alvarlegar hegðunar og geðraskanir,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá segir hún dæmi þess að þau hafi viljað vista börn utan heimilis en það hafi ekki tekist vegna skorts á úrræðum. „Þörfin er mest, eins og við höfum verið að ræða, það er fyrir börn með fjölþættan vanda og með alvarlegan hegðunar og geðvanda það hvílir mjög þungt á okkur úrræðaleysi þar. En svo erum við líka komin í vanda í raun og veru með vistheimilin okkar og litlu börnin sem þar þurfa að komast inn. Nýting á okkar vistheimili er 130 til 150% sem að þýðir bara að það er sprungið. Það eru fleiri börn að öllu jöfnu þar inni heldur en pláss eru fyrir.“ Katrín segir að þegar ekki séu laus vistunarúrræði fyrir börn þá sé málum forgangsraðað eftir hættu og þörf og biðin því mislöng. „Til þess að koma börnum inn á vistheimili það eru kannski einhverjir dagar. Kannski vikur. Þau geta verið heima í aðstæðum sem við viljum helst ekki að þau séu í. Þá reynum við auðvitað bara að veita aðstoð með öðrum hætti. Við erum þá kannski að koma á heimilið á hverjum degi. Það kemur einhver stuðningur inn á heimilið við foreldrana og annað slíkt en við kunnum að meta það samt þannig að það sé þörf á því að barnið vistist utan heimilis en komust ekki í það.“
Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira