Sverrir á Ystafelli ætlar sér að stækka bílasafnið sitt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. september 2022 21:05 Sverrir á Ystafelli er magnaður maður, sem lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir fötlun sína. Vísir/Magnús Hlynur Þeim fjölgar og fjölgar alltaf bílunum á safninu á Ystafelli í Köldukinn hjá Sverri Ingólfssyni, sem ræður þar ríkjum. Safnið er sprungið og ætlar Sverrir, sem er í hjólastól, að fara að byggja nýjar byggingar til að stækka safnið og koma fleiri bílum þar inn. Sverrir veiktist alvarlega, sem ungur maður og lamaðist og er því í hjólastól. Dugnaðurinn í honum og hans fólki á Ystafelli með Samgönguminjasafnið er með ólíkindum. „Já, þetta er alltaf að þróast og alltaf að koma eitthvað meira. Og já, já, takk fyrir það, við fáum nokkuð góð viðbrögð hjá gestum, sem koma. Þetta er bara allskonar gamalt dót, fólk kemur með ótrúlegustu hluti og færir okkur,“ segir Sverrir. Góð aðsókn hefur verið á safnið í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Einn af nýjustu bílum safnsins, vekur mikla athygli gesta. „Þetta er mjög sérstakur bíll, DeLorean 1981 módel og þessi bíll er bara keyrður 8 þúsund og er enn þá á upprifanlegum dekkjunum og er bara eins og ónotaður, eins og nýr.“ En hvað eru margir bílar á safninu? „Það eru eitthvað rúmlega hundrað bílar hérna inni og svo óræður fjöldi úti,“ segir Sverrir. Sverrir segir að safnið sé algjörlega sprungið og að nú verið að fara að byggja til að stækka það og koma fleiri bílum inn. Safnið hjá Sverri er allt hið glæsilegasta.Vísir/Magnús Hlynur En dugnaður Sverris í hjólastólnum, hann er ótrúlegur, það er varla neitt, sem hann getur ekki gert. „Tröppur stoppa mig náttúrulega en það er alltaf hægt að finna einhverja leið, maður reynir það. Stundum þegar maður er með hrokann í botni þá náttúrulega segir maður að þetta var ekkert smíðað með fótunum, þetta er smíðað með höndunum og ég er með aðra hendina í lagi,“ segir Sverrir og glottir út í annað. Bílar Samgöngur Norðurþing Söfn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sverrir veiktist alvarlega, sem ungur maður og lamaðist og er því í hjólastól. Dugnaðurinn í honum og hans fólki á Ystafelli með Samgönguminjasafnið er með ólíkindum. „Já, þetta er alltaf að þróast og alltaf að koma eitthvað meira. Og já, já, takk fyrir það, við fáum nokkuð góð viðbrögð hjá gestum, sem koma. Þetta er bara allskonar gamalt dót, fólk kemur með ótrúlegustu hluti og færir okkur,“ segir Sverrir. Góð aðsókn hefur verið á safnið í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Einn af nýjustu bílum safnsins, vekur mikla athygli gesta. „Þetta er mjög sérstakur bíll, DeLorean 1981 módel og þessi bíll er bara keyrður 8 þúsund og er enn þá á upprifanlegum dekkjunum og er bara eins og ónotaður, eins og nýr.“ En hvað eru margir bílar á safninu? „Það eru eitthvað rúmlega hundrað bílar hérna inni og svo óræður fjöldi úti,“ segir Sverrir. Sverrir segir að safnið sé algjörlega sprungið og að nú verið að fara að byggja til að stækka það og koma fleiri bílum inn. Safnið hjá Sverri er allt hið glæsilegasta.Vísir/Magnús Hlynur En dugnaður Sverris í hjólastólnum, hann er ótrúlegur, það er varla neitt, sem hann getur ekki gert. „Tröppur stoppa mig náttúrulega en það er alltaf hægt að finna einhverja leið, maður reynir það. Stundum þegar maður er með hrokann í botni þá náttúrulega segir maður að þetta var ekkert smíðað með fótunum, þetta er smíðað með höndunum og ég er með aðra hendina í lagi,“ segir Sverrir og glottir út í annað.
Bílar Samgöngur Norðurþing Söfn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira