Óskar Hrafn: „Horfi ekki lengra en í næsta leik fyrir norðan“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. september 2022 22:16 Óskar Hrafn er mögulega að fá einhverja snilldar hugmynd á hliðarlínunni í leik liðanna í kvöld. Vísir/Vilhelm Óskar Hrafn Þorvaldsson sveif ekki upp til skýjanna í gleði sinni þrátt fyrir að lið hans, Breiðablik, hafi náð 11 stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með 1-0 sigri gegn Val í 20. umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég horfi ekki lengra fram í tímann en í næsta leik sem er gegn KA. Það verður feykilga erfitt verkefni. Við erum að bæta stigamet Breiðabliks í 12 liða deild sem við settum í fyrra þegar við náðum í 47 stig. Ef við vinnum fyrir norðan verðum við eitt af fimm liðum sem fær 50 stig eða meira,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Stúkuna á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Þrátt fyrir að hafa ekki nýtt þau færi sem við fengum í fyrri hálfleik var ég ekki áhyggjufullur um að markið kæmi ekki. Það er hins vegar þannig að lið í þeim gæðaflokki sem Valur getur refsað þér fyrir að nýta ekki færin þín. Valsmenn eru til að mynda með Aron Jóhannsson sem er afburðar leikmaður og getur skapað færi og skorað mörk,“ sagði þjálfari Blika enn fremur. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta mark í rúman mánuð þegar hann skoraði markið sem skildi liðin að. Óskar Hrafn var sáttur við hans aðal markaskorari hefði fundið skotskóna á nýjan leik eftir erfiða tíma vegna höfuðhöggs og meiðsla. „Það er vissulega jákvætt að Ísak Snær hafi náð að skora mark. Mér finnst hins vegar að það verði líta til þess hvað Ísak Snær kemur með fram á borðið annað en að skora mörk. Hann er öflugur í föstum leikatríðum á báðum endum vallarins, heldur boltanum vel og lætur til sín taka. Það er verðugt verkefni fyrir andstæðingana að eiga við hann,“ sagði hann um lærisvein sinn. Óskar Hrafn setti Davíð Ingvarsson og Viktor Karl Einarsson, lykilleikmenn Blikaliðsins, á varamannabekkinn í þessum leik en honum fannst kominn tími til að hressa upp á liðsval sitt. „Mér fannst vera tímapunktur til þess að hrista aðeins upp í byrjunarliðinu. Dagur Dan hefur spilað vel í vinstri bakverðinum og Höskuldur sömuleiðis inni á miðsvæðinu. Þessar breytingar virkuðu vel að mínu mati og við vorum með góða stjórn á leiknum. Við náðum að nýta vel inn í þau svæði sem við vildum herja á í gegnum miðjun,“ sagði Óskar Hrafn. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
„Ég horfi ekki lengra fram í tímann en í næsta leik sem er gegn KA. Það verður feykilga erfitt verkefni. Við erum að bæta stigamet Breiðabliks í 12 liða deild sem við settum í fyrra þegar við náðum í 47 stig. Ef við vinnum fyrir norðan verðum við eitt af fimm liðum sem fær 50 stig eða meira,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Stúkuna á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Þrátt fyrir að hafa ekki nýtt þau færi sem við fengum í fyrri hálfleik var ég ekki áhyggjufullur um að markið kæmi ekki. Það er hins vegar þannig að lið í þeim gæðaflokki sem Valur getur refsað þér fyrir að nýta ekki færin þín. Valsmenn eru til að mynda með Aron Jóhannsson sem er afburðar leikmaður og getur skapað færi og skorað mörk,“ sagði þjálfari Blika enn fremur. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta mark í rúman mánuð þegar hann skoraði markið sem skildi liðin að. Óskar Hrafn var sáttur við hans aðal markaskorari hefði fundið skotskóna á nýjan leik eftir erfiða tíma vegna höfuðhöggs og meiðsla. „Það er vissulega jákvætt að Ísak Snær hafi náð að skora mark. Mér finnst hins vegar að það verði líta til þess hvað Ísak Snær kemur með fram á borðið annað en að skora mörk. Hann er öflugur í föstum leikatríðum á báðum endum vallarins, heldur boltanum vel og lætur til sín taka. Það er verðugt verkefni fyrir andstæðingana að eiga við hann,“ sagði hann um lærisvein sinn. Óskar Hrafn setti Davíð Ingvarsson og Viktor Karl Einarsson, lykilleikmenn Blikaliðsins, á varamannabekkinn í þessum leik en honum fannst kominn tími til að hressa upp á liðsval sitt. „Mér fannst vera tímapunktur til þess að hrista aðeins upp í byrjunarliðinu. Dagur Dan hefur spilað vel í vinstri bakverðinum og Höskuldur sömuleiðis inni á miðsvæðinu. Þessar breytingar virkuðu vel að mínu mati og við vorum með góða stjórn á leiknum. Við náðum að nýta vel inn í þau svæði sem við vildum herja á í gegnum miðjun,“ sagði Óskar Hrafn.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira