Grípa til mjög sérstakrar aðgerðar vegna fækkunar í íþróttafélaginu Snorri Másson skrifar 9. september 2022 08:01 Vogar á Vatnsleysuströnd voru heimsóttir í Íslandi í dag, þar sem menn hafa hleypt af stokk átaki sem hefur vakið nokkra athygli. Í „ástarmánuði“ Þróttar í Vogum eru íbúar hvattir til að leggja sitt af mörkum svo börnum fjölgi á ný í bæjarfélaginu. Allt um málið í innslaginu hér að ofan. Bæjarstjórinn sver af sér ábyrgð á átakinu en segir það þó í takt við áherslur stjórnvalda á staðnum. „Við viljum gjarnan stækka, og við viljum börn. Þeim hefur fækkað þó ótrúlegt megi virðast, þrátt fyrir að íbúðafjöldinn hafi vaxið. Hér er gríðarleg uppbygging að eiga sér stað. Og við gerum ráð fyrir því að hér muni íbúafjöldinn allt að því þrefaldast á innan við tíu árum, sem á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, segir íþróttafélagið hafa fundið fyrir því að undanförnu að þurfa að sameina yngri flokka í knattspyrnu og jafnvel íþróttagreinar. Marteinn Ægisson er framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum. Hann segir fólk brosa meira eftir að átaki á vegum félagsins var ýtt úr vör.Bjarni Einarsson „Við höfum rýnt í stöðuna og úr varð að slá bara á létta strengi, reyna að hafa svolítið gaman af þessu, leysa þetta með samfélaginu og benda á hið raunverulega vandamál. Það þarf bara fleiri iðkendur,“ segir Marteinn. Því var efnt til ástarmánuðarins í samstarfi við Blush og þeim börnum boðinn ókeypis aðgangur að íþróttaskóla félagsins, sem fæðast að ákveðnum tíma liðnum frá september. Einnig var rætt við börn í Vogum, sem staðfestu það einarðlega að bæjarfélagið væri að sönnu barnvænt í alla staði. Betra en Reykjavík, meira að segja, og hvort tveggja gaman að renna sér í snjónum á veturna eða leika sér í aparólunni á sumrin. Sveitarstjórnarmál Vogar Þróttur Vogum Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Bæjarstjórinn sver af sér ábyrgð á átakinu en segir það þó í takt við áherslur stjórnvalda á staðnum. „Við viljum gjarnan stækka, og við viljum börn. Þeim hefur fækkað þó ótrúlegt megi virðast, þrátt fyrir að íbúðafjöldinn hafi vaxið. Hér er gríðarleg uppbygging að eiga sér stað. Og við gerum ráð fyrir því að hér muni íbúafjöldinn allt að því þrefaldast á innan við tíu árum, sem á sér sennilega ekki hliðstæðu á Íslandi,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum, segir íþróttafélagið hafa fundið fyrir því að undanförnu að þurfa að sameina yngri flokka í knattspyrnu og jafnvel íþróttagreinar. Marteinn Ægisson er framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum. Hann segir fólk brosa meira eftir að átaki á vegum félagsins var ýtt úr vör.Bjarni Einarsson „Við höfum rýnt í stöðuna og úr varð að slá bara á létta strengi, reyna að hafa svolítið gaman af þessu, leysa þetta með samfélaginu og benda á hið raunverulega vandamál. Það þarf bara fleiri iðkendur,“ segir Marteinn. Því var efnt til ástarmánuðarins í samstarfi við Blush og þeim börnum boðinn ókeypis aðgangur að íþróttaskóla félagsins, sem fæðast að ákveðnum tíma liðnum frá september. Einnig var rætt við börn í Vogum, sem staðfestu það einarðlega að bæjarfélagið væri að sönnu barnvænt í alla staði. Betra en Reykjavík, meira að segja, og hvort tveggja gaman að renna sér í snjónum á veturna eða leika sér í aparólunni á sumrin.
Sveitarstjórnarmál Vogar Þróttur Vogum Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira