Ný stjórn kvennanefndar SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 13. september 2022 08:43 Nýkjörin stjórn kvennanefndar SVFR tók við keflinu í árlegri veiðiferð í Langá á Mýrum um mánaðamótin ágúst/september. Kvennanefnd SVFR hefur verið að gera góða hluti undanfarin ár og með öflugu fræðslustarfi og skipulögðum hópferðum kvenna innan SVFR hefur konum sífellt verið að fjölga í félaginu. Nú eru breytingar á stjórn nefndarinnar og eru þær á þann veg að Lilja Bjarnadóttir og María Hrönn Magnúsdóttir hætta í stjórn og vill SVFR og félagsmenn þakka þeim fyrir vel unnin störf. Í þeirra stað koma Þóra Sigrún Hjaltadóttir og Rún Knútsdóttir. Sæunn Björk Þorkelsdóttir tekur við sem formaður. SVFR hvetur áhugasama til að fylgja kvennanefndinni á bæði Facebook og Instagram, til að missa ekki af fjörinu, en framundan er skemmtilegur og spennandi vetur á tíunda starfsári nefndarinnar. – Kvennanefnd SVFR á Facebook Meðfylgjandi mynd var tekin af nýju stjórninni við Langárbyrgi, talið frá vinstri: Helga Gísladóttir, Sæunn Björk Þorkelsdóttir, Rún Knútsdóttir og Þóra Sigrún Hjaltadóttir. Stangveiði Félagasamtök Mest lesið Bjartsýn í Blöndu þrátt fyrir ládeyðu Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur á rólegu sumri Veiði Lagarfljótsormurinn á Animal Planet Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Laxarnir streyma upp á stöng úr Urriðafossi Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði
Kvennanefnd SVFR hefur verið að gera góða hluti undanfarin ár og með öflugu fræðslustarfi og skipulögðum hópferðum kvenna innan SVFR hefur konum sífellt verið að fjölga í félaginu. Nú eru breytingar á stjórn nefndarinnar og eru þær á þann veg að Lilja Bjarnadóttir og María Hrönn Magnúsdóttir hætta í stjórn og vill SVFR og félagsmenn þakka þeim fyrir vel unnin störf. Í þeirra stað koma Þóra Sigrún Hjaltadóttir og Rún Knútsdóttir. Sæunn Björk Þorkelsdóttir tekur við sem formaður. SVFR hvetur áhugasama til að fylgja kvennanefndinni á bæði Facebook og Instagram, til að missa ekki af fjörinu, en framundan er skemmtilegur og spennandi vetur á tíunda starfsári nefndarinnar. – Kvennanefnd SVFR á Facebook Meðfylgjandi mynd var tekin af nýju stjórninni við Langárbyrgi, talið frá vinstri: Helga Gísladóttir, Sæunn Björk Þorkelsdóttir, Rún Knútsdóttir og Þóra Sigrún Hjaltadóttir.
Stangveiði Félagasamtök Mest lesið Bjartsýn í Blöndu þrátt fyrir ládeyðu Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur á rólegu sumri Veiði Lagarfljótsormurinn á Animal Planet Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Laxarnir streyma upp á stöng úr Urriðafossi Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði