Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2022 10:29 Valgarður L. Jónsson er forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. Í júlí boðaði Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra til gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári til þess að fjármagna gerð Fjarðarheiðarganga. Göngin verða rúmlega þrettán kílómetra löng og kosta allt að 47 milljarða króna. Á fundi bæjarstjórnar Akranessbæjar er þessum áformum mótmælt. Þá hvetja þeir ráðherrann til þess að frekar huga að því að byggja ný Hvalfjarðargöng en að hefja gjaldtöku í þeim sem nú eru í notkun. Einstök framkvæmd Í fundargerð bæjarstjórnar segir að Hvalfjarðargöngin séu einstök framkvæmd þar sem þau eru einu neðansjávargöngin á Íslandi, eina einkaframkvæmdin í íslenska vegakerfinu, fyrsta alþjóðlega fjárfesting sinnar tegundar í samgöngumálum á Norðurlöndunum og eina vegaframkvæmd landsins sem er að fullu greidd með notendagjöldum. Því væri sérlega ósanngjarnt að hefja gjaldtöku þar á ný. „Bæjarstjórn Akraness leggur þunga áherslu á að íbúar landsins njóti jafnræðis óháð búsetu,“ segir fundargerðinni og bendir bæjarstjórn á að að ríkið hafi staðið fyrir uppbyggingu dýrra samgöngumannvirkja um allt land án þess að notendur greiði fyrir uppbyggingu þeirra, að Vaðlaheiðargöngum undanskildum. „Það skýtur því skökku við að íbúar Vesturlands þurfi að greiða á ný fyrir notkun Hvalfjarðarganga, í þetta sinn til að safna fyrir nýjum göngum. Slík ráðstöfun brýtur alvarlega gegn jafnræði íbúa miðað við búsetu þeirra,“ segir í fundargerðinni. Mótmæla fyrirætlunum ráðherra Ráðherra er hvattur til þess að líta til aðferðafræðinnar við undirbúning og bygginu núverandi ganga þar sem framkvæmdin sjálf var fjármögnuð samkvæmt alútboði en innheimta hófst ekki fyrr en mannvirkið var fullbúið og opið fyrir umferð. „Bæjarstjórn mótmælir hins vegar harðlega þeim fyrirætlunum að hefja að nýju gjaldtöku veggjalda í núverandi göngum, enda væri slík gjaldheimta hrein svik við fólk og fyrirtæki á Akranesi og annars staðar á Vesturlandi sem og alla notendur Vesturlandsvegar sem nú þegar hafa greitt þessa framkvæmd upp,“ segir í ályktuninni. Gífurleg hækkun verðs árskorta Á fundi bæjarstjórnar í gær var einnig rætt um hækkun verðs árskorta fyrir fullorðna í landsbyggðarstrætó. Í fyrrasumar var verð á árskorti hækkað úr 140.000 krónum í 239.200 krónur. Rúmlega sjötíu prósenta hækkun. Bæjarstjórn segir að við yfirferð á gjaldskránni vakni alvarlegar spurningar um jafnræði íbúa óháð búsetu. Árskort fyrir íbúa Norðurlands sem gildir frá Staðarskála til Egilsstaða kosti til dæmis áttatíu þúsund krónum minna þrátt fyrir mun lengri vegalengd en milli Akraness og Höfuðborgarsvæðisins. Strætó númer 57 keyrir frá Reykjavík til Akureyrar, með stoppi á Akranesi.Akranes Gera alvarlega athugasemd „Bæjarstjórn leggur áherslu á að gjaldskrá Strætó vegna ferða á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins taki mið af vegalengdinni á milli þessara svæða og að afsláttarkjör vegna magnferða (árskort og árshlutakort) séu í samræmi við fargjald fyrir stakar ferðir,“ segir í fundargerðinni. Í fundargerðinni segir að bæjarstjórn geri alvarlega athugasemd við það að ekki hafi verið haft betra samráð við sveitarfélagið áður en gripið var til svo mikilla verðhækkana. Óskað er eftir betra og tíðara samtali við forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna reksturs og þjónustu landsbyggðarstrætó. Báðar ályktanir bæjarstjórnar voru samþykktar af öllum þeim bæjarfulltrúum sem sátu fundinn. Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Strætó Vegagerð Byggðamál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Í júlí boðaði Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra til gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári til þess að fjármagna gerð Fjarðarheiðarganga. Göngin verða rúmlega þrettán kílómetra löng og kosta allt að 47 milljarða króna. Á fundi bæjarstjórnar Akranessbæjar er þessum áformum mótmælt. Þá hvetja þeir ráðherrann til þess að frekar huga að því að byggja ný Hvalfjarðargöng en að hefja gjaldtöku í þeim sem nú eru í notkun. Einstök framkvæmd Í fundargerð bæjarstjórnar segir að Hvalfjarðargöngin séu einstök framkvæmd þar sem þau eru einu neðansjávargöngin á Íslandi, eina einkaframkvæmdin í íslenska vegakerfinu, fyrsta alþjóðlega fjárfesting sinnar tegundar í samgöngumálum á Norðurlöndunum og eina vegaframkvæmd landsins sem er að fullu greidd með notendagjöldum. Því væri sérlega ósanngjarnt að hefja gjaldtöku þar á ný. „Bæjarstjórn Akraness leggur þunga áherslu á að íbúar landsins njóti jafnræðis óháð búsetu,“ segir fundargerðinni og bendir bæjarstjórn á að að ríkið hafi staðið fyrir uppbyggingu dýrra samgöngumannvirkja um allt land án þess að notendur greiði fyrir uppbyggingu þeirra, að Vaðlaheiðargöngum undanskildum. „Það skýtur því skökku við að íbúar Vesturlands þurfi að greiða á ný fyrir notkun Hvalfjarðarganga, í þetta sinn til að safna fyrir nýjum göngum. Slík ráðstöfun brýtur alvarlega gegn jafnræði íbúa miðað við búsetu þeirra,“ segir í fundargerðinni. Mótmæla fyrirætlunum ráðherra Ráðherra er hvattur til þess að líta til aðferðafræðinnar við undirbúning og bygginu núverandi ganga þar sem framkvæmdin sjálf var fjármögnuð samkvæmt alútboði en innheimta hófst ekki fyrr en mannvirkið var fullbúið og opið fyrir umferð. „Bæjarstjórn mótmælir hins vegar harðlega þeim fyrirætlunum að hefja að nýju gjaldtöku veggjalda í núverandi göngum, enda væri slík gjaldheimta hrein svik við fólk og fyrirtæki á Akranesi og annars staðar á Vesturlandi sem og alla notendur Vesturlandsvegar sem nú þegar hafa greitt þessa framkvæmd upp,“ segir í ályktuninni. Gífurleg hækkun verðs árskorta Á fundi bæjarstjórnar í gær var einnig rætt um hækkun verðs árskorta fyrir fullorðna í landsbyggðarstrætó. Í fyrrasumar var verð á árskorti hækkað úr 140.000 krónum í 239.200 krónur. Rúmlega sjötíu prósenta hækkun. Bæjarstjórn segir að við yfirferð á gjaldskránni vakni alvarlegar spurningar um jafnræði íbúa óháð búsetu. Árskort fyrir íbúa Norðurlands sem gildir frá Staðarskála til Egilsstaða kosti til dæmis áttatíu þúsund krónum minna þrátt fyrir mun lengri vegalengd en milli Akraness og Höfuðborgarsvæðisins. Strætó númer 57 keyrir frá Reykjavík til Akureyrar, með stoppi á Akranesi.Akranes Gera alvarlega athugasemd „Bæjarstjórn leggur áherslu á að gjaldskrá Strætó vegna ferða á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins taki mið af vegalengdinni á milli þessara svæða og að afsláttarkjör vegna magnferða (árskort og árshlutakort) séu í samræmi við fargjald fyrir stakar ferðir,“ segir í fundargerðinni. Í fundargerðinni segir að bæjarstjórn geri alvarlega athugasemd við það að ekki hafi verið haft betra samráð við sveitarfélagið áður en gripið var til svo mikilla verðhækkana. Óskað er eftir betra og tíðara samtali við forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna reksturs og þjónustu landsbyggðarstrætó. Báðar ályktanir bæjarstjórnar voru samþykktar af öllum þeim bæjarfulltrúum sem sátu fundinn.
Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Strætó Vegagerð Byggðamál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira