Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2022 14:04 Sunna Dóra Möller segir biskup hafa tekið vel á málinu. Digraneskirkja Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. Teymi þjóðkirkjunnar sem rannsakaði málið mat það svo að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, hefði tvisvar orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum hefði hann orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Gunnar hefur nú látið af störfum við við Digranes- og Hjallaprestakall og áformað er að veita honum skriflega áminningu. Alls hafi hann tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn reglum þjóðkirkjunnar. Skýrslan tekur á málum sex kvenna sem sökuðu Gunnar um kynferðislega áreitni og einelti. Einn þeirra er Sunna Dóra Möller prestur í Hjallakirkju. Hún fagnar niðurstöðu teymis þjóðkirkjunnar. „Í fyrsta lagi er það léttir að það sé komin niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli. Mér finnst niðurstaðan mjög skýr og afgerandi. Mér fannst biskup Íslands sýna hugrekki í yfirlýsingu sinni í gær.“ Þar vísar Sunna til síðustu setninganna í tilkynningu þjóðkirkjunnar í gær, sem er eftirfarandi: „Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað. Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum.“ „Sumir voru farnir að hugsa sér annan starfsvettvang. Það er svo algengt í svona þolendamálum almennt, þar sem vinnuumhverfi er ekki heilbrigt, að þolendur líta í eigin barm og skoða: Er eitthvað að hjá mér? Jú það er ákveðinn sigur að fá þetta staðfest á blaði, þetta átti sér stað. Ég myndi segja að það væri sigur.“ Ekki hefur náðst í séra Gunnar vegna málsins. Þjóðkirkjan Kópavogur Kynferðisofbeldi Átök í Digraneskirkju Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Teymi þjóðkirkjunnar sem rannsakaði málið mat það svo að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, hefði tvisvar orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum hefði hann orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Gunnar hefur nú látið af störfum við við Digranes- og Hjallaprestakall og áformað er að veita honum skriflega áminningu. Alls hafi hann tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn reglum þjóðkirkjunnar. Skýrslan tekur á málum sex kvenna sem sökuðu Gunnar um kynferðislega áreitni og einelti. Einn þeirra er Sunna Dóra Möller prestur í Hjallakirkju. Hún fagnar niðurstöðu teymis þjóðkirkjunnar. „Í fyrsta lagi er það léttir að það sé komin niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli. Mér finnst niðurstaðan mjög skýr og afgerandi. Mér fannst biskup Íslands sýna hugrekki í yfirlýsingu sinni í gær.“ Þar vísar Sunna til síðustu setninganna í tilkynningu þjóðkirkjunnar í gær, sem er eftirfarandi: „Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað. Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum.“ „Sumir voru farnir að hugsa sér annan starfsvettvang. Það er svo algengt í svona þolendamálum almennt, þar sem vinnuumhverfi er ekki heilbrigt, að þolendur líta í eigin barm og skoða: Er eitthvað að hjá mér? Jú það er ákveðinn sigur að fá þetta staðfest á blaði, þetta átti sér stað. Ég myndi segja að það væri sigur.“ Ekki hefur náðst í séra Gunnar vegna málsins.
Þjóðkirkjan Kópavogur Kynferðisofbeldi Átök í Digraneskirkju Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira