Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Kristín Ólafsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. september 2022 12:11 Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvigðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið mjög brugðið þegar hann sá yfirlýsinguna í morgun. Félag prestvígðra kvenna sé mjög mikilvægt félag innan Prestafélagsins sjálfs. „Hins vegar verð ég að segja að það sem kemur fram í yfirlýsingunni er byggt á hreinum rangfærslum og lygi. Ég tek svo djúpt í árinni og segi að það sé lygi. Ég hafði ekki samband við þolendur til þess að gera lítið úr trúverðugleika teymisins [teymis þjóðkirkjunnar sem rannakaði mál Gunnars],“ segir Arnaldur. Hann hafi ekki haft samband við þolendur til að gera lítið úr trúverðugleika teymis þjóðkirkjunnar, og ekki heldur kynnt sig sem fulltrúa á vegum biskupsstofu - eins og haldið er fram í yfirlýsingunni. Þá sé það einnig lygi að hann hafi þegar tekið afstöðu með geranda. „Jafnframt er það hrein lygi þolanda að segja að ég hafi þegar tekið afstöðu með gerandanum. Það er ósatt, ég bauð fram aðstoð Prestafélags Íslands og ég benti sérstaklega á varaformann Prestafélagsins og trúnaðarmann félagsins, sem báðar eru konur, sem stuðningsaðila við þennan tiltekna þolanda. En ég get ekki setið undir svona lygaáburði og yfirlýsingin er ómarktæk því hún byggir á rangfærslum.“ Inntur eftir því hvort hann íhugi afsögn segir hann: „Ég íhuga afsögn ef ég nýt ekki trúnaðar kvenna í prestastétt. En ég get ekki gert það á grundvelli lyga eða rangfærslna.“ Hann hafi tekið mjög skýra afstöðu með þolendum í útvarpsviðtalinu. „Þar var ég hreinlega að útskýra hve mikilvægt teymið væri til þess að rannsaka mál. Hins vegar má gagnrýna það að í þessu viðtali fer spyrjandi að spyrja um þetta tiltekna mál en þar hefði ég átt að svara engu til. Þar gengst ég við mínum mistökum,“ segir Arnaldur. „Ég harma þetta uppþot sem orðið hefur, ég hef alltaf talið mig standa með þolendum, ég hef gert það í gegnum 25 ár í prestsskap. Mér finnst það mjög mikilvægt að trúa rödd þeirra en hins vegar er ekki hægt að sætta sig við lygar eða rangfærslur. Jafnvel þó þolendur eigi í hlut.“ Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvigðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið mjög brugðið þegar hann sá yfirlýsinguna í morgun. Félag prestvígðra kvenna sé mjög mikilvægt félag innan Prestafélagsins sjálfs. „Hins vegar verð ég að segja að það sem kemur fram í yfirlýsingunni er byggt á hreinum rangfærslum og lygi. Ég tek svo djúpt í árinni og segi að það sé lygi. Ég hafði ekki samband við þolendur til þess að gera lítið úr trúverðugleika teymisins [teymis þjóðkirkjunnar sem rannakaði mál Gunnars],“ segir Arnaldur. Hann hafi ekki haft samband við þolendur til að gera lítið úr trúverðugleika teymis þjóðkirkjunnar, og ekki heldur kynnt sig sem fulltrúa á vegum biskupsstofu - eins og haldið er fram í yfirlýsingunni. Þá sé það einnig lygi að hann hafi þegar tekið afstöðu með geranda. „Jafnframt er það hrein lygi þolanda að segja að ég hafi þegar tekið afstöðu með gerandanum. Það er ósatt, ég bauð fram aðstoð Prestafélags Íslands og ég benti sérstaklega á varaformann Prestafélagsins og trúnaðarmann félagsins, sem báðar eru konur, sem stuðningsaðila við þennan tiltekna þolanda. En ég get ekki setið undir svona lygaáburði og yfirlýsingin er ómarktæk því hún byggir á rangfærslum.“ Inntur eftir því hvort hann íhugi afsögn segir hann: „Ég íhuga afsögn ef ég nýt ekki trúnaðar kvenna í prestastétt. En ég get ekki gert það á grundvelli lyga eða rangfærslna.“ Hann hafi tekið mjög skýra afstöðu með þolendum í útvarpsviðtalinu. „Þar var ég hreinlega að útskýra hve mikilvægt teymið væri til þess að rannsaka mál. Hins vegar má gagnrýna það að í þessu viðtali fer spyrjandi að spyrja um þetta tiltekna mál en þar hefði ég átt að svara engu til. Þar gengst ég við mínum mistökum,“ segir Arnaldur. „Ég harma þetta uppþot sem orðið hefur, ég hef alltaf talið mig standa með þolendum, ég hef gert það í gegnum 25 ár í prestsskap. Mér finnst það mjög mikilvægt að trúa rödd þeirra en hins vegar er ekki hægt að sætta sig við lygar eða rangfærslur. Jafnvel þó þolendur eigi í hlut.“
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira