Saka konurnar um lygar og segja varaformanninn hafðan að fífli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2022 06:40 Frá vinstri: Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir og Hannesína Scheving, sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, þriðji maður á lista flokksins, segja fullyrðingar þriggja kvenna sem skipa annað, fjórða og fimmta sætið þess efnis að karlar í forystu flokksins fyrir norðan hafi sýnt þeim lítilsvirðingu og jafnvel áreitt þær, fjarri öllu sanni. Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra á Vísi, sem ber yfirskriftina „Konurnar segja ósatt og varaformaðurinn lætur hafa sig að fífli.“ Brynjólfur og Jón segja konurnar hafa sett ásakanir sínar fram „nauðbeygðar“, eins og það er orðað, í kjölfar yfirlýsinga varaformanns flokksins á Facebook. Rétt er að konurnar stigu fram í kjölfar þess að varaformaðurinn, Guðmundur Ingi Kristinsson, sagðist myndu óska eftir stjórnarfundi eftir að hafa ítrekað borist fregnir þess efnis að kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hefðu mátt sæta ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu. Brynjólfur og Jón segjast meintir gerendur í málinu en þeir séu alsaklausir; þvert á móti hafi konurnar viljað Brynjólf frá í veikindaleyfi. Jón gengst við því að hafa barið í borð og krafist svara á einum fundi en það sé allt ofbeldið. „Hvað varðar bréf oddvitans sem þær nefna og segja „hlaðið rógburði“ og öðrum ófögnuði þá höfum við skorað á þær að tilgreina allar þær „rangfærslur“ og „hótanir“ sem þar er að finna en ekki fengið svar,“ segja þeir Brynjólfur og Jón. Þess ber að geta að fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir að fá afrit af umræddu bréfi en ekki fengið. „Að lokum um hið „kynferðislega áreiti“ sem „sumar okkar“ hafa orðið fyrir svo vitnað sé beint í skrif kvennanna. Okkur setur einfaldlega hljóða við þessi orð og áleitin spurning situr eftir: Hversu lágt getur mannskepnan lagst til að koma höggi á náunga sinn? Við höfum þegar krafist þess af títtnefndum konum að þær taki ömurleg og mannorðs-skemmandi ummæli sín til baka, biðjist opinberlega afsökunar og geri það sem allra fyrst,“ segja mennirnir. „Sú krafa er hér með ítrekuð.“ Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra á Vísi, sem ber yfirskriftina „Konurnar segja ósatt og varaformaðurinn lætur hafa sig að fífli.“ Brynjólfur og Jón segja konurnar hafa sett ásakanir sínar fram „nauðbeygðar“, eins og það er orðað, í kjölfar yfirlýsinga varaformanns flokksins á Facebook. Rétt er að konurnar stigu fram í kjölfar þess að varaformaðurinn, Guðmundur Ingi Kristinsson, sagðist myndu óska eftir stjórnarfundi eftir að hafa ítrekað borist fregnir þess efnis að kvenleiðtogar Flokks fólksins á Akureyri hefðu mátt sæta ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu. Brynjólfur og Jón segjast meintir gerendur í málinu en þeir séu alsaklausir; þvert á móti hafi konurnar viljað Brynjólf frá í veikindaleyfi. Jón gengst við því að hafa barið í borð og krafist svara á einum fundi en það sé allt ofbeldið. „Hvað varðar bréf oddvitans sem þær nefna og segja „hlaðið rógburði“ og öðrum ófögnuði þá höfum við skorað á þær að tilgreina allar þær „rangfærslur“ og „hótanir“ sem þar er að finna en ekki fengið svar,“ segja þeir Brynjólfur og Jón. Þess ber að geta að fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir að fá afrit af umræddu bréfi en ekki fengið. „Að lokum um hið „kynferðislega áreiti“ sem „sumar okkar“ hafa orðið fyrir svo vitnað sé beint í skrif kvennanna. Okkur setur einfaldlega hljóða við þessi orð og áleitin spurning situr eftir: Hversu lágt getur mannskepnan lagst til að koma höggi á náunga sinn? Við höfum þegar krafist þess af títtnefndum konum að þær taki ömurleg og mannorðs-skemmandi ummæli sín til baka, biðjist opinberlega afsökunar og geri það sem allra fyrst,“ segja mennirnir. „Sú krafa er hér með ítrekuð.“
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Flokkur fólksins Akureyri MeToo Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira