Loka pósthúsunum í Grindavík, á Skagaströnd og Kópaskeri Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 10:23 Pósthúsið á Kópaskeri hefur verið til húsa við Bakkagötu (niðri til vinstri). Vísir/Vilhelm Pósturinn hyggst loka pósthúsum sínum í Grindavík, á Skagaströnd og á Kópaskeri um miðjan janúar á næsta ári. Í svörum frá Póstinum segir að engar uppsagnir séu þó fyrirhugaðar í tengslum við lokanirnar. Frá þessu segir á vef Póstsins þar sem fram kemur að til standi að leggja áherslu á aðrar þjónustulausnir og að áfram verði boðið upp á góða þjónustu. Greint var frá lokununum inni á heimasíðu Póstsins fyrr í mánuðinum en sveitarstjórn Skagastrandar tók á fundi sínum í gær fyrir erindi frá starfsfólki póstafgreiðslunnar á Skagaströnd þar sem lokunni er mótmælt harðlega. Pósturinn á Skagaströnd hefur verið til húsa í Höfða við Hólanesveg.Já.is „Óskað er eftir fundi með sveitarstjórn til þess að fara yfir stöðuna og var sveitarstjórn falið að boða til fundar með aðilum,“ segir í fundargerðinni. Breytingar sem þessar geta reynst erfiðar Á síðu Póstsins segir að starfsemi Póstsins á öllu landinu sé margþætt og að rekstur pósthúsa sé einn þáttur starfseminnar. Pósturinn í Grindavík.Já.is „Á síðustu árum hefur póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum en sem dæmi má nefna að frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 74% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa en notkun annarra þjónustulausna fer sívaxandi.“ Þá segir að á sama tíma skilji fyrirtækið að breytingar líkt og þessar geti reynst erfiðar og þess vegna vilji Pósturinn upplýsa íbúa tímanlega og svara öllum helstu spurningum sem gætu vaknað. Engar uppsagnir Í svari Póstsins við fyrirspurn fréttastofu segir að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar vegna lokana þessara þriggja pósthúsa. „Hér er um að ræða breytingu á þjónustuveitingu og Pósturinn ekki að fara neitt þannig þetta mun aðeins hafa í för með sér breytingu á verkefnum þeirra starfsmanna sem nú vinna fyrir Póstinn á þessum stöðum. Á Kópaskeri er enginn starfsmaður á vegum Póstsins og því engar breytingar þar. Á Skagaströnd er einn starfsmaður á okkar vegum og í Grindavík eru tveir starfsmenn og þeim verður öllum boðið áframhaldandi starf og önnur verkefni í takt við breytta þjónustu,“ segir í svarinu. Pósturinn Skagaströnd Norðurþing Grindavík Tengdar fréttir Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Frá þessu segir á vef Póstsins þar sem fram kemur að til standi að leggja áherslu á aðrar þjónustulausnir og að áfram verði boðið upp á góða þjónustu. Greint var frá lokununum inni á heimasíðu Póstsins fyrr í mánuðinum en sveitarstjórn Skagastrandar tók á fundi sínum í gær fyrir erindi frá starfsfólki póstafgreiðslunnar á Skagaströnd þar sem lokunni er mótmælt harðlega. Pósturinn á Skagaströnd hefur verið til húsa í Höfða við Hólanesveg.Já.is „Óskað er eftir fundi með sveitarstjórn til þess að fara yfir stöðuna og var sveitarstjórn falið að boða til fundar með aðilum,“ segir í fundargerðinni. Breytingar sem þessar geta reynst erfiðar Á síðu Póstsins segir að starfsemi Póstsins á öllu landinu sé margþætt og að rekstur pósthúsa sé einn þáttur starfseminnar. Pósturinn í Grindavík.Já.is „Á síðustu árum hefur póstþjónusta á Íslandi tekið stórfelldum breytingum en sem dæmi má nefna að frá árinu 2010 hefur fjöldi bréfasendinga dregist saman um 74% en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa en notkun annarra þjónustulausna fer sívaxandi.“ Þá segir að á sama tíma skilji fyrirtækið að breytingar líkt og þessar geti reynst erfiðar og þess vegna vilji Pósturinn upplýsa íbúa tímanlega og svara öllum helstu spurningum sem gætu vaknað. Engar uppsagnir Í svari Póstsins við fyrirspurn fréttastofu segir að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar vegna lokana þessara þriggja pósthúsa. „Hér er um að ræða breytingu á þjónustuveitingu og Pósturinn ekki að fara neitt þannig þetta mun aðeins hafa í för með sér breytingu á verkefnum þeirra starfsmanna sem nú vinna fyrir Póstinn á þessum stöðum. Á Kópaskeri er enginn starfsmaður á vegum Póstsins og því engar breytingar þar. Á Skagaströnd er einn starfsmaður á okkar vegum og í Grindavík eru tveir starfsmenn og þeim verður öllum boðið áframhaldandi starf og önnur verkefni í takt við breytta þjónustu,“ segir í svarinu.
Pósturinn Skagaströnd Norðurþing Grindavík Tengdar fréttir Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ 8. júlí 2022 14:30