Krefst þess ekki að „allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2022 20:00 Sviðshöfundur með fötlun telur að sleppa hefði átt umdeildri persónu í nýjasta stórsöngleik Þjóðleikhússins. Þá sé leikaravalið ekki stóra málið, heldur hvernig fatlað fólk sé ítrekað smættað niður í staðalímyndir. Söngleikurinn Sem á himni var frumsýndur hér í Þjóðleikhúsinu á föstudag, hugljúf saga sem hverfist um kórstarf í smábæ, en hefur óvænt hrundið af stað áleitinni umræðu um fötlunarfordóma. Allt hófst þetta með óvæginni gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur í Víðsjá á Rás 1, sem fötlunaraktivistar og fleiri hafa tekið undir. Nína fann einkum einni persónu sýningarinnar allt til foráttu; Dodda. Þar væri um að ræða svokallað „cripface“, þegar ófötluð manneskja leikur fatlaða manneskju. Neikvæðar staðalímyndir í forgrunni. Af hverju fann leikhúsið ekki fatlaðan leikara til að túlka Dodda? spurði Nína. Og inntur eftir þessu sama segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri raunar allt opið þegar kemur að ráðningum leikara. En: „Við gerum ekki þá kröfu að allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu heldur hafa þeir hæfni til að setja sig í spor annarra og miðla því á sem árangursríkastan hátt, til þess að sagan skili sér og hafi tilætluð áhrif.“ Edda Björgvinsdóttir leikkona, sem fer með hlutverk í téðri sýningu, stígur skrefinu lengra á Facebook. Spyr hvort menntun skipti engu. „Það sem við erum að gera á Sólheimum er samt áhugamennska í leiklist. Ekki atvinnumennska,“ skrifar Edda. Fagnar allri umræðu Og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðshöfundur, sem einnig er með fötlun, bendir á að fatlaðir leikarar með tilskilda menntun séu einmitt af skornum skammti. Þá er hún ekki endilega á því að æskilegt væri að fá fatlaðan leikara í verkið. „En miðað við hvernig fatlað fólk birtist í verkinu þá held ég að það hefði kannski verið betra að sleppa þessari persónu, miðað við tímana í dag. Ég sá myndina 2004, þá sló mig hvernig þessi fatlaði einstaklingur birtist, sem barn að eilífu. Og spurningin er, af hverju er hann hafður í myndinni? Til þess að þjóna hvaða hlutverki?“ segir Kolbrún. „Þjóðleikhúsið þarf að geta tekið gagnrýni og ég skil alveg af hverju hún spyr: Hvernig gat þetta gerst og af hverju er þetta svona.“ En finnst Þjóðleikhússtjóra gagnrýnin sanngjörn? „Ég bara fagna allri umræðu og það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á öllu sem við erum að gera hér. Og við bara fögnum því að það sé til umræðu,“ segir Magnús Geir. Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Leikhús Menning Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Söngleikurinn Sem á himni var frumsýndur hér í Þjóðleikhúsinu á föstudag, hugljúf saga sem hverfist um kórstarf í smábæ, en hefur óvænt hrundið af stað áleitinni umræðu um fötlunarfordóma. Allt hófst þetta með óvæginni gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur í Víðsjá á Rás 1, sem fötlunaraktivistar og fleiri hafa tekið undir. Nína fann einkum einni persónu sýningarinnar allt til foráttu; Dodda. Þar væri um að ræða svokallað „cripface“, þegar ófötluð manneskja leikur fatlaða manneskju. Neikvæðar staðalímyndir í forgrunni. Af hverju fann leikhúsið ekki fatlaðan leikara til að túlka Dodda? spurði Nína. Og inntur eftir þessu sama segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri raunar allt opið þegar kemur að ráðningum leikara. En: „Við gerum ekki þá kröfu að allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu heldur hafa þeir hæfni til að setja sig í spor annarra og miðla því á sem árangursríkastan hátt, til þess að sagan skili sér og hafi tilætluð áhrif.“ Edda Björgvinsdóttir leikkona, sem fer með hlutverk í téðri sýningu, stígur skrefinu lengra á Facebook. Spyr hvort menntun skipti engu. „Það sem við erum að gera á Sólheimum er samt áhugamennska í leiklist. Ekki atvinnumennska,“ skrifar Edda. Fagnar allri umræðu Og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðshöfundur, sem einnig er með fötlun, bendir á að fatlaðir leikarar með tilskilda menntun séu einmitt af skornum skammti. Þá er hún ekki endilega á því að æskilegt væri að fá fatlaðan leikara í verkið. „En miðað við hvernig fatlað fólk birtist í verkinu þá held ég að það hefði kannski verið betra að sleppa þessari persónu, miðað við tímana í dag. Ég sá myndina 2004, þá sló mig hvernig þessi fatlaði einstaklingur birtist, sem barn að eilífu. Og spurningin er, af hverju er hann hafður í myndinni? Til þess að þjóna hvaða hlutverki?“ segir Kolbrún. „Þjóðleikhúsið þarf að geta tekið gagnrýni og ég skil alveg af hverju hún spyr: Hvernig gat þetta gerst og af hverju er þetta svona.“ En finnst Þjóðleikhússtjóra gagnrýnin sanngjörn? „Ég bara fagna allri umræðu og það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á öllu sem við erum að gera hér. Og við bara fögnum því að það sé til umræðu,“ segir Magnús Geir.
Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Leikhús Menning Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira