Ofvirkur og ísbirnirnir gerðu útaf við górillurnar Snorri Rafn Hallsson skrifar 23. september 2022 15:02 Ármann og Breiðablik tókust á í Nuke og var það Vargur sem vann hnífalotuna fyrir Ármann sem byrjaði í vörn. Liðin skiptu með sér fyrstu lotunum en framan af var Breiðablik sterkara liðið í sókninni. Þeir fóru létt og leikandi um kortið, héldu sér á lífi. Wanker opnaði og Víruz kláraði lotur vel fyrir Breiðablik en í stöðunni 6–2 fyrir Breiðablik komst Ármann á bragðið. Lið Ármanns er oft lengi í gang en ef þeir komast upp á lagið getur verið erfitt að stöðva þá. Ofvirkur fór fremstur í flokki og skapaði tækifæri fyrir Varg og Hundza til að sópa Breiðabliki upp. Þeir fundu lausnir á reykveggjum andstæðinganna og tókst því á ótrúlegan hátt að vinna 7 lotur í röð og fara inn í síðari hálfleik með ágætis forskot. Staða í hálfleik: Ármann 9 – 6 Breiðablik Breiðablik hefði þurft að vinna skammbyssulotuna til að stöðva sprettinn sem Ármann var kominn á. Sax var með þrefalda fellu en hún dugði ekki gegn Ofvirkum sem kom sprengjunni niður. Furious var einungis sekúndubrotum frá því að aftengja sprengjuna en náði því ekki. Ármann hélt því áfram að raða inn lotunum. Vargur stóð vörðinn á rampinum og fljótlega voru leikmenn Breiðabliks orðnir bæði blankir og ráðalausir. Ármann teygði vel á vörn Breiðabliks til að sækja fellur og vinna samtals 12 lotur í röð og komast í stöðuna 14–6. Gallalaus lota frá Breiðablik þar sem Sax og Lilleehh fóru fyrir liðinu kom Breiðablik aftur inn í leikinn. Tvöfalt vappaplan Ármanns gekk ekki upp á meðan bensíns- og reyksprengjur Breiðabliks ollu miklum usla á kortinu. Þrátt fyrir ágætis tilburði var einfaldlega of langt í land fyrir Breiðablik og var það Hyperactive sem tryggði Ármanni sigurinn þegar hann felldi Lilleehh á sprengjunni í 27. lotu. Lokastaða: Ármann 16 – 11 Breiðablik Næstu leikir liðanna: Ármann – Dusty, þriðjudaginn 27/9, klukkan 20:30 Breiðablik – Viðstöðu, fimmtudaginn 29/9, klukkan 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Ljósleiðaradeildin Ármann Rafíþróttir Tengdar fréttir Ofvirkur og félagar báru Viðstöðu ofurliði Í öðrum leik gærkvöldsins mætti Ármann, með bræðurna Hyper og Ofvirkan innanborðs, Allee, Mozar7 og félögum í Viðstöðu. Ármann hafnaði í fjórða sæti á síðasta tímabili og er nú spáð því þriðja, en lið Viðstöðu tekur sæti Kórdrengja í deildinni og er spáð því sjöunda. 16. september 2022 15:01 Lið Bónda uppskar eins og það sáði Sigurlið Dusty mætti með nýjan hóp til leiks gegn nýliðum Breiðabliks. StebbiC0C0 er aftur mættur til Dusty og er liðinu spáð efsta sætinu í deildinni á þessu tímabili. 16. september 2022 16:02
Ármann og Breiðablik tókust á í Nuke og var það Vargur sem vann hnífalotuna fyrir Ármann sem byrjaði í vörn. Liðin skiptu með sér fyrstu lotunum en framan af var Breiðablik sterkara liðið í sókninni. Þeir fóru létt og leikandi um kortið, héldu sér á lífi. Wanker opnaði og Víruz kláraði lotur vel fyrir Breiðablik en í stöðunni 6–2 fyrir Breiðablik komst Ármann á bragðið. Lið Ármanns er oft lengi í gang en ef þeir komast upp á lagið getur verið erfitt að stöðva þá. Ofvirkur fór fremstur í flokki og skapaði tækifæri fyrir Varg og Hundza til að sópa Breiðabliki upp. Þeir fundu lausnir á reykveggjum andstæðinganna og tókst því á ótrúlegan hátt að vinna 7 lotur í röð og fara inn í síðari hálfleik með ágætis forskot. Staða í hálfleik: Ármann 9 – 6 Breiðablik Breiðablik hefði þurft að vinna skammbyssulotuna til að stöðva sprettinn sem Ármann var kominn á. Sax var með þrefalda fellu en hún dugði ekki gegn Ofvirkum sem kom sprengjunni niður. Furious var einungis sekúndubrotum frá því að aftengja sprengjuna en náði því ekki. Ármann hélt því áfram að raða inn lotunum. Vargur stóð vörðinn á rampinum og fljótlega voru leikmenn Breiðabliks orðnir bæði blankir og ráðalausir. Ármann teygði vel á vörn Breiðabliks til að sækja fellur og vinna samtals 12 lotur í röð og komast í stöðuna 14–6. Gallalaus lota frá Breiðablik þar sem Sax og Lilleehh fóru fyrir liðinu kom Breiðablik aftur inn í leikinn. Tvöfalt vappaplan Ármanns gekk ekki upp á meðan bensíns- og reyksprengjur Breiðabliks ollu miklum usla á kortinu. Þrátt fyrir ágætis tilburði var einfaldlega of langt í land fyrir Breiðablik og var það Hyperactive sem tryggði Ármanni sigurinn þegar hann felldi Lilleehh á sprengjunni í 27. lotu. Lokastaða: Ármann 16 – 11 Breiðablik Næstu leikir liðanna: Ármann – Dusty, þriðjudaginn 27/9, klukkan 20:30 Breiðablik – Viðstöðu, fimmtudaginn 29/9, klukkan 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Ljósleiðaradeildin Ármann Rafíþróttir Tengdar fréttir Ofvirkur og félagar báru Viðstöðu ofurliði Í öðrum leik gærkvöldsins mætti Ármann, með bræðurna Hyper og Ofvirkan innanborðs, Allee, Mozar7 og félögum í Viðstöðu. Ármann hafnaði í fjórða sæti á síðasta tímabili og er nú spáð því þriðja, en lið Viðstöðu tekur sæti Kórdrengja í deildinni og er spáð því sjöunda. 16. september 2022 15:01 Lið Bónda uppskar eins og það sáði Sigurlið Dusty mætti með nýjan hóp til leiks gegn nýliðum Breiðabliks. StebbiC0C0 er aftur mættur til Dusty og er liðinu spáð efsta sætinu í deildinni á þessu tímabili. 16. september 2022 16:02
Ofvirkur og félagar báru Viðstöðu ofurliði Í öðrum leik gærkvöldsins mætti Ármann, með bræðurna Hyper og Ofvirkan innanborðs, Allee, Mozar7 og félögum í Viðstöðu. Ármann hafnaði í fjórða sæti á síðasta tímabili og er nú spáð því þriðja, en lið Viðstöðu tekur sæti Kórdrengja í deildinni og er spáð því sjöunda. 16. september 2022 15:01
Lið Bónda uppskar eins og það sáði Sigurlið Dusty mætti með nýjan hóp til leiks gegn nýliðum Breiðabliks. StebbiC0C0 er aftur mættur til Dusty og er liðinu spáð efsta sætinu í deildinni á þessu tímabili. 16. september 2022 16:02
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti