Fyrstu íbúarnir eru að fara að flytja inn í nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2022 13:06 Móberg, nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi er glæsilegt í alla staði með 60 herbergjum. Aðsend Mikil ánægja og tilhlökkun er á Selfossi með opnun nýs hjúkrunarheimilis á staðnum en þar verða sextíu íbúar, 40 af höfuðborgarsvæðinu og tuttugu af Suðurlandi. Fyrstu íbúarnir flytja inn í heimilið 10. október. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið að sér rekstur nýja hjúkrunarheimilisins, sem hefur fengið nafnið Móberg. Gestum og gangandi bauðst að koma og skoða húsnæðið í vikunni og var það samdóma álit fólks að hjúkrunarheimilið væri allt hið glæsilegasta enda allur aðbúnaður þar eins og best verður á kosið. Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Já, nú styttist í þetta, við erum búin að bíða lengi og erum full tilhlökkunar að taka á móti fyrsti íbúunum. Við erum að fara að taka á móti fólki frá höfuðborgarsvæðinu til þess að reyna að létta á pressunni þar. Það eru alls staðar biðlistar, bæði hér og á höfuðborgarsvæðinu og út um allt land,“ segir Díana en um er að ræða tímabundin rými fyrir fólkið af höfuðborgarsvæðinu. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (t.v.), sem tók á móti gestum, sem mættu til að skoða nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja heimilið er byggt í hring þar sem hvert herbergi er um 25 fermetrar að stærð. Fimm deildir verða á heimilinu og verður fyrsta deildin opnuð 10. október þegar fyrstu íbúarnir flytja inn. Risa útigarður er við heimilið. „Við munum opna nokkuð bratt en jú, við byrjum kannski að taka inn eina til tvær deildir og svo bara koll af kolli eins fljótt og við getum,“ segir Díana. Ingunn Guðjónsdóttir (t.v.) og mamma hennar, Rannveig Einarsdóttir voru meðal fjölmargra gesta, sem skoðuð nýja heimilið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er búið að fylla heimilið nú þegar? „Við erum með nóg af fólki, sem er að bíða, já.“ Hvernig gengur að ráða starfsfólk ? „Það gengur nokkuð vel. Við erum langt komin með það, við erum komin með starfsfólk í fjórar einingar af fimm, þannig að þetta gengur,“ segir Díana. Díana segist skynja mikla tilhlökkun í samfélaginu fyrir opnun nýja hjúkrunarheimilisins Móbergs. „Þetta er glæsilegt heimili, algjörlega. Við erum mjög stolt og hlökkum til að taka á móti fyrstu íbúunum,“ sagði Díana. Og þessar tvær systur voru yfir sig hrifnar af nýja heimilinu, Blaka (t.v.) og Stella.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið að sér rekstur nýja hjúkrunarheimilisins, sem hefur fengið nafnið Móberg. Gestum og gangandi bauðst að koma og skoða húsnæðið í vikunni og var það samdóma álit fólks að hjúkrunarheimilið væri allt hið glæsilegasta enda allur aðbúnaður þar eins og best verður á kosið. Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Já, nú styttist í þetta, við erum búin að bíða lengi og erum full tilhlökkunar að taka á móti fyrsti íbúunum. Við erum að fara að taka á móti fólki frá höfuðborgarsvæðinu til þess að reyna að létta á pressunni þar. Það eru alls staðar biðlistar, bæði hér og á höfuðborgarsvæðinu og út um allt land,“ segir Díana en um er að ræða tímabundin rými fyrir fólkið af höfuðborgarsvæðinu. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (t.v.), sem tók á móti gestum, sem mættu til að skoða nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja heimilið er byggt í hring þar sem hvert herbergi er um 25 fermetrar að stærð. Fimm deildir verða á heimilinu og verður fyrsta deildin opnuð 10. október þegar fyrstu íbúarnir flytja inn. Risa útigarður er við heimilið. „Við munum opna nokkuð bratt en jú, við byrjum kannski að taka inn eina til tvær deildir og svo bara koll af kolli eins fljótt og við getum,“ segir Díana. Ingunn Guðjónsdóttir (t.v.) og mamma hennar, Rannveig Einarsdóttir voru meðal fjölmargra gesta, sem skoðuð nýja heimilið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er búið að fylla heimilið nú þegar? „Við erum með nóg af fólki, sem er að bíða, já.“ Hvernig gengur að ráða starfsfólk ? „Það gengur nokkuð vel. Við erum langt komin með það, við erum komin með starfsfólk í fjórar einingar af fimm, þannig að þetta gengur,“ segir Díana. Díana segist skynja mikla tilhlökkun í samfélaginu fyrir opnun nýja hjúkrunarheimilisins Móbergs. „Þetta er glæsilegt heimili, algjörlega. Við erum mjög stolt og hlökkum til að taka á móti fyrstu íbúunum,“ sagði Díana. Og þessar tvær systur voru yfir sig hrifnar af nýja heimilinu, Blaka (t.v.) og Stella.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira