„Eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2022 16:35 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Vilhelm Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega súr og svekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn Selfyssingum í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Tapið þýðir að Evrópudraumar Blika eru í hættu og Ásmundur segir tilfinninguna ekki góða eftir leik. „Hún er vond, hún er mjög vond,“ sagði Ásmundur aðspurður að því hvernig tilfinningin hjá honum og stelpunum í liðinu væri eftir leikinn. Breiðablik situr enn í öðru sæti deildarinnar með 33 stig þegar liðið á einn leik eftir, en Stjarnan getur lyft sér upp í annað sætið með sigri gegn Þór/KA á morgun. „Að sjálfsögðu komum við hingað til þess að vinna og ekkert annað. Þetta er þá ekki lengur í okkar höndum og það eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd og vinna síðasta leikinn sem er á heimavelli.“ „Við vissum alltaf að hér yrði erfiður leikur því Selfoss er með gott lið. Leikurinn þróaðist fannst mér þannig að Selfyssingarnir byrjuðu sterkt og keyrðu svolítið á okkur. Svo fannst mér við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og við sóttum meira og héldum meira í boltann nánast allan leikinn. En þær refsuðu okkur með tveimur góðum hraðaupphlaupum og okkur gekk ekkert að opna markareikninginn og því fór sem fór.“ Eins og Ásmundur segir sótti Breiðablik mun meira en heimakonur í leiknum og virtust alltaf líklegri til að skora næsta mark. Liðinu gekk þó afar illa að opna vörn Selfyssinga og Ásmundur segir að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins. „Það vantaði gæði í fremta þriðjunginn hjá okkur í dag. Þetta var pínu erfitt og vindhviðurnar höfðu kannski eitthvað um það að segja. En það vantaði eitthvað svona extra á lokaþriðjungnum til að finna lokasendinguna eða lokaskotið. Það klárlega vantaði upp á það hjá okkur.“ Breiðablik tekur á móti Þrótti í lokaumferð Bestu-deildar kvenna næstkomandi sunnudag og þar dugir ekkert minna en sigur ætli liðið sér að eiga möguleika á Evrópusæti. „Það mótiverar sig sjálft. Við komum hundrað prósent klárar í þann leik,“ sagði Ásmundur að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
„Hún er vond, hún er mjög vond,“ sagði Ásmundur aðspurður að því hvernig tilfinningin hjá honum og stelpunum í liðinu væri eftir leikinn. Breiðablik situr enn í öðru sæti deildarinnar með 33 stig þegar liðið á einn leik eftir, en Stjarnan getur lyft sér upp í annað sætið með sigri gegn Þór/KA á morgun. „Að sjálfsögðu komum við hingað til þess að vinna og ekkert annað. Þetta er þá ekki lengur í okkar höndum og það eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd og vinna síðasta leikinn sem er á heimavelli.“ „Við vissum alltaf að hér yrði erfiður leikur því Selfoss er með gott lið. Leikurinn þróaðist fannst mér þannig að Selfyssingarnir byrjuðu sterkt og keyrðu svolítið á okkur. Svo fannst mér við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og við sóttum meira og héldum meira í boltann nánast allan leikinn. En þær refsuðu okkur með tveimur góðum hraðaupphlaupum og okkur gekk ekkert að opna markareikninginn og því fór sem fór.“ Eins og Ásmundur segir sótti Breiðablik mun meira en heimakonur í leiknum og virtust alltaf líklegri til að skora næsta mark. Liðinu gekk þó afar illa að opna vörn Selfyssinga og Ásmundur segir að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins. „Það vantaði gæði í fremta þriðjunginn hjá okkur í dag. Þetta var pínu erfitt og vindhviðurnar höfðu kannski eitthvað um það að segja. En það vantaði eitthvað svona extra á lokaþriðjungnum til að finna lokasendinguna eða lokaskotið. Það klárlega vantaði upp á það hjá okkur.“ Breiðablik tekur á móti Þrótti í lokaumferð Bestu-deildar kvenna næstkomandi sunnudag og þar dugir ekkert minna en sigur ætli liðið sér að eiga möguleika á Evrópusæti. „Það mótiverar sig sjálft. Við komum hundrað prósent klárar í þann leik,“ sagði Ásmundur að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55