Hvetur almenning að líta upp Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 22:06 Sævar Helgi Bragason er ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/Baldur Júpíter, stærsta reikistjarna sólkerfisins, hefur ekki verið nær jörðinni í tæp sextíu ár. Hann er ægibjartur og verður áberandi á næturhimninum næstu daga. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, hvetur almenning til að líta upp. „Hann er búinn að vera það bjartur og áberandi að ég hef fengið margar spurningar um hvað í ósköpunum þetta bjarta á himninum er. En þetta er sem sagt elsku besti gasrisinn okkar, Júpíter, stærsta pláneta sólkerfisins,“ segir Sævar Helgi í samtali við fréttastofu. Því næst hvetur hann blaðamann að líta út um gluggann á skrifstofunni og spyr hvort undirritaður sé með sjónauka við hönd. „Ef að fólk á góðan handsjónauka, svona handkíki, þá er hægt að beina honum að Júpíter og fólk gæti séð svona litla punkta við hlið Júpíters sem raða sér upp nokkurn veginn í línu. Ef fólk sér það þá er það að horfa á tunglin fjögur sem eru í kringum hann - Galíleótunglin fjögur. Þannig að það er hægt að sjá margt með einföldum búnaði og bara njóta fegurðarinnar,“ segir Sævar Helgi. Almenningur þarf þó ekki að örvænta enda verður Júpíter mjög nálægt okkur næstu daga. Í dag er plánetan hins vegar í svokallaðri gagnstöðu, sem merkir að Júpíter, sólin og jörðin raðast í beina línu, og verður gasrisinn því mjög bjartur. Það gerist ekki aftur fyrr en árið 2129. Hvert á fólk að horfa? „Þegar sólin er að setjast þessa dagana þá er hann alltaf að rísa í austri við sólsetur. Svo er hann kominn hátt á loft svona 10 eða 11 og er í suðri um 12. Og svo hverfur hann í morgunbirtuna þegar sólin rís á ný í vestri. Fólk ætti sannarlega að gefa honum gaum, “ segir Sævar Helgi Bragason. Geimurinn Vísindi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
„Hann er búinn að vera það bjartur og áberandi að ég hef fengið margar spurningar um hvað í ósköpunum þetta bjarta á himninum er. En þetta er sem sagt elsku besti gasrisinn okkar, Júpíter, stærsta pláneta sólkerfisins,“ segir Sævar Helgi í samtali við fréttastofu. Því næst hvetur hann blaðamann að líta út um gluggann á skrifstofunni og spyr hvort undirritaður sé með sjónauka við hönd. „Ef að fólk á góðan handsjónauka, svona handkíki, þá er hægt að beina honum að Júpíter og fólk gæti séð svona litla punkta við hlið Júpíters sem raða sér upp nokkurn veginn í línu. Ef fólk sér það þá er það að horfa á tunglin fjögur sem eru í kringum hann - Galíleótunglin fjögur. Þannig að það er hægt að sjá margt með einföldum búnaði og bara njóta fegurðarinnar,“ segir Sævar Helgi. Almenningur þarf þó ekki að örvænta enda verður Júpíter mjög nálægt okkur næstu daga. Í dag er plánetan hins vegar í svokallaðri gagnstöðu, sem merkir að Júpíter, sólin og jörðin raðast í beina línu, og verður gasrisinn því mjög bjartur. Það gerist ekki aftur fyrr en árið 2129. Hvert á fólk að horfa? „Þegar sólin er að setjast þessa dagana þá er hann alltaf að rísa í austri við sólsetur. Svo er hann kominn hátt á loft svona 10 eða 11 og er í suðri um 12. Og svo hverfur hann í morgunbirtuna þegar sólin rís á ný í vestri. Fólk ætti sannarlega að gefa honum gaum, “ segir Sævar Helgi Bragason.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira