„Fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 09:00 Gunnar Nielsen Vísir/Bára Dröfn Gunnar Nielsen, markvörður FH og færeyska landsliðsins, segir viðsnúning hafa orðið hjá liðinu frá því að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn í sumar. Hann kveðst svekktur að vera á bekknum hjá liðinu en styður sína menn sem hann hefur trú á að geti unnið Víking í bikarúrslitum um helgina. Fáum hefur dulist erfitt gengi FH-inga í sumar sem enduðu 22 leikja mót í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 19 stig, einu á eftir Leikni og ÍBV sem eru þar fyrir ofan. Gunnar segir ekkert hægt að fara í felur með það að sumarið hafi reynst erfitt. „Þetta er búið að vera erfitt sumar hjá FH. FH er stórt félag á Íslandi er alltaf vant því að vera á toppnum en svo erum við lentir í þessu og þegar maður lendir fyrst í þessu er oft erfitt að snúa því við,“ segir Gunnar, sem segir þó hluti hafa snúist við eftir að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn á Sjónarhóli í Kaplakrika í sumar. „En við finnum bara núna að það er allt önnur tilfinning í hópnum og innan félagsins líka. Þó svo að við höfum tapað síðasta leik finnst manni þetta vera á uppleið og svo er líka þessi bikarúrslitaleikur á laugardaginn sem er geggjað tækifæri, þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt sumar, að spila úrslitaleik þar sem allt getur gerst,“ Erfitt að vera á bekknum en stendur að baki liðinu Gunnar missti stöðu sína til Atla Gunnars Guðmundssonar í sumar þar sem þjálfarar FH vildu breyta til. Þá hefur hann einnig glímt við meiðsli. „Það er alltaf erfitt, líka þegar maður er búinn að vera aðalmarkvörður hjá FH í nokkur ár. Að missa stöðuna er alltaf erfitt. Atli er hins vegar búinn að standa sig vel. Svo er ég líka búinn að vera eitthvað meiddur í sumar og missa út æfingar og leiki út af því líka,“ segir Gunnar og bætir við: „En ég er búinn í þessu í mörg ár, ég veit hvernig þetta er, svona er boltinn. Ég get velt mér upp hvað þetta sér erfitt og leiðinlegt fyrir mig og allt það, en það er ekki að fara að hjálpa. Ég þarf bara að halda áfram og ég styð liðið 100 prósent,“ Gunnar var í leikmannahópi Færeyja sem unnu Tyrkland í vikunni. Í ljósi þess óvænta sigurs hefur hann fulla trú á því að FH geti orðið bikarmeistari á laugardaginn. Liðið mætir ríkjandi bikarmeisturum Víkings á Laugardalsvelli klukkan 16:00 þann daginn. „Það er bara mjög góð stemning. Ég er að vísu búinn að vera með landsliðinu í viku en þeir eru búnri að æfa á fullu, menn eru klárir í þetta og þetta er geggjað tækifæri. Að sjálfsögðu eru Víkingar með gott lið, við vitum það allir. En þetta er einn leikur, og fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking núna á laugardaginn,“ FH Besta deild karla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Fáum hefur dulist erfitt gengi FH-inga í sumar sem enduðu 22 leikja mót í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 19 stig, einu á eftir Leikni og ÍBV sem eru þar fyrir ofan. Gunnar segir ekkert hægt að fara í felur með það að sumarið hafi reynst erfitt. „Þetta er búið að vera erfitt sumar hjá FH. FH er stórt félag á Íslandi er alltaf vant því að vera á toppnum en svo erum við lentir í þessu og þegar maður lendir fyrst í þessu er oft erfitt að snúa því við,“ segir Gunnar, sem segir þó hluti hafa snúist við eftir að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn á Sjónarhóli í Kaplakrika í sumar. „En við finnum bara núna að það er allt önnur tilfinning í hópnum og innan félagsins líka. Þó svo að við höfum tapað síðasta leik finnst manni þetta vera á uppleið og svo er líka þessi bikarúrslitaleikur á laugardaginn sem er geggjað tækifæri, þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt sumar, að spila úrslitaleik þar sem allt getur gerst,“ Erfitt að vera á bekknum en stendur að baki liðinu Gunnar missti stöðu sína til Atla Gunnars Guðmundssonar í sumar þar sem þjálfarar FH vildu breyta til. Þá hefur hann einnig glímt við meiðsli. „Það er alltaf erfitt, líka þegar maður er búinn að vera aðalmarkvörður hjá FH í nokkur ár. Að missa stöðuna er alltaf erfitt. Atli er hins vegar búinn að standa sig vel. Svo er ég líka búinn að vera eitthvað meiddur í sumar og missa út æfingar og leiki út af því líka,“ segir Gunnar og bætir við: „En ég er búinn í þessu í mörg ár, ég veit hvernig þetta er, svona er boltinn. Ég get velt mér upp hvað þetta sér erfitt og leiðinlegt fyrir mig og allt það, en það er ekki að fara að hjálpa. Ég þarf bara að halda áfram og ég styð liðið 100 prósent,“ Gunnar var í leikmannahópi Færeyja sem unnu Tyrkland í vikunni. Í ljósi þess óvænta sigurs hefur hann fulla trú á því að FH geti orðið bikarmeistari á laugardaginn. Liðið mætir ríkjandi bikarmeisturum Víkings á Laugardalsvelli klukkan 16:00 þann daginn. „Það er bara mjög góð stemning. Ég er að vísu búinn að vera með landsliðinu í viku en þeir eru búnri að æfa á fullu, menn eru klárir í þetta og þetta er geggjað tækifæri. Að sjálfsögðu eru Víkingar með gott lið, við vitum það allir. En þetta er einn leikur, og fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking núna á laugardaginn,“
FH Besta deild karla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira