Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Árni Sæberg skrifar 29. september 2022 20:48 Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stöð 2 Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. „Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára. Hann var til langs tíma tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og um leið formaður verkefnavalsnefndar hennar,“ segir í færslu Bjarna Frímanns á Facebook. Í færslunni tíundar Bjarni Frímann það hvernig hann greindi stjórnendum Sinfóníunnar frá ofbeldinu sem hann hafði orðið fyrir af hálfu Árna Heimis. Hann segist fyrst hafa sagt þáverandi framkvæmdastjóra, Örnu Kristínu Einarsdóttur árið 2018 en hún ekkert aðhafst í málinu. Hann hafi því þurft að vinna áfram með Árna Heimi. Þá segir hann að hann hafi einnig greint Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, núverandi framkvæmdarstjóra, og Evu Ollikainen, núverandi aðalhljómsveitarstjóra, frá málinu um leið og þær hófu störf hjá SÍ. Þær hafi heldur ekkert aðhafst. Lára Sóley segir í skriflegu svari við fyrirspurn Ríkisútvarpsins að Bjarni Frímann hafi ekki viljað fara lengra með málið á sínum tíma og því hafi hendur stjórnenda verið bundnar. „Við erum með mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir innan hljómsveitarinnar til að taka á málum sem þessum, en ef þolandi vill ekki að farið sé lengra með málið þá getur það takmarkað möguleika sem við höfum í stöðunni,“ hefur Rúv eftir Láru Sóleyju. Hún segist þó telja að tilefni sé til að taka málið upp að nýju, nú þegar Bjarni Frímann hefur talað opinberlega um það. Sinfóníuhljómsveit Íslands Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónslistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. „Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára. Hann var til langs tíma tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og um leið formaður verkefnavalsnefndar hennar,“ segir í færslu Bjarna Frímanns á Facebook. Í færslunni tíundar Bjarni Frímann það hvernig hann greindi stjórnendum Sinfóníunnar frá ofbeldinu sem hann hafði orðið fyrir af hálfu Árna Heimis. Hann segist fyrst hafa sagt þáverandi framkvæmdastjóra, Örnu Kristínu Einarsdóttur árið 2018 en hún ekkert aðhafst í málinu. Hann hafi því þurft að vinna áfram með Árna Heimi. Þá segir hann að hann hafi einnig greint Láru Sóleyju Jóhannsdóttur, núverandi framkvæmdarstjóra, og Evu Ollikainen, núverandi aðalhljómsveitarstjóra, frá málinu um leið og þær hófu störf hjá SÍ. Þær hafi heldur ekkert aðhafst. Lára Sóley segir í skriflegu svari við fyrirspurn Ríkisútvarpsins að Bjarni Frímann hafi ekki viljað fara lengra með málið á sínum tíma og því hafi hendur stjórnenda verið bundnar. „Við erum með mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir innan hljómsveitarinnar til að taka á málum sem þessum, en ef þolandi vill ekki að farið sé lengra með málið þá getur það takmarkað möguleika sem við höfum í stöðunni,“ hefur Rúv eftir Láru Sóleyju. Hún segist þó telja að tilefni sé til að taka málið upp að nýju, nú þegar Bjarni Frímann hefur talað opinberlega um það.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónslistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónslistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55