„Jón Baldvin hagar sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. október 2022 23:17 Ingibjörg Sólrún segist hafa beitt sig hörðu til að lesa nýjustu frásögn af Jóni Baldvini. Hún bað Jón Baldvin um að segja sig frá heiðurssæti Samfylkingarinnar árið 2007 vegna frásagnar konu sem sagði frá meintu ofbeldi Jóns. samsett/vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa sagt sig frá heiðurssæti lista Samfylkingar árið 2007 að beiðni hennar. Hann hafi hins vegar kvartað yfir höfnuninni í sjónvarpi skömmu síðar vitandi að Ingibjörg Sólrún gæti ekki greint frá hinni raunverulegu ástæðu: frásögnum kvenna af kynferðislegum samskiptum við þær sem unglingsstúlkur. Frá þessu greinir Ingibjörg Sólrún á Facebook. Þar segist hún hafa lesið allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið þar sem sagt er frá meintum kynferðisbrotum og áreiti Jóns Baldvins. Hún hafi tekið þar eftir mynstri sem gangi eins og rauður þráður í gegnum atfeli Jóns. „Ekki meir, ekki meir“ „Jón Baldvin hagar sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni - oftar en ekki einstakling sem er ekki með sterkt bakland - sækir að henni með skipulögðum hætti, sýnir henni áhuga, jafnvel trúnað, vingast við hana og vinnur traust hennar. Þegar traustið er komið er eftirleikurinn auðveldur. Þetta er lýsing á ótrúlega ljótum og ójöfnum leik þar sem kennarinn, skólameistarinn, ráðherrann og sendiherrann misbeitir valdi sínu og sækir að unglingsstúlkum,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. Kveikjan að skrifum Ingibjargar er umfjöllun Stundarinnar um dagbókarskrif fimmtán ára stúlku vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar. „Jón Baldvin Hannibalsson ekki meir, ekki meir, hugsaði ég þegar ég frétti af þessu máli í síðustu viku og beitti mig eiginlega hörðu til að lesa þessa frásögn,“ skrifar Ingibjörg í upphafi færslu sinnar en segir dagbókarfærslur Þóru Hreinsdóttur ótrúlega merkilega heimild um meintar aðferðir Jóns Baldvins. Flottir karlar beiti ofbeldi Hún segist greina frá fyrrgreindu núna þar sem Jón Baldvin hafi aldrei viðurkennt misgjörðir sínar, margir láti þær sér í léttu rúmi liggja þar sem þeim finnst Jón Baldvin hafa lagt svo margt að mörkum í íslenskri pólitík. „Ég skrifa þetta líka vegna þess að mál JBH er ekkert einsdæmi. Oft berast sögur af kynferðisáreitni og nauðung af hálfu karla sem eru vel liðnir, hæfleikaríkir, vel metnir og hátt á kvisti í verðleikasamfélaginu. Við eigum mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum. En það gerist nú samt og ef við neitum að horfast í augu við það þá er okkur líkt farið og fólki fyrri alda sem þagði yfir eða lét kyrrt liggja að heldri menn og valdsmenn misnotuðu undirsáta sína,“ skrifar Ingibjörg í lok færslu sinnar og þakkar Valgerði Þorsteinsdóttur, dóttur Þóru fyrir að birta dagbókarfærslurnar. Samfylkingin Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Frá þessu greinir Ingibjörg Sólrún á Facebook. Þar segist hún hafa lesið allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið þar sem sagt er frá meintum kynferðisbrotum og áreiti Jóns Baldvins. Hún hafi tekið þar eftir mynstri sem gangi eins og rauður þráður í gegnum atfeli Jóns. „Ekki meir, ekki meir“ „Jón Baldvin hagar sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni - oftar en ekki einstakling sem er ekki með sterkt bakland - sækir að henni með skipulögðum hætti, sýnir henni áhuga, jafnvel trúnað, vingast við hana og vinnur traust hennar. Þegar traustið er komið er eftirleikurinn auðveldur. Þetta er lýsing á ótrúlega ljótum og ójöfnum leik þar sem kennarinn, skólameistarinn, ráðherrann og sendiherrann misbeitir valdi sínu og sækir að unglingsstúlkum,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. Kveikjan að skrifum Ingibjargar er umfjöllun Stundarinnar um dagbókarskrif fimmtán ára stúlku vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar. „Jón Baldvin Hannibalsson ekki meir, ekki meir, hugsaði ég þegar ég frétti af þessu máli í síðustu viku og beitti mig eiginlega hörðu til að lesa þessa frásögn,“ skrifar Ingibjörg í upphafi færslu sinnar en segir dagbókarfærslur Þóru Hreinsdóttur ótrúlega merkilega heimild um meintar aðferðir Jóns Baldvins. Flottir karlar beiti ofbeldi Hún segist greina frá fyrrgreindu núna þar sem Jón Baldvin hafi aldrei viðurkennt misgjörðir sínar, margir láti þær sér í léttu rúmi liggja þar sem þeim finnst Jón Baldvin hafa lagt svo margt að mörkum í íslenskri pólitík. „Ég skrifa þetta líka vegna þess að mál JBH er ekkert einsdæmi. Oft berast sögur af kynferðisáreitni og nauðung af hálfu karla sem eru vel liðnir, hæfleikaríkir, vel metnir og hátt á kvisti í verðleikasamfélaginu. Við eigum mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum. En það gerist nú samt og ef við neitum að horfast í augu við það þá er okkur líkt farið og fólki fyrri alda sem þagði yfir eða lét kyrrt liggja að heldri menn og valdsmenn misnotuðu undirsáta sína,“ skrifar Ingibjörg í lok færslu sinnar og þakkar Valgerði Þorsteinsdóttur, dóttur Þóru fyrir að birta dagbókarfærslurnar.
Samfylkingin Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira