Hafnar fullyrðingum ASÍ um óhagkvæmni rafbílastuðnings Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2022 19:42 Ríkið ætlar að hætta ívilnunum fyrir rafbílakaup og leggja lágmarksvörugjald á þá. Vísir/Vilhelm Formaður Rafbílasambands Íslands segir fullyrðingar sérfræðings ASÍ um að hvatar til kaupa á rafbílum séu óhagkvæmar rangar. Hann tekur þó undir ákall ASÍ um að strætó ætti að vera gjaldfrjáls. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum, gagnrýndi að ríkið setti nífalt meira fé í ívilnanir vegna kaupa á rafbílum en til að styrkja almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Fullyrti hún að niðurgreiðslur á rafbílum væru taldar óskilvirkar og óhagkvæmar sem loftslagsaðgerð. Kaupendur rafbíla hefðu keypt sér rafbíla þó að ívilnanna nyti ekki við. Í grein á vef ASÍ var því haldið fram að niðurgreiðslur á raf- og tengiltvinnbílum nýttust frekar þeim tekjuhærri en lægri en því ýttu þær undir ójöfnuð. Þessu hafnar Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, í yfirlýsingu vegna fullyrðinga ASÍ. Segir hann grein ASÍ byggast nánast alfarið á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem hann telur byggja á kolröngum forsendum. Í henni sé meðal annars gert ráð fyrir óbreyttri niðurgreiðslu á virðisaukaskatti á rafbíla út árið 2030 og að eldsneytisverð sé tugum króna lægra en það er nú. Tómas segir orkuskipti í samgöngum að langmestu leyti knúin áfram af einstaklingum sem kjósa að kaupa sér rafbíl í stað jarðefnaeldsneytisbíls en ekki með beinum fjárútlátum úr ríkissjóði. Stefnuleysi stjórnvalda komi í veg fyrir rafbílavæðingu bílaleigubílaflotans Fjármálaráðherra hefur lagt til að afnema ívilnanir fyrir rafbíla og ætlar þess í stað að leggja á þá 5% vörugjald á næsta ári. Tómas segir að stefnuleysi stjórnvalda og andstaða við áframhaldandi ívilnanir hafi leitt til þess að ekki hafi tekist að byggja upp það innviðanet á landsbyggðinni sem þurfi til að bílaleigur landsins geti boðið upp á rafbíla. Þar sem bílaleigur flytji inn um helming allra nýrri bíla myndu slíkar aðgerðir skila miklu magni rafbíla í hendur kaupenda notaðra bíla. Augljós jákvæð áhrif fyrir þá efnaminni Fettir Tómas fingur út í fullyrðingar um að stór hluti kaupenda rafbíla hefði gert það án þess að sérstakra ívilnana nyti við. Heimild ASÍ fyrir því sé tæplega áratugsgömul grein frá Bandaríkjunum þegar markaður með rafbíla var mun skemur á veg komin og eldsneytisverð þar í landi mun lægra en það er á Íslandi. „Á þessum tíma var vöruúrval rafbíla á Bandaríkjamarkaði hvorki fugl né fiskur miðað við hvernig staðan er í dag og algjörlega ljóst að þeir frumkvöðlar sem tóku þátt í fyrstu skrefum rafbílavæðingar þar í landi hefðu trúlega ekki látið endurgreiðslu á skatti hafa áhrif á val sitt,“ segir í yfirlýsingu Tómasar fyrir hönd Rafbílasambandsins. Hvað fullyrðingar ASÍ um að ívilnanir fyrir rafbílakaup auki á ójöfnuð og gagnist aðeins þeim tekjuhærri segir Tómas að þær megi rekja til rökleysu úr skýrslu Hagfræðistofnunar. Ívilnanir hafi gert rafbíla samkeppnishæfa í verði við sambærilega eldsneytisbíla. „Staðreyndin er samt sú að fólk með lægri tekjur hefur aldrei haft neitt sérstaklega auðvelt með að kaupa nýja bíla, hvort sem það eru rafbílar eða eldsneytisbílar,“ segir hann. Það hafi aftur á móti augljós jákvæð áhrif á efnaminni einstaklinga að geta keypt notaða rafbíla sem kosti aðeins nokkrar krónur að aka hvern kílómetra. Hátt eldsneytsiverð og viðhaldskostnaður geti verið afar íþyngjandi fyrir efnaminni einstaklinga og því ætti það að vera hagsmunamál ASÍ að tala fyrir því að sem flestir njóti þess að vera á rafbíl. Fjölmargir kostir við gjaldfrjálsan Strætó Þrátt fyrir óánægju sína með fyrrnefndar fullyrðingar ASÍ segist Tómas sammála sambandinu um það að Strætó eigi að vera gjaldfrjáls. „Það eru fjölmargir kostir við það og nú þegar hlutfall rafdrifinna vagna í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu er að aukast þá er ljóst að rekstrarkostnaður Strætó bs. mun lækka mikið, vonandi nógu mikið til að hægt sé að gera þjónustuna gjaldfrjálsa fljótlega,“ segir í yfirlýsingu hans. Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur ASÍ í umhverfis- og neytendamálum, gagnrýndi að ríkið setti nífalt meira fé í ívilnanir vegna kaupa á rafbílum en til að styrkja almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Fullyrti hún að niðurgreiðslur á rafbílum væru taldar óskilvirkar og óhagkvæmar sem loftslagsaðgerð. Kaupendur rafbíla hefðu keypt sér rafbíla þó að ívilnanna nyti ekki við. Í grein á vef ASÍ var því haldið fram að niðurgreiðslur á raf- og tengiltvinnbílum nýttust frekar þeim tekjuhærri en lægri en því ýttu þær undir ójöfnuð. Þessu hafnar Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, í yfirlýsingu vegna fullyrðinga ASÍ. Segir hann grein ASÍ byggast nánast alfarið á skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem hann telur byggja á kolröngum forsendum. Í henni sé meðal annars gert ráð fyrir óbreyttri niðurgreiðslu á virðisaukaskatti á rafbíla út árið 2030 og að eldsneytisverð sé tugum króna lægra en það er nú. Tómas segir orkuskipti í samgöngum að langmestu leyti knúin áfram af einstaklingum sem kjósa að kaupa sér rafbíl í stað jarðefnaeldsneytisbíls en ekki með beinum fjárútlátum úr ríkissjóði. Stefnuleysi stjórnvalda komi í veg fyrir rafbílavæðingu bílaleigubílaflotans Fjármálaráðherra hefur lagt til að afnema ívilnanir fyrir rafbíla og ætlar þess í stað að leggja á þá 5% vörugjald á næsta ári. Tómas segir að stefnuleysi stjórnvalda og andstaða við áframhaldandi ívilnanir hafi leitt til þess að ekki hafi tekist að byggja upp það innviðanet á landsbyggðinni sem þurfi til að bílaleigur landsins geti boðið upp á rafbíla. Þar sem bílaleigur flytji inn um helming allra nýrri bíla myndu slíkar aðgerðir skila miklu magni rafbíla í hendur kaupenda notaðra bíla. Augljós jákvæð áhrif fyrir þá efnaminni Fettir Tómas fingur út í fullyrðingar um að stór hluti kaupenda rafbíla hefði gert það án þess að sérstakra ívilnana nyti við. Heimild ASÍ fyrir því sé tæplega áratugsgömul grein frá Bandaríkjunum þegar markaður með rafbíla var mun skemur á veg komin og eldsneytisverð þar í landi mun lægra en það er á Íslandi. „Á þessum tíma var vöruúrval rafbíla á Bandaríkjamarkaði hvorki fugl né fiskur miðað við hvernig staðan er í dag og algjörlega ljóst að þeir frumkvöðlar sem tóku þátt í fyrstu skrefum rafbílavæðingar þar í landi hefðu trúlega ekki látið endurgreiðslu á skatti hafa áhrif á val sitt,“ segir í yfirlýsingu Tómasar fyrir hönd Rafbílasambandsins. Hvað fullyrðingar ASÍ um að ívilnanir fyrir rafbílakaup auki á ójöfnuð og gagnist aðeins þeim tekjuhærri segir Tómas að þær megi rekja til rökleysu úr skýrslu Hagfræðistofnunar. Ívilnanir hafi gert rafbíla samkeppnishæfa í verði við sambærilega eldsneytisbíla. „Staðreyndin er samt sú að fólk með lægri tekjur hefur aldrei haft neitt sérstaklega auðvelt með að kaupa nýja bíla, hvort sem það eru rafbílar eða eldsneytisbílar,“ segir hann. Það hafi aftur á móti augljós jákvæð áhrif á efnaminni einstaklinga að geta keypt notaða rafbíla sem kosti aðeins nokkrar krónur að aka hvern kílómetra. Hátt eldsneytsiverð og viðhaldskostnaður geti verið afar íþyngjandi fyrir efnaminni einstaklinga og því ætti það að vera hagsmunamál ASÍ að tala fyrir því að sem flestir njóti þess að vera á rafbíl. Fjölmargir kostir við gjaldfrjálsan Strætó Þrátt fyrir óánægju sína með fyrrnefndar fullyrðingar ASÍ segist Tómas sammála sambandinu um það að Strætó eigi að vera gjaldfrjáls. „Það eru fjölmargir kostir við það og nú þegar hlutfall rafdrifinna vagna í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu er að aukast þá er ljóst að rekstrarkostnaður Strætó bs. mun lækka mikið, vonandi nógu mikið til að hægt sé að gera þjónustuna gjaldfrjálsa fljótlega,“ segir í yfirlýsingu hans.
Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira