Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2022 14:51 Yfir sextíu prósent þeirra flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu. AP/Sergei Grits Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. Fjöldahjálparstöðin er opnuð að beiðni stjórnvalda vegna mikillar fjölgunar á komu flóttafólks til landsins en að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum, er um að ræða varúðarráðstöfun af hálfu stjórnvalda. „Það hafa verið tveir stórir mánuðir, þessi mánuður og síðasti, sem að gera það að verkum að stjórnvöld hafa í rauninni ekki getað fundið húsnæði fyrir alla í þá svona hefðbundnum úrræðum sem að umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í,“ segir Atli. Embætti ríkislögreglustjóra hækkaði í síðasta mánuði viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags en talið er að umsækjendum um alþjóðlega vernd muni fjölga hlutfallslega meira á síðustu mánuðum ársins. Skammtímaúrræði væru að nálgast fulla nýtingu og langtímaúrræði sem rekin væru af Fjölmenningarsetri og sveitarfélögum nánast fullnýtt. Gert er ráð fyrir að fjöldahjálparstöðin í Borgartúni geti tekið á móti allt að 150 manns.Vísir/Sigurjón Ákvörðunin um að opna fjöldahjálparstöð var loks tekin í gær og undirbúningur hófst í morgun en fjöldahjálparstöðin verður staðsett í herbergjum í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. „Við gerum ráð fyrir að geta tekið á móti hundrað og jafnvel upp í 150 manns hér en við gerum ráð fyrir að hver og einn verði að í þjónustu hjá okkur að hámarki í þrjá sólarhringa. Þannig við erum bara að búa til svona brú yfir í þá önnur úrræði á vegum stjórnvalda,“ segir Atli. Fleiri sveitarfélög þurfi að koma að borðinu Þetta er í fyrsta sinn sem fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn er opnuð hér á landi en Atli bendir á að Rauði krossinn á Íslandi hafi mikla reynslu af því að opna fjöldahjálpastöðvar, þó í öðrum tilgangi. „Þetta er svona ákveðið neyðarúrræði í ástandi sem er ekki hægt að flokka sem neyðarástand eins og venjulega er,“ segir Atli. Miðað er við að hver einstaklingur dvelji aðeins hjá fjöldahjálparstöðinni í að hámarki þrjá sólarhringa.Vísir/Sigurjón Yfir sextíu prósent flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu en einnig eru margir frá Venesúela. Þá eru einnig flóttamenn frá Sýrlandi, Palestínu, Afganistan, og sambærilegum ríkjum. Það sem af er ári hafa 3.003 flóttamenn komið til Íslands, þar af 1.797 frá Úkraínu. Í september komu rúmlega fjögur hundruð flóttamenn og síðustu tvær vikur hafa 219 leitað verndar, þar af rúmlega helmingur frá öðrum löndum en Úkraínu. Atli segir stjórnvöld hafa staðið sig vel í að takast á við þá áskorun sem aukinn fjöldi flóttamanna hefur haft í för með sér en sveitarfélögin þurfi einnig að koma að borðinu og taka þátt í þessu stóra verkefni. „Án fleiri sveitarfélaga þá verður róðurinn þyngri en hann léttist með aðkomu fleiri sveitarfélaga sem koma að borðinu og taka þátt í verkefninu,“ segir Atli. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Fjöldahjálparstöðin er opnuð að beiðni stjórnvalda vegna mikillar fjölgunar á komu flóttafólks til landsins en að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum, er um að ræða varúðarráðstöfun af hálfu stjórnvalda. „Það hafa verið tveir stórir mánuðir, þessi mánuður og síðasti, sem að gera það að verkum að stjórnvöld hafa í rauninni ekki getað fundið húsnæði fyrir alla í þá svona hefðbundnum úrræðum sem að umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í,“ segir Atli. Embætti ríkislögreglustjóra hækkaði í síðasta mánuði viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags en talið er að umsækjendum um alþjóðlega vernd muni fjölga hlutfallslega meira á síðustu mánuðum ársins. Skammtímaúrræði væru að nálgast fulla nýtingu og langtímaúrræði sem rekin væru af Fjölmenningarsetri og sveitarfélögum nánast fullnýtt. Gert er ráð fyrir að fjöldahjálparstöðin í Borgartúni geti tekið á móti allt að 150 manns.Vísir/Sigurjón Ákvörðunin um að opna fjöldahjálparstöð var loks tekin í gær og undirbúningur hófst í morgun en fjöldahjálparstöðin verður staðsett í herbergjum í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. „Við gerum ráð fyrir að geta tekið á móti hundrað og jafnvel upp í 150 manns hér en við gerum ráð fyrir að hver og einn verði að í þjónustu hjá okkur að hámarki í þrjá sólarhringa. Þannig við erum bara að búa til svona brú yfir í þá önnur úrræði á vegum stjórnvalda,“ segir Atli. Fleiri sveitarfélög þurfi að koma að borðinu Þetta er í fyrsta sinn sem fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn er opnuð hér á landi en Atli bendir á að Rauði krossinn á Íslandi hafi mikla reynslu af því að opna fjöldahjálpastöðvar, þó í öðrum tilgangi. „Þetta er svona ákveðið neyðarúrræði í ástandi sem er ekki hægt að flokka sem neyðarástand eins og venjulega er,“ segir Atli. Miðað er við að hver einstaklingur dvelji aðeins hjá fjöldahjálparstöðinni í að hámarki þrjá sólarhringa.Vísir/Sigurjón Yfir sextíu prósent flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu en einnig eru margir frá Venesúela. Þá eru einnig flóttamenn frá Sýrlandi, Palestínu, Afganistan, og sambærilegum ríkjum. Það sem af er ári hafa 3.003 flóttamenn komið til Íslands, þar af 1.797 frá Úkraínu. Í september komu rúmlega fjögur hundruð flóttamenn og síðustu tvær vikur hafa 219 leitað verndar, þar af rúmlega helmingur frá öðrum löndum en Úkraínu. Atli segir stjórnvöld hafa staðið sig vel í að takast á við þá áskorun sem aukinn fjöldi flóttamanna hefur haft í för með sér en sveitarfélögin þurfi einnig að koma að borðinu og taka þátt í þessu stóra verkefni. „Án fleiri sveitarfélaga þá verður róðurinn þyngri en hann léttist með aðkomu fleiri sveitarfélaga sem koma að borðinu og taka þátt í verkefninu,“ segir Atli.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent