Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2022 14:51 Yfir sextíu prósent þeirra flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu. AP/Sergei Grits Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. Fjöldahjálparstöðin er opnuð að beiðni stjórnvalda vegna mikillar fjölgunar á komu flóttafólks til landsins en að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum, er um að ræða varúðarráðstöfun af hálfu stjórnvalda. „Það hafa verið tveir stórir mánuðir, þessi mánuður og síðasti, sem að gera það að verkum að stjórnvöld hafa í rauninni ekki getað fundið húsnæði fyrir alla í þá svona hefðbundnum úrræðum sem að umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í,“ segir Atli. Embætti ríkislögreglustjóra hækkaði í síðasta mánuði viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags en talið er að umsækjendum um alþjóðlega vernd muni fjölga hlutfallslega meira á síðustu mánuðum ársins. Skammtímaúrræði væru að nálgast fulla nýtingu og langtímaúrræði sem rekin væru af Fjölmenningarsetri og sveitarfélögum nánast fullnýtt. Gert er ráð fyrir að fjöldahjálparstöðin í Borgartúni geti tekið á móti allt að 150 manns.Vísir/Sigurjón Ákvörðunin um að opna fjöldahjálparstöð var loks tekin í gær og undirbúningur hófst í morgun en fjöldahjálparstöðin verður staðsett í herbergjum í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. „Við gerum ráð fyrir að geta tekið á móti hundrað og jafnvel upp í 150 manns hér en við gerum ráð fyrir að hver og einn verði að í þjónustu hjá okkur að hámarki í þrjá sólarhringa. Þannig við erum bara að búa til svona brú yfir í þá önnur úrræði á vegum stjórnvalda,“ segir Atli. Fleiri sveitarfélög þurfi að koma að borðinu Þetta er í fyrsta sinn sem fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn er opnuð hér á landi en Atli bendir á að Rauði krossinn á Íslandi hafi mikla reynslu af því að opna fjöldahjálpastöðvar, þó í öðrum tilgangi. „Þetta er svona ákveðið neyðarúrræði í ástandi sem er ekki hægt að flokka sem neyðarástand eins og venjulega er,“ segir Atli. Miðað er við að hver einstaklingur dvelji aðeins hjá fjöldahjálparstöðinni í að hámarki þrjá sólarhringa.Vísir/Sigurjón Yfir sextíu prósent flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu en einnig eru margir frá Venesúela. Þá eru einnig flóttamenn frá Sýrlandi, Palestínu, Afganistan, og sambærilegum ríkjum. Það sem af er ári hafa 3.003 flóttamenn komið til Íslands, þar af 1.797 frá Úkraínu. Í september komu rúmlega fjögur hundruð flóttamenn og síðustu tvær vikur hafa 219 leitað verndar, þar af rúmlega helmingur frá öðrum löndum en Úkraínu. Atli segir stjórnvöld hafa staðið sig vel í að takast á við þá áskorun sem aukinn fjöldi flóttamanna hefur haft í för með sér en sveitarfélögin þurfi einnig að koma að borðinu og taka þátt í þessu stóra verkefni. „Án fleiri sveitarfélaga þá verður róðurinn þyngri en hann léttist með aðkomu fleiri sveitarfélaga sem koma að borðinu og taka þátt í verkefninu,“ segir Atli. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fjöldahjálparstöðin er opnuð að beiðni stjórnvalda vegna mikillar fjölgunar á komu flóttafólks til landsins en að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum, er um að ræða varúðarráðstöfun af hálfu stjórnvalda. „Það hafa verið tveir stórir mánuðir, þessi mánuður og síðasti, sem að gera það að verkum að stjórnvöld hafa í rauninni ekki getað fundið húsnæði fyrir alla í þá svona hefðbundnum úrræðum sem að umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í,“ segir Atli. Embætti ríkislögreglustjóra hækkaði í síðasta mánuði viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags en talið er að umsækjendum um alþjóðlega vernd muni fjölga hlutfallslega meira á síðustu mánuðum ársins. Skammtímaúrræði væru að nálgast fulla nýtingu og langtímaúrræði sem rekin væru af Fjölmenningarsetri og sveitarfélögum nánast fullnýtt. Gert er ráð fyrir að fjöldahjálparstöðin í Borgartúni geti tekið á móti allt að 150 manns.Vísir/Sigurjón Ákvörðunin um að opna fjöldahjálparstöð var loks tekin í gær og undirbúningur hófst í morgun en fjöldahjálparstöðin verður staðsett í herbergjum í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. „Við gerum ráð fyrir að geta tekið á móti hundrað og jafnvel upp í 150 manns hér en við gerum ráð fyrir að hver og einn verði að í þjónustu hjá okkur að hámarki í þrjá sólarhringa. Þannig við erum bara að búa til svona brú yfir í þá önnur úrræði á vegum stjórnvalda,“ segir Atli. Fleiri sveitarfélög þurfi að koma að borðinu Þetta er í fyrsta sinn sem fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn er opnuð hér á landi en Atli bendir á að Rauði krossinn á Íslandi hafi mikla reynslu af því að opna fjöldahjálpastöðvar, þó í öðrum tilgangi. „Þetta er svona ákveðið neyðarúrræði í ástandi sem er ekki hægt að flokka sem neyðarástand eins og venjulega er,“ segir Atli. Miðað er við að hver einstaklingur dvelji aðeins hjá fjöldahjálparstöðinni í að hámarki þrjá sólarhringa.Vísir/Sigurjón Yfir sextíu prósent flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu en einnig eru margir frá Venesúela. Þá eru einnig flóttamenn frá Sýrlandi, Palestínu, Afganistan, og sambærilegum ríkjum. Það sem af er ári hafa 3.003 flóttamenn komið til Íslands, þar af 1.797 frá Úkraínu. Í september komu rúmlega fjögur hundruð flóttamenn og síðustu tvær vikur hafa 219 leitað verndar, þar af rúmlega helmingur frá öðrum löndum en Úkraínu. Atli segir stjórnvöld hafa staðið sig vel í að takast á við þá áskorun sem aukinn fjöldi flóttamanna hefur haft í för með sér en sveitarfélögin þurfi einnig að koma að borðinu og taka þátt í þessu stóra verkefni. „Án fleiri sveitarfélaga þá verður róðurinn þyngri en hann léttist með aðkomu fleiri sveitarfélaga sem koma að borðinu og taka þátt í verkefninu,“ segir Atli.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira