Notar makinn þinn fýlustjórnun í samskiptum? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 14. október 2022 11:50 Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Getty Fæst höfum við þann ofurkraft að lesa hugsanir þó svo að margir hafi eflaust óskað þess heitt í gegnum tíðina til að einfalda samskiptum í ástarsamböndum eða koma í veg fyrir misskilning. „Hvernig líður þér? Hvað er eiginlega að? ..... Ekkert!“ Fýla, útilokun og samviskubit Hringir þetta einhverjum bjöllum? Ætli við höfum ekki flest einhverja reynslu af því sem flokkast undir fýlustjórnun í samskiptum, við foreldra, börn, vini eða maka. Þegar hinn aðilinn notar útlilokunar viðmótið (e. silent treatment) og segir fátt eða ekkert þegar innt er eftir viðbrögðum eða samtali. Samviskubitsstjórnun (e. guilt trip) þegar tilgangurinn er að ná valdi yfir líðan, ákvörðunum eða hegðun annarra með því að koma inn samviskubiti. Samskiptamynstur eða andlegt ofbeldi? Allt mætti flokka þetta undir hatt einhverskonar stjórnunar en í verstu tilvikunum þar sem þessi samskiptatól eru oft og meðvitað notuð gegn sömu aðilum mætti flokka það sem andlegt ofbeldi. Í sumum tilvikum áttar fólk sig hreinlega ekki á því að það sé að beita þessum samskiptatólum við sína nánustu því að sjálft hefur það jafnvel verið alið upp í þessu samskiptamynstri. Á næstu dögum munu Makamál fjalla nánar um samskiptatækni og -mynstur í ástarsamböndum og er því Spurningu vikunnar að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Könnunin er að þessu sinni kynjaskipt og er fólk beðið um að svara þeirri könnun sem á við. Karlar svara hér: Konur svara hér: Kvár svara hér: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér. Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Hvernig líður þér? Hvað er eiginlega að? ..... Ekkert!“ Fýla, útilokun og samviskubit Hringir þetta einhverjum bjöllum? Ætli við höfum ekki flest einhverja reynslu af því sem flokkast undir fýlustjórnun í samskiptum, við foreldra, börn, vini eða maka. Þegar hinn aðilinn notar útlilokunar viðmótið (e. silent treatment) og segir fátt eða ekkert þegar innt er eftir viðbrögðum eða samtali. Samviskubitsstjórnun (e. guilt trip) þegar tilgangurinn er að ná valdi yfir líðan, ákvörðunum eða hegðun annarra með því að koma inn samviskubiti. Samskiptamynstur eða andlegt ofbeldi? Allt mætti flokka þetta undir hatt einhverskonar stjórnunar en í verstu tilvikunum þar sem þessi samskiptatól eru oft og meðvitað notuð gegn sömu aðilum mætti flokka það sem andlegt ofbeldi. Í sumum tilvikum áttar fólk sig hreinlega ekki á því að það sé að beita þessum samskiptatólum við sína nánustu því að sjálft hefur það jafnvel verið alið upp í þessu samskiptamynstri. Á næstu dögum munu Makamál fjalla nánar um samskiptatækni og -mynstur í ástarsamböndum og er því Spurningu vikunnar að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Könnunin er að þessu sinni kynjaskipt og er fólk beðið um að svara þeirri könnun sem á við. Karlar svara hér: Konur svara hér: Kvár svara hér: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira