13 milljarðar í annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2022 22:04 Framkvæmdir við annan áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi hefjast vorið 2023 og munu taka 36 mánuði. Verðmiðinn á pakkanum er á milli 12 og 13 milljarðar króna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fjörutíu ný hús verða byggð í öðrum áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi, þar á meðal tvö hótel. Framkvæmdir hefjast næsta vor og munu taka 36 mánuði. Kostnaður við verkið er á milli 12 og 13 milljarðar króna. Fjölmenni mætti á íbúafund í nýja miðbænum í gærkvöldi þar sem annar áfangi nýja miðbæjarins var kynntur í máli og myndum. Sem fyrr er það Sigtún þróunarfélag, sem stendur að uppbyggingu miðbæjarins. Ætlunin er að fara í íbúakosningu eða könnun um breytingu á deiliskipulag annars áfanga nýja miðbæjarins, sem verður glæsilegur í alla staði eins og fyrsti áfanginn er. “Þar erum við að halda áfram að byggja upp sögufræg hús alls staðar af landinu. Við ætlum að byggja 40 hús í viðbót við þau 13, sem eru risin og stefnum á því að byrja á þessu verkefni næsta vor,” segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags. Leó segist finna fyrir miklum meðbyr með nýja miðbænum og ekki síst öðrum áfanganum, sem verður risa verkefni. Og þessi miðbær hefur gjörsamlega slegið í gegn? “Já, hann hefur heldur betur slegið í gegn og það er bara þessi notalegi skali, þetta umhverfi, sem við lögðum okkur fram við að búa til, að gera þetta svona huggulegt og auka vellíðan fólks, sem hingað sækir og við erum að fá sama fólkið aftur og aftur og íbúarnir eru duglegir að sækja þennan miðbæ heim og duglegir að koma með sitt fólk, vini og ættingja annars staðar af landinu í heimsókn,” segir Leó. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mörg sögufræg hús verða í næsta áfanga eins og Selfossbíó, sýslumannshúsið í Stykkishólmi, Málmeyjarhúsið í Skagafirði, Konráðshúsið í Mjóafirði og sýslumannshúsið á Eskifirði svo nokkur dæmi séu tekin. Þá verða 55 íbúðir í áfanganum og tvö ný hótel. En hvað kostar annar áfanginn? “Hann mun kosta á bilinu 12 til 13 milljarða”. Og eru þeir peningar til ? “Þeir peningar finnast á góðum stöðum,” segir Leó. Mikill áhugi er á frekari uppbyggingu nýja miðbæjarins eins og kom skýrt fram á fjölmennum íbúafundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Sjá meira
Fjölmenni mætti á íbúafund í nýja miðbænum í gærkvöldi þar sem annar áfangi nýja miðbæjarins var kynntur í máli og myndum. Sem fyrr er það Sigtún þróunarfélag, sem stendur að uppbyggingu miðbæjarins. Ætlunin er að fara í íbúakosningu eða könnun um breytingu á deiliskipulag annars áfanga nýja miðbæjarins, sem verður glæsilegur í alla staði eins og fyrsti áfanginn er. “Þar erum við að halda áfram að byggja upp sögufræg hús alls staðar af landinu. Við ætlum að byggja 40 hús í viðbót við þau 13, sem eru risin og stefnum á því að byrja á þessu verkefni næsta vor,” segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags. Leó segist finna fyrir miklum meðbyr með nýja miðbænum og ekki síst öðrum áfanganum, sem verður risa verkefni. Og þessi miðbær hefur gjörsamlega slegið í gegn? “Já, hann hefur heldur betur slegið í gegn og það er bara þessi notalegi skali, þetta umhverfi, sem við lögðum okkur fram við að búa til, að gera þetta svona huggulegt og auka vellíðan fólks, sem hingað sækir og við erum að fá sama fólkið aftur og aftur og íbúarnir eru duglegir að sækja þennan miðbæ heim og duglegir að koma með sitt fólk, vini og ættingja annars staðar af landinu í heimsókn,” segir Leó. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mörg sögufræg hús verða í næsta áfanga eins og Selfossbíó, sýslumannshúsið í Stykkishólmi, Málmeyjarhúsið í Skagafirði, Konráðshúsið í Mjóafirði og sýslumannshúsið á Eskifirði svo nokkur dæmi séu tekin. Þá verða 55 íbúðir í áfanganum og tvö ný hótel. En hvað kostar annar áfanginn? “Hann mun kosta á bilinu 12 til 13 milljarða”. Og eru þeir peningar til ? “Þeir peningar finnast á góðum stöðum,” segir Leó. Mikill áhugi er á frekari uppbyggingu nýja miðbæjarins eins og kom skýrt fram á fjölmennum íbúafundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Sjá meira