Erla Bolladóttir stefnir á Mannréttindadómstól Evrópu með mál sitt Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. október 2022 20:52 Erla Bolladóttir segir það hjálplegt fyrir sína andlegu heilsu að finna fyrir stuðningi frá almenningi. Vísir/Ívar Erla Bolladóttir stefnir á að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ætlar ekki að gefast upp. Dóttir Erlu segir að kerfið hafi greinilega brugðist móður sinni en lýsir henni sem fyrirmynd. Barátta Erlu Bolladóttur fyrir íslenskum dómstólum lauk endanlega fyrir mánuði síðan þegar beiðni hennar um endurupptöku á dómi fyrir rangar sakargiftir frá árinu 1980 í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin var hafnað. Hún stefnir nú á að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Eins og staðan er í dag þá er það næsta skref og ég er bara að skoða með lögfræðingnum alla aðra möguleika, af því að ég trúi því ekki að stjórnvöld séu til í það að láta þetta fara fyrir Mannréttindadómstólinn,“ segir Erla. Mál Erlu hefur vakið mikla athygli og var fjölmennt á samstöðufundi á Austurvelli í dag. Ræðumenn voru allir sammála um að framganga íslenskra stjórnvalda í máli Erlu væri til skammar og að eitthvað þyrfti að gerast. „Þetta var öflugur og svona tilfinningaríkur fundur myndi ég segja, það var bara nokkrum sinnum sem að ég horfði í kringum mig og sá að ég var ekki sá eini sem var að verða klökkur,“ segir Tryggvi Rúnar Bjarnason, dóttursonur og nafni eins dómþola í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, en hann skipulagði fundinn ásamt Elínborgu Hörpu Önundarbur, Elí. „Mér finnst bara ótrúlega mikilvægt að fólk sem hefur orðið fyrir ranglæti af hálfu kerfisins, sem eru held ég bara mun fleiri en við áttum okkur á, bæði réttarkerfisins og bara annarra kerfa yfirvalda að við stöndum svolítið saman og stöndum með hvort öðru og leyfum ekki kerfinu að einangra okkur,“ segir Elí. Kerfið sannarlega brugðist Erlu Erla var þakklát fyrir stuðninginn eftir samstöðufundinn. „Þetta er ofsalega gagnlegt fyrir mig og hjálplegt, líka bara fyrir mína andlegu heilsu, að finna fyrir þessum stuðningi. Fólk hefur áhyggjur og fólki líður illa með þetta, að það sé allt í lagi að fara svona með einhvern. Hver er þá næstur?“ sagði Erla. Eva Þóra Hartmannsdóttir, dóttir Erlu, mætti á fundinn ásamt nýfæddri dóttur sinni, sem var skírð í höfuðið á ömmu sinni. „Ég er að styðja mömmu mína, hún er lengi búin að berjast í gegnum þetta allt saman og sýna svo mikinn styrk og dugnað og þrautseigju. Hún er svo mikil fyrirmynd og ég gat ekki annað en mætt, þó að ég væri ekki dóttir hennar,“ sagði Eva en hún sagðist fullviss um að Erla myndi ná sínu fram, þó að kerfið hafi sannarlega brugðist henni. Ætli að halda áfram að berjast fram á sinn hinsta dag Aðrir viðstaddir létu í sér heyra meðan á fundinum stóð og var ljóst að mál Erlu hafi snert marga. „Mér finnst þetta skammarlegt fyrir allt íslenska þjóðfélagið að láta þetta viðgangast,“ sagði Tryggvi Hübner eftir fundinn um ástæðu þess að hann ákvað að mæta en hann bar með sér skilti sem á stóð frelsi í hástöfum. „Mér er bara svo reglulega misboðið, ég er jafn gömul þessu máli og það er orðið svo löngu löngu tímabært að rjúfa þessa samfellu óréttlætis sem að Erla Bolladóttir hefur þurft að þola öll þessi ár,“ sagði Gyða Margrét Pétursdóttir sem einnig var viðstödd. Nokkur fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til stuðnings Erlu.Vísir/Ívar Sjálf lýsir Erla því að hún muni halda áfram að berjast fram á sinn hinsta dag, ekki fyrir sjálfa sig heldur allt samfélagið. „Ég hef staðið í alls konar í gegnum tíðina og ef þetta snerist bara um það hjá mér að ég fengi réttláta niðurstöðu í mínu máli, á persónulegu plani fyrir mig, þá hefði ég hætt þessu fyrir mörgum árum síðan. Þetta er ekki mín hugmynd um ánægjuleg verkefni til þess að fást við,“ segir Erla. „Ég get ekki bara alveg lagt niður allt og labbað í burtu og skilið þetta eftir vitandi í hvaða ástandi þetta er. Ég verð alla vega að reyna,“ segir hún enn fremur. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Barátta Erlu Bolladóttur fyrir íslenskum dómstólum lauk endanlega fyrir mánuði síðan þegar beiðni hennar um endurupptöku á dómi fyrir rangar sakargiftir frá árinu 1980 í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin var hafnað. Hún stefnir nú á að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Eins og staðan er í dag þá er það næsta skref og ég er bara að skoða með lögfræðingnum alla aðra möguleika, af því að ég trúi því ekki að stjórnvöld séu til í það að láta þetta fara fyrir Mannréttindadómstólinn,“ segir Erla. Mál Erlu hefur vakið mikla athygli og var fjölmennt á samstöðufundi á Austurvelli í dag. Ræðumenn voru allir sammála um að framganga íslenskra stjórnvalda í máli Erlu væri til skammar og að eitthvað þyrfti að gerast. „Þetta var öflugur og svona tilfinningaríkur fundur myndi ég segja, það var bara nokkrum sinnum sem að ég horfði í kringum mig og sá að ég var ekki sá eini sem var að verða klökkur,“ segir Tryggvi Rúnar Bjarnason, dóttursonur og nafni eins dómþola í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, en hann skipulagði fundinn ásamt Elínborgu Hörpu Önundarbur, Elí. „Mér finnst bara ótrúlega mikilvægt að fólk sem hefur orðið fyrir ranglæti af hálfu kerfisins, sem eru held ég bara mun fleiri en við áttum okkur á, bæði réttarkerfisins og bara annarra kerfa yfirvalda að við stöndum svolítið saman og stöndum með hvort öðru og leyfum ekki kerfinu að einangra okkur,“ segir Elí. Kerfið sannarlega brugðist Erlu Erla var þakklát fyrir stuðninginn eftir samstöðufundinn. „Þetta er ofsalega gagnlegt fyrir mig og hjálplegt, líka bara fyrir mína andlegu heilsu, að finna fyrir þessum stuðningi. Fólk hefur áhyggjur og fólki líður illa með þetta, að það sé allt í lagi að fara svona með einhvern. Hver er þá næstur?“ sagði Erla. Eva Þóra Hartmannsdóttir, dóttir Erlu, mætti á fundinn ásamt nýfæddri dóttur sinni, sem var skírð í höfuðið á ömmu sinni. „Ég er að styðja mömmu mína, hún er lengi búin að berjast í gegnum þetta allt saman og sýna svo mikinn styrk og dugnað og þrautseigju. Hún er svo mikil fyrirmynd og ég gat ekki annað en mætt, þó að ég væri ekki dóttir hennar,“ sagði Eva en hún sagðist fullviss um að Erla myndi ná sínu fram, þó að kerfið hafi sannarlega brugðist henni. Ætli að halda áfram að berjast fram á sinn hinsta dag Aðrir viðstaddir létu í sér heyra meðan á fundinum stóð og var ljóst að mál Erlu hafi snert marga. „Mér finnst þetta skammarlegt fyrir allt íslenska þjóðfélagið að láta þetta viðgangast,“ sagði Tryggvi Hübner eftir fundinn um ástæðu þess að hann ákvað að mæta en hann bar með sér skilti sem á stóð frelsi í hástöfum. „Mér er bara svo reglulega misboðið, ég er jafn gömul þessu máli og það er orðið svo löngu löngu tímabært að rjúfa þessa samfellu óréttlætis sem að Erla Bolladóttir hefur þurft að þola öll þessi ár,“ sagði Gyða Margrét Pétursdóttir sem einnig var viðstödd. Nokkur fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til stuðnings Erlu.Vísir/Ívar Sjálf lýsir Erla því að hún muni halda áfram að berjast fram á sinn hinsta dag, ekki fyrir sjálfa sig heldur allt samfélagið. „Ég hef staðið í alls konar í gegnum tíðina og ef þetta snerist bara um það hjá mér að ég fengi réttláta niðurstöðu í mínu máli, á persónulegu plani fyrir mig, þá hefði ég hætt þessu fyrir mörgum árum síðan. Þetta er ekki mín hugmynd um ánægjuleg verkefni til þess að fást við,“ segir Erla. „Ég get ekki bara alveg lagt niður allt og labbað í burtu og skilið þetta eftir vitandi í hvaða ástandi þetta er. Ég verð alla vega að reyna,“ segir hún enn fremur.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39
Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27