Við ræðum einnig við kennara með áratuga langa reynslu í lestrarkennslu. Hún segir hraðlestrarpróf valda miklum kvíða og vill að þeim verði hætt og einfaldlega hent í ruslið.
Þeim fækkar sem telja að tekið sé á móti of mörgum flóttamönnum á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Við kynnum okkur hana og verðum í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem hart var tekist á um útlendingamál í dag.
Þá kynnum við okkur aukin umsvif á Akureyrarflugvelli og hittum bæði glímukóng- og drottningu landsins.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.