„Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. október 2022 10:01 Kristín Pétursdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. Vísir „Þessi manneskja reiðir sig hundrað prósent á þig og þú verður bara að gjöra svo vel að standa þig.“ Kristín Pétursdóttir ræðir móðurhlutverkið í nýjasta þættinum af Einkalífinu en hún er einstæð móðir í dag og deilir forræði með barnsföður sínum. Upplifði hún mikinn kvíða eftir að hún varð móðir. „Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir, alltaf. Ég svaf ógeðslega illa og var alltaf að efast um sjálfa mig.“ Kvíðinn hófst á meðgöngunni og ætlaði hún varla að þora að stíga upp í flugvél, þrátt fyrir að hafa starfað sem flugfreyja í fimm ár. „Ég talaði við mína ljósmóður og fékk aðstoð.“ Kristín gekk líka í gegnum erfitt tímabil þegar hún sleit sambandinu við barnsföður sinn, Brynjar Löve. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir mömmuhjartað að byrja að deila forræði. „Þetta gengur mjög vel, við erum með viku og viku. Auðvitað geta samskiptin verið betri milli okkar foreldranna, það er alltaf upp og niður þar. En barninu líður ótrúlega vel.“ Erfitt að hlusta á sögusagnirnar Kristín og Brynjar eru bæði mjög áberandi á samfélagsmiðlum og sambandsslitin fóru ekki framhjá neinum. „Það var mjög erfitt, það tók virkilega á mig. Líka bara af því að það breytist allt þegar þú átt barn. Maður vill ekki að hann finni fyrir því að allt er erfitt, samt var maður bara ein kvíðahrúga. Ég þurfti að leita mér hjálpar, fór til sálfræðings. Ég þurfti að fá aðstoð og fara á kvíðalyf.“ útskýrir Kristín. „Þetta var ótrúlega stressandi, það vissu þetta allir og það voru allir að tala um þetta“ Eftir sambandsslitin fóru af stað sögusagnir um framhjáhald, ofbeldi og fleira tengt þeirra sambandsslitum. Kristín valdi samt að tjá sig aldrei um þetta opinberlega. „Mig langaði alveg að gera það oft, fara í eitthvað drottningarviðtal. En svo hugsaði ég bara, hvað gerir það fyrir mig og hvað gerir það fyrir strákinn minn?“ Í þættinum hér fyrir neðan talar Kristín einnig um leiklistina, samfélagsmiðlana, fjölskyldu sína, heimilið, ferilinn, af hverju hún var klippt út úr LXS raunveruleikaþáttunum og margt fleira. Klippa: Einkalífið - Kristín Pétursdóttir Einkalífið Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Kristín Pétursdóttir ræðir móðurhlutverkið í nýjasta þættinum af Einkalífinu en hún er einstæð móðir í dag og deilir forræði með barnsföður sínum. Upplifði hún mikinn kvíða eftir að hún varð móðir. „Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir, alltaf. Ég svaf ógeðslega illa og var alltaf að efast um sjálfa mig.“ Kvíðinn hófst á meðgöngunni og ætlaði hún varla að þora að stíga upp í flugvél, þrátt fyrir að hafa starfað sem flugfreyja í fimm ár. „Ég talaði við mína ljósmóður og fékk aðstoð.“ Kristín gekk líka í gegnum erfitt tímabil þegar hún sleit sambandinu við barnsföður sinn, Brynjar Löve. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir mömmuhjartað að byrja að deila forræði. „Þetta gengur mjög vel, við erum með viku og viku. Auðvitað geta samskiptin verið betri milli okkar foreldranna, það er alltaf upp og niður þar. En barninu líður ótrúlega vel.“ Erfitt að hlusta á sögusagnirnar Kristín og Brynjar eru bæði mjög áberandi á samfélagsmiðlum og sambandsslitin fóru ekki framhjá neinum. „Það var mjög erfitt, það tók virkilega á mig. Líka bara af því að það breytist allt þegar þú átt barn. Maður vill ekki að hann finni fyrir því að allt er erfitt, samt var maður bara ein kvíðahrúga. Ég þurfti að leita mér hjálpar, fór til sálfræðings. Ég þurfti að fá aðstoð og fara á kvíðalyf.“ útskýrir Kristín. „Þetta var ótrúlega stressandi, það vissu þetta allir og það voru allir að tala um þetta“ Eftir sambandsslitin fóru af stað sögusagnir um framhjáhald, ofbeldi og fleira tengt þeirra sambandsslitum. Kristín valdi samt að tjá sig aldrei um þetta opinberlega. „Mig langaði alveg að gera það oft, fara í eitthvað drottningarviðtal. En svo hugsaði ég bara, hvað gerir það fyrir mig og hvað gerir það fyrir strákinn minn?“ Í þættinum hér fyrir neðan talar Kristín einnig um leiklistina, samfélagsmiðlana, fjölskyldu sína, heimilið, ferilinn, af hverju hún var klippt út úr LXS raunveruleikaþáttunum og margt fleira. Klippa: Einkalífið - Kristín Pétursdóttir
Einkalífið Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira