„Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. október 2022 10:01 Kristín Pétursdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. Vísir „Þessi manneskja reiðir sig hundrað prósent á þig og þú verður bara að gjöra svo vel að standa þig.“ Kristín Pétursdóttir ræðir móðurhlutverkið í nýjasta þættinum af Einkalífinu en hún er einstæð móðir í dag og deilir forræði með barnsföður sínum. Upplifði hún mikinn kvíða eftir að hún varð móðir. „Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir, alltaf. Ég svaf ógeðslega illa og var alltaf að efast um sjálfa mig.“ Kvíðinn hófst á meðgöngunni og ætlaði hún varla að þora að stíga upp í flugvél, þrátt fyrir að hafa starfað sem flugfreyja í fimm ár. „Ég talaði við mína ljósmóður og fékk aðstoð.“ Kristín gekk líka í gegnum erfitt tímabil þegar hún sleit sambandinu við barnsföður sinn, Brynjar Löve. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir mömmuhjartað að byrja að deila forræði. „Þetta gengur mjög vel, við erum með viku og viku. Auðvitað geta samskiptin verið betri milli okkar foreldranna, það er alltaf upp og niður þar. En barninu líður ótrúlega vel.“ Erfitt að hlusta á sögusagnirnar Kristín og Brynjar eru bæði mjög áberandi á samfélagsmiðlum og sambandsslitin fóru ekki framhjá neinum. „Það var mjög erfitt, það tók virkilega á mig. Líka bara af því að það breytist allt þegar þú átt barn. Maður vill ekki að hann finni fyrir því að allt er erfitt, samt var maður bara ein kvíðahrúga. Ég þurfti að leita mér hjálpar, fór til sálfræðings. Ég þurfti að fá aðstoð og fara á kvíðalyf.“ útskýrir Kristín. „Þetta var ótrúlega stressandi, það vissu þetta allir og það voru allir að tala um þetta“ Eftir sambandsslitin fóru af stað sögusagnir um framhjáhald, ofbeldi og fleira tengt þeirra sambandsslitum. Kristín valdi samt að tjá sig aldrei um þetta opinberlega. „Mig langaði alveg að gera það oft, fara í eitthvað drottningarviðtal. En svo hugsaði ég bara, hvað gerir það fyrir mig og hvað gerir það fyrir strákinn minn?“ Í þættinum hér fyrir neðan talar Kristín einnig um leiklistina, samfélagsmiðlana, fjölskyldu sína, heimilið, ferilinn, af hverju hún var klippt út úr LXS raunveruleikaþáttunum og margt fleira. Klippa: Einkalífið - Kristín Pétursdóttir Einkalífið Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Sjá meira
Kristín Pétursdóttir ræðir móðurhlutverkið í nýjasta þættinum af Einkalífinu en hún er einstæð móðir í dag og deilir forræði með barnsföður sínum. Upplifði hún mikinn kvíða eftir að hún varð móðir. „Ég hélt bara að það væri eitthvað hræðilegt að fara að koma fyrir, alltaf. Ég svaf ógeðslega illa og var alltaf að efast um sjálfa mig.“ Kvíðinn hófst á meðgöngunni og ætlaði hún varla að þora að stíga upp í flugvél, þrátt fyrir að hafa starfað sem flugfreyja í fimm ár. „Ég talaði við mína ljósmóður og fékk aðstoð.“ Kristín gekk líka í gegnum erfitt tímabil þegar hún sleit sambandinu við barnsföður sinn, Brynjar Löve. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir mömmuhjartað að byrja að deila forræði. „Þetta gengur mjög vel, við erum með viku og viku. Auðvitað geta samskiptin verið betri milli okkar foreldranna, það er alltaf upp og niður þar. En barninu líður ótrúlega vel.“ Erfitt að hlusta á sögusagnirnar Kristín og Brynjar eru bæði mjög áberandi á samfélagsmiðlum og sambandsslitin fóru ekki framhjá neinum. „Það var mjög erfitt, það tók virkilega á mig. Líka bara af því að það breytist allt þegar þú átt barn. Maður vill ekki að hann finni fyrir því að allt er erfitt, samt var maður bara ein kvíðahrúga. Ég þurfti að leita mér hjálpar, fór til sálfræðings. Ég þurfti að fá aðstoð og fara á kvíðalyf.“ útskýrir Kristín. „Þetta var ótrúlega stressandi, það vissu þetta allir og það voru allir að tala um þetta“ Eftir sambandsslitin fóru af stað sögusagnir um framhjáhald, ofbeldi og fleira tengt þeirra sambandsslitum. Kristín valdi samt að tjá sig aldrei um þetta opinberlega. „Mig langaði alveg að gera það oft, fara í eitthvað drottningarviðtal. En svo hugsaði ég bara, hvað gerir það fyrir mig og hvað gerir það fyrir strákinn minn?“ Í þættinum hér fyrir neðan talar Kristín einnig um leiklistina, samfélagsmiðlana, fjölskyldu sína, heimilið, ferilinn, af hverju hún var klippt út úr LXS raunveruleikaþáttunum og margt fleira. Klippa: Einkalífið - Kristín Pétursdóttir
Einkalífið Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Sjá meira