„Síðan í sumar höfum við átt leyndarmál sem er orðið frekar erfitt að fela svo hér með kynnum við til leiks: Plómu! ..það var semsagt það sem Rökkvi ákvað að litla barnið í mallanum á mömmu I ætti að heita,“ segja þær einnig. Barnið er væntanlegt í mars og eru mæðurnar spenntar fyrir viðbótinni.
Þær María og Ingileif hafa verið saman í níu ár og eiga fyrir tvo drengi. Ingileif er framleiðandi hjá Ketchup Creative og María er kynningarstýra UN Women. Ingileif og María gengu að eiga hvor aðra við hátíðlega athöfn á Flateyri í júní árið 2018.
Fyrr í mánuðinum fóru þær í viðtal hjá Jákastinu þar sem þær ræddu við Krisján Hafþórsson. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: