Falskar spár um heimsendi voru kornið sem fyllti mælinn Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2022 20:30 Örn Svavarsson gekk úr söfnuði Votta Jehóva þegar hann var á þrítugsaldri. Örn Svavarsson gekk úr söfnuði Votta Jehóva á þrítugsaldri. Hann segir kornið sem fyllti mælinn hafa verið fölsk spá um heimsendi. Hann segir söfnuðinn byggja einhverjar skoðanir sínar á hlutum sem eru alls ekkert í Biblíunni líkt og haldið er fram. Rætt var við Örn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag vegna pistils sem hann birti á Vísi í síðustu viku. Tilefni pistilsins var umdeilt myndband úr smiðju Votta Jehóva um samkynhneigð en myndbandið var ætlað börnum safnaðarins. Örn segir myndbandið vera ótrúlega barnalegt og kjánalegt. Hins vegar sé þetta það sem fólk elst upp við innan safnaðarins. „Þessi hugmyndafræði er eitthvað sem vottarnir sækja beint í Biblíuna. Páll postuli, ef þið lesið Nýja testamentið, þá er boðskapurinn þaðan. Hins vegar þá var þetta skrifað fyrir tvö þúsund árum. Hluti af Biblíunni, með svipuðum boðskap, var skrifaðu löngu fyrir þann tíma. Þetta er allt til í bókinni,“ segir Örn. Hann segir að blessunarlega hafi margir aðrir kristnir menn áttað sig á því að taka ekki textann bókstaflega sem heilögum sannleika enda séu nokkuð margar aldir liðnar. Tímarnir hafa breyst og mennirnir með. „Sem betur fer þá búum við í landi og erum í þeim heimshluta þar sem menn hafa áttað sig á því að þetta eru allt hluti af eðlilegu jarðlífi. Eins og sumir fæðast örvhentir, aðrir fæðast rauðhærðir, þá fæðast sumir samkynhneigðir. Þetta er eitthvað sem auðgar mannlífið,“ segir Páll. Textar sem margir hverjir eru ekki til Hann segir margar kenningar Votta byggja á kenningum úr Biblíunni en margar kenningar byggja á textum sem Vottar halda fram að séu í Biblíunni, en eru það alls ekki. Hann nefnir sem dæmi það að Vottar hafna ávallt blóðgjöf. Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Örn í heild sinni. „Það er alveg fáránlegt. Það er að vísu talað um það í Gamla testamentinu að þegar farga átti dýrum að neyta ekki blóðsins. Það hefur verið einhver heilsufarsástæða fyrir því á sínum tíma. Að nota það sem einverskonar rök fyrir því að hafna blóðgjöf í nútíma læknisvísindum er ekki bara kjánalegt heldur raunverulega slæmt fyrir meðlima þessa trúarhóps,“ segir Örn. Þegar Örn gekk úr söfnuðinum á áttunda áratug síðustu aldar, þá á þrítugsaldri, eftir að hafa alist þar upp segist hann hafa fundið fyrir létti. Heimsendirinn sem aldrei varð Trúin á það sem hann hafði lært sem barn hafi horfið smám saman í gegnum árin og hann áttaði sig á því að það væri eitthvað bull í gangi. Ákveðinn vendipunktur varð þegar ekkert varð úr spám um heimsenda árið 1975. „Ég man að við töluðum um okkar á meðal að það væru bara 38 mánuðir í þetta. Menn voru með þetta á hreinu. Ég trúði þessu. Eins og að 1. janúar kemur á eftir 31. desember. Ég var alinn svona upp og allt uppeldi í Vottunum er með þessum hætti. Maður er gegnum sýrður af þessu,“ segir Örn. Þetta var kornið sem fyllti mælinn hans. Honum hafði ávallt verið sagt að trúa öllu sem sagt væri á samkomum og öllu sem hann las í bókum félagsins enda væri það stóri sannleikurinn frá Guði sjálfum, almættinum sem skapaði heiminn. Útskúfa efasemdarmönnum Eitt af því versta við útgöngu úr söfnuðinum að mati Arnar er fólk er rekið úr söfnuðinum. Þá er öllum vinum og ættingjum bannað að eiga samskipti við þann sem gekk út eða var rekinn. „Þetta er eitt af þessu gríðarlegu andstyggilegum elementum í trúnni. Ef fólk er ekki sammála Vottunum lengur eða leyfir sér að hafa aðra skoðun. Eða ef fólk kemur út úr skápnum,“ segir Örn. „Þeir þykjast sækja þetta í Biblíuna en það er ekkert þar sem segir að þetta eigi að vera svona.“ Trúmál Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Hinsegin Tengdar fréttir Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. 19. mars 2022 09:37 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Rætt var við Örn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag vegna pistils sem hann birti á Vísi í síðustu viku. Tilefni pistilsins var umdeilt myndband úr smiðju Votta Jehóva um samkynhneigð en myndbandið var ætlað börnum safnaðarins. Örn segir myndbandið vera ótrúlega barnalegt og kjánalegt. Hins vegar sé þetta það sem fólk elst upp við innan safnaðarins. „Þessi hugmyndafræði er eitthvað sem vottarnir sækja beint í Biblíuna. Páll postuli, ef þið lesið Nýja testamentið, þá er boðskapurinn þaðan. Hins vegar þá var þetta skrifað fyrir tvö þúsund árum. Hluti af Biblíunni, með svipuðum boðskap, var skrifaðu löngu fyrir þann tíma. Þetta er allt til í bókinni,“ segir Örn. Hann segir að blessunarlega hafi margir aðrir kristnir menn áttað sig á því að taka ekki textann bókstaflega sem heilögum sannleika enda séu nokkuð margar aldir liðnar. Tímarnir hafa breyst og mennirnir með. „Sem betur fer þá búum við í landi og erum í þeim heimshluta þar sem menn hafa áttað sig á því að þetta eru allt hluti af eðlilegu jarðlífi. Eins og sumir fæðast örvhentir, aðrir fæðast rauðhærðir, þá fæðast sumir samkynhneigðir. Þetta er eitthvað sem auðgar mannlífið,“ segir Páll. Textar sem margir hverjir eru ekki til Hann segir margar kenningar Votta byggja á kenningum úr Biblíunni en margar kenningar byggja á textum sem Vottar halda fram að séu í Biblíunni, en eru það alls ekki. Hann nefnir sem dæmi það að Vottar hafna ávallt blóðgjöf. Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Örn í heild sinni. „Það er alveg fáránlegt. Það er að vísu talað um það í Gamla testamentinu að þegar farga átti dýrum að neyta ekki blóðsins. Það hefur verið einhver heilsufarsástæða fyrir því á sínum tíma. Að nota það sem einverskonar rök fyrir því að hafna blóðgjöf í nútíma læknisvísindum er ekki bara kjánalegt heldur raunverulega slæmt fyrir meðlima þessa trúarhóps,“ segir Örn. Þegar Örn gekk úr söfnuðinum á áttunda áratug síðustu aldar, þá á þrítugsaldri, eftir að hafa alist þar upp segist hann hafa fundið fyrir létti. Heimsendirinn sem aldrei varð Trúin á það sem hann hafði lært sem barn hafi horfið smám saman í gegnum árin og hann áttaði sig á því að það væri eitthvað bull í gangi. Ákveðinn vendipunktur varð þegar ekkert varð úr spám um heimsenda árið 1975. „Ég man að við töluðum um okkar á meðal að það væru bara 38 mánuðir í þetta. Menn voru með þetta á hreinu. Ég trúði þessu. Eins og að 1. janúar kemur á eftir 31. desember. Ég var alinn svona upp og allt uppeldi í Vottunum er með þessum hætti. Maður er gegnum sýrður af þessu,“ segir Örn. Þetta var kornið sem fyllti mælinn hans. Honum hafði ávallt verið sagt að trúa öllu sem sagt væri á samkomum og öllu sem hann las í bókum félagsins enda væri það stóri sannleikurinn frá Guði sjálfum, almættinum sem skapaði heiminn. Útskúfa efasemdarmönnum Eitt af því versta við útgöngu úr söfnuðinum að mati Arnar er fólk er rekið úr söfnuðinum. Þá er öllum vinum og ættingjum bannað að eiga samskipti við þann sem gekk út eða var rekinn. „Þetta er eitt af þessu gríðarlegu andstyggilegum elementum í trúnni. Ef fólk er ekki sammála Vottunum lengur eða leyfir sér að hafa aðra skoðun. Eða ef fólk kemur út úr skápnum,“ segir Örn. „Þeir þykjast sækja þetta í Biblíuna en það er ekkert þar sem segir að þetta eigi að vera svona.“
Trúmál Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Hinsegin Tengdar fréttir Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. 19. mars 2022 09:37 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. 19. mars 2022 09:37