Gæddi framhjáflug Juno hjá Evrópu lífi Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 20:31 Ein af myndunum fjórum sem Juno tók af Evrópu og Björn setti saman í hreyfimynd af framhjáfluginu. Nærflugið tók aðeins um tvo tíma enda þeyttist Juno fram hjá á meira en 23 kílómetra hraða á sekúndu. NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Björn Jónsson Ístunglið Evrópa birtist ljóslifandi á hreyfimynd sem íslenskur tölvunarfræðingur vann upp úr myndum bandaríska geimfarsins Juno þegar það þeyttist þar fram hjá á dögunum. Evrópa þykir eitt mest spennandi fyrirbæri sólkerfisins. Juno flaug fram hjá Evrópu, fjórða stærsta tungli Júpíters, 29. september. Myndirnar sem geimfarið náði af íshnettinum voru þær fyrstu frá því að Galíleó-geimfarið átti leið hjá fyrir 22 árum og þær skörpustu sem nokkru sinni hafa verið teknir af Evrópu. Þegar Juno flaug sem næst Evrópu var geimfarið í rétt rúmlega 350 kílómetra hæð yfir hrjóstrugu yfirborðinu. Áhugamál Björn Jónssonar, tölvunarfræðings, er að vinna myndir frá geimförum sem hafa heimsótt ytra sólkerfið í frítíma sínum. Hann hefur náð góðum árangri á því sviði og er meðal annars talinn hafa unnið nákvæmasta kort sem til er af yfirborði Evrópu með myndum frá Voyager 2 og Galíleó. Björn tók fjórar myndir sem JunoCam-myndavél Juno tók af Evrópu á meðan á framhjáfluginu stóð og gerði úr þeim hreyfimynd sem gæddi flugið lífi. „Ég setti myndirnar saman í kort af þessu tungli. Síðan eru þetta í rauninni bara þvívíddarmyndir af þessu korti þegar það er sett til baka yfir á kúlu,“ segir Björn við Vísi. Til þess notaði hann bæði hugbúnað sem hann hefur smíðað sjálfur og tól sem geimmyndvinnslusamfélagið vinnur með. Hreyfimyndin hefst við næturhlið Evrópu rétt eftir að Juno var sem næst tunglinu og 93 sekúndum áður en fyrsta myndin var tekin. Hreyfimyndin, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, er á þreföldum rauntíma. Henni lýkur þegar síðasta myndin var tekin. Juno's PJ45 Europa flyby (speeded up by a factor of 3) from Bjorn Jonsson on Vimeo. Tilgátur um líf í neðanjarðarhafi Þó að yfirborð Evrópu sé sprungin og kvörnuð ísskorpa svo langt sem augað eygir þykir hún einhver áhugaverðasti hnöttur sólkerfisins. Vísindamenn telja að undir ísnum leynist víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns, þökk sé hita sem myndast þegar flóðkraftar Júpíters toga tungli og teygja að innan. Á jörðinni þrífast örverur við jarðhitastrýtur á hafsbotninum þó að sólarljóss njóti ekki við. Þetta hefur vakið vonir um að líf gæti einnig hafa kviknað og þrifist í evrópska neðanjarðarhafinu. Til stendur að rannsaka Evrópu nánar í Clipper-leiðangri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem hefst í fyrsta lagi upp úr miðjum áratugnum. Clipper-geimfarinu yrði komið fyrir á víðri braut um Evrópu og látið fljúga ítrekað fram hjá til að leita að merkjum um hvort að þar kunni aðstæður að vera lífvænlegar. Geimurinn Júpíter Tengdar fréttir Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Juno flaug fram hjá Evrópu, fjórða stærsta tungli Júpíters, 29. september. Myndirnar sem geimfarið náði af íshnettinum voru þær fyrstu frá því að Galíleó-geimfarið átti leið hjá fyrir 22 árum og þær skörpustu sem nokkru sinni hafa verið teknir af Evrópu. Þegar Juno flaug sem næst Evrópu var geimfarið í rétt rúmlega 350 kílómetra hæð yfir hrjóstrugu yfirborðinu. Áhugamál Björn Jónssonar, tölvunarfræðings, er að vinna myndir frá geimförum sem hafa heimsótt ytra sólkerfið í frítíma sínum. Hann hefur náð góðum árangri á því sviði og er meðal annars talinn hafa unnið nákvæmasta kort sem til er af yfirborði Evrópu með myndum frá Voyager 2 og Galíleó. Björn tók fjórar myndir sem JunoCam-myndavél Juno tók af Evrópu á meðan á framhjáfluginu stóð og gerði úr þeim hreyfimynd sem gæddi flugið lífi. „Ég setti myndirnar saman í kort af þessu tungli. Síðan eru þetta í rauninni bara þvívíddarmyndir af þessu korti þegar það er sett til baka yfir á kúlu,“ segir Björn við Vísi. Til þess notaði hann bæði hugbúnað sem hann hefur smíðað sjálfur og tól sem geimmyndvinnslusamfélagið vinnur með. Hreyfimyndin hefst við næturhlið Evrópu rétt eftir að Juno var sem næst tunglinu og 93 sekúndum áður en fyrsta myndin var tekin. Hreyfimyndin, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, er á þreföldum rauntíma. Henni lýkur þegar síðasta myndin var tekin. Juno's PJ45 Europa flyby (speeded up by a factor of 3) from Bjorn Jonsson on Vimeo. Tilgátur um líf í neðanjarðarhafi Þó að yfirborð Evrópu sé sprungin og kvörnuð ísskorpa svo langt sem augað eygir þykir hún einhver áhugaverðasti hnöttur sólkerfisins. Vísindamenn telja að undir ísnum leynist víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns, þökk sé hita sem myndast þegar flóðkraftar Júpíters toga tungli og teygja að innan. Á jörðinni þrífast örverur við jarðhitastrýtur á hafsbotninum þó að sólarljóss njóti ekki við. Þetta hefur vakið vonir um að líf gæti einnig hafa kviknað og þrifist í evrópska neðanjarðarhafinu. Til stendur að rannsaka Evrópu nánar í Clipper-leiðangri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem hefst í fyrsta lagi upp úr miðjum áratugnum. Clipper-geimfarinu yrði komið fyrir á víðri braut um Evrópu og látið fljúga ítrekað fram hjá til að leita að merkjum um hvort að þar kunni aðstæður að vera lífvænlegar.
Geimurinn Júpíter Tengdar fréttir Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent