Brynja hlaut Hvatningaverðlaun Vigdísar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2022 16:02 Vel fór á með þeim Brynju og Vigdísi í Safnahúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Brynja Hjálmsdóttir, skáld og rithöfundur, er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur sem veitt voru í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti var viðstaddur athöfnina ásamt Vigdísi og fleiri gestum. Brynja fæddist í Reykjavík árið 1992. Ljóða- og sagnaskrif heillaði snemma og hafa ýmis ljóð og sögur birst eftir höfundinn í safnbókum og tímaritum á borð við Tímarit Máls og menningar og Són um tíðina. Skáldið lagði stund á nám í kvikmyndafræðum, er með BA gráðu þaðan og einnig MA í ritlist. Árið 2019 kom fyrsta bók Brynjur út, Okfruman, og var hún m.a. valin ljóðabók ársins af bóksölum og hlaut þar að auki tilnefningu til Fjöruverðlauna og Rauðu Hrafnsfjaðrarinnar. Bókinni var meðal annars lýst sem „einni áhugaverðustu ljóðabók ársins“ í ritrýni Soffíu Auðar Birgisdóttur, sem sagði jafnframt: „Sjaldgæft er að sjá svo sterkt byrjandaverk sem þessa bók“. Í fyrra kom svo út bókin Kona lítur við sem fékk tilnefningu til ljóðaverðlauna Maístjörnunnar. Í ár hlaut Brynja Ljóðstaf Jóns úr Vör, fyrir ljóðið Þegar dagar aldrei dagar aldrei og einnig átti höfundur ljóðið er fjallkona ársins flutti í ár, en það gerði Sylwia Zajkowska eftirminnilega á Austurvelli 17. júní. Forsetarnir stilltu sér upp með verðlaunahafanum.Vísir/Vilhelm Samhliða afhendingu viðurkenningarinnar var útgáfu nýrrar bókar fagnað sem ber heitið Ljóðin hennar Vigdísar. Þar hefur Vigdís tekið saman í samvinnu við bókaútgáfuna Sögur öll þau helstu ljóð sem fylgt hafa henni í gegnum ævina. Vart verður fundin meiri ástríðumanneskja þegar kemur að íslenskri tungu og menningu en Vigdís Finnbogadóttir. Vigdís hefur alla tíð verið unnandi ljóðlistar og í bókinni tekur hún saman helstu ljóðin sem hafa fylgt henni frá bernsku til dagsins í dag. Einstök verk listakonunnar Guðbjargar Lindar auðga ljóðlínurnar og mynda skemmtilegt samtal við kvæðin. „Ég hef alla tíð verið mikið fyrir skáldskap, ekki síst ljóð. Ljóð hafa veitt mér sérstaka ánægju og gleði, enda er vel kveðið ljóð gulli betra. Við Íslendingar eigum óvenju mörg heillandi ljóð og vonandi verður seint breyting á því. Í þessari bók hef ég safnað saman ljóðum sem hafa verið mér kær. Úrvalið sem hér birtist verður vitanlega aldrei endanlegt en þessi bók gefur glögga mynd af því sem ég hef kunnað að meta um dagana. Það er von mín að þessi bók verði til að efla ljóðalestur og þar með auka málvitund manna, ekki síst meðal ungs fólks. Mörg skáldanna sem ortu ljóðin eru horfin, en ljóðin munu lifa með okkur eins lengi og íslensk tunga er töluð. Við lifum á tíma þar sem öllu ægir saman, hraðinn tröllríður flestu í þjóðlífinu, og tæknin virðist óstöðvandi. Við getum alltaf gripið til ljóðsins í þeirri von að hægja á tímanum, og njóta fegurðarinnar, tregans eða gamanseminnar, sem er að finna í ljóðum skáldanna okkar,“ segir Vigdís Finnbogadóttir í káputexta bókarinnar. Bókmenntir Ljóðlist Vigdís Finnbogadóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Brynja fæddist í Reykjavík árið 1992. Ljóða- og sagnaskrif heillaði snemma og hafa ýmis ljóð og sögur birst eftir höfundinn í safnbókum og tímaritum á borð við Tímarit Máls og menningar og Són um tíðina. Skáldið lagði stund á nám í kvikmyndafræðum, er með BA gráðu þaðan og einnig MA í ritlist. Árið 2019 kom fyrsta bók Brynjur út, Okfruman, og var hún m.a. valin ljóðabók ársins af bóksölum og hlaut þar að auki tilnefningu til Fjöruverðlauna og Rauðu Hrafnsfjaðrarinnar. Bókinni var meðal annars lýst sem „einni áhugaverðustu ljóðabók ársins“ í ritrýni Soffíu Auðar Birgisdóttur, sem sagði jafnframt: „Sjaldgæft er að sjá svo sterkt byrjandaverk sem þessa bók“. Í fyrra kom svo út bókin Kona lítur við sem fékk tilnefningu til ljóðaverðlauna Maístjörnunnar. Í ár hlaut Brynja Ljóðstaf Jóns úr Vör, fyrir ljóðið Þegar dagar aldrei dagar aldrei og einnig átti höfundur ljóðið er fjallkona ársins flutti í ár, en það gerði Sylwia Zajkowska eftirminnilega á Austurvelli 17. júní. Forsetarnir stilltu sér upp með verðlaunahafanum.Vísir/Vilhelm Samhliða afhendingu viðurkenningarinnar var útgáfu nýrrar bókar fagnað sem ber heitið Ljóðin hennar Vigdísar. Þar hefur Vigdís tekið saman í samvinnu við bókaútgáfuna Sögur öll þau helstu ljóð sem fylgt hafa henni í gegnum ævina. Vart verður fundin meiri ástríðumanneskja þegar kemur að íslenskri tungu og menningu en Vigdís Finnbogadóttir. Vigdís hefur alla tíð verið unnandi ljóðlistar og í bókinni tekur hún saman helstu ljóðin sem hafa fylgt henni frá bernsku til dagsins í dag. Einstök verk listakonunnar Guðbjargar Lindar auðga ljóðlínurnar og mynda skemmtilegt samtal við kvæðin. „Ég hef alla tíð verið mikið fyrir skáldskap, ekki síst ljóð. Ljóð hafa veitt mér sérstaka ánægju og gleði, enda er vel kveðið ljóð gulli betra. Við Íslendingar eigum óvenju mörg heillandi ljóð og vonandi verður seint breyting á því. Í þessari bók hef ég safnað saman ljóðum sem hafa verið mér kær. Úrvalið sem hér birtist verður vitanlega aldrei endanlegt en þessi bók gefur glögga mynd af því sem ég hef kunnað að meta um dagana. Það er von mín að þessi bók verði til að efla ljóðalestur og þar með auka málvitund manna, ekki síst meðal ungs fólks. Mörg skáldanna sem ortu ljóðin eru horfin, en ljóðin munu lifa með okkur eins lengi og íslensk tunga er töluð. Við lifum á tíma þar sem öllu ægir saman, hraðinn tröllríður flestu í þjóðlífinu, og tæknin virðist óstöðvandi. Við getum alltaf gripið til ljóðsins í þeirri von að hægja á tímanum, og njóta fegurðarinnar, tregans eða gamanseminnar, sem er að finna í ljóðum skáldanna okkar,“ segir Vigdís Finnbogadóttir í káputexta bókarinnar.
Bókmenntir Ljóðlist Vigdís Finnbogadóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning