Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2022 12:59 Kristín gagnrýnir að stjórn félagsins hafi ekki viljað svara spurningum sínum skriflega. Vísir/Arnar Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins. „Eftir fund okkar í gær og nokkra íhugun hef ég ákveðið að leggja fram vantrauststillögu á stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands á félagsfundi 27. október. Ég óska því eftir að vantrauststillagan verð sett á formlega dagskrá fundarins og að leynileg atkvæðagreiðsla fari fram um hana,“ segir Kristín í erindi sem hún sendi stjórn FÍ í morgun. Hún segir að á fundinum hafi hún orðið þess áskynja að stjórn og framkvæmdastjóri virtust ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hversu alvarlegt það væri að taka kvartanir um áreitni og ofbeldi ekki alvarlega. Kristín segir að á fundinum hafi meðal annars verið farið yfir fimm af sex málum sem stjórn félagsins viðurkennir að hafi komið upp á síðustu fimm árum. „Af þeim fimm málum sem við fórum yfir á fundinum enduðu fjögur með því að þolendur þurftu að axla alla ábyrgð á lausn málsins á meðan að menn sem hafa gerst brotlegir við reglur félagsins og landslög, hafa sumir fengið fleiri en eitt tækifæri til að brjóta aftur af sér. Fimmta málið var leyst snaggaralega, en ekki án mótbyrs innan stjórnar, af Önnu Dóru Sæþórsdóttur sem nú hefur sagt af sér embætti m.a. vegna þess hversu lítinn stuðning hún fékk til faglegra og ábyrgra vinnubragða til að leysa slík mál.“ Segir áreitnimál er varða fararstjóra mögulega skipta tugum Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. „Á fundinum varð ljóst að stjórnendur halla sér að mjög þröngum skilgreiningum varðandi áreitnis- og ofbeldismál og er það líkleg skýring á því hversu fá atvik félagið viðurkennir. Þá er tilhneiging til að horfa fram hjá atvikum af völdum þeirra sem starfa fyrir félagið ef áreitnin/ofbeldið á sér stað utan vinnu eða yfirráðasvæða félagsins,“ segir Kristín í erindi sínu til stjórnar. „Undanfarna daga hef ég verið í sambandi við fjölda kvenna sem hafa sögur að segja sem tengjast Ferðafélaginu og auðheyrt er að þolendur hafa ekkert traust til félagsins til að leysa slík mál á farsælan hátt. Mér hafa t.d. borist upplýsingar um að atvik er varða einn fararstjóra félagsins skipti jafnvel tugum á vettvangi félagsins. Fjöldi erinda hefur borist mér varðandi sama aðila í störfum hans á öðrum vettvangi.“ Kristín segist draga þá ályktun að stjórn og framkvæmdastjóri hafi brugðist þolendum og fært ábyrgðina af áreitnis- og ofbeldismálum af höndum félagsins og gerenda og á axlir þolenda. Málunum sé ekki lokið af hálfu þolenda þó þeim sé það af hálfu FÍ. „Þó að nú sé verið að breyta vinnubrögðum með því að kalla til fagaðila er það of seint. Of mikill skaði hefur orðið á orðspori og trúverðugleika félagsins af völdum núverandi stjórnenda. Til að endurvinna traust þarf nýtt fólk að taka við stjórn félagsins sem fyrst svo hægt sé að hefja uppbyggingarstarf,“ segir Kristín. Bréf Kristínar í heild má finna á vefsíðu Stundarinnar. Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
„Eftir fund okkar í gær og nokkra íhugun hef ég ákveðið að leggja fram vantrauststillögu á stjórn og framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands á félagsfundi 27. október. Ég óska því eftir að vantrauststillagan verð sett á formlega dagskrá fundarins og að leynileg atkvæðagreiðsla fari fram um hana,“ segir Kristín í erindi sem hún sendi stjórn FÍ í morgun. Hún segir að á fundinum hafi hún orðið þess áskynja að stjórn og framkvæmdastjóri virtust ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hversu alvarlegt það væri að taka kvartanir um áreitni og ofbeldi ekki alvarlega. Kristín segir að á fundinum hafi meðal annars verið farið yfir fimm af sex málum sem stjórn félagsins viðurkennir að hafi komið upp á síðustu fimm árum. „Af þeim fimm málum sem við fórum yfir á fundinum enduðu fjögur með því að þolendur þurftu að axla alla ábyrgð á lausn málsins á meðan að menn sem hafa gerst brotlegir við reglur félagsins og landslög, hafa sumir fengið fleiri en eitt tækifæri til að brjóta aftur af sér. Fimmta málið var leyst snaggaralega, en ekki án mótbyrs innan stjórnar, af Önnu Dóru Sæþórsdóttur sem nú hefur sagt af sér embætti m.a. vegna þess hversu lítinn stuðning hún fékk til faglegra og ábyrgra vinnubragða til að leysa slík mál.“ Segir áreitnimál er varða fararstjóra mögulega skipta tugum Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. „Á fundinum varð ljóst að stjórnendur halla sér að mjög þröngum skilgreiningum varðandi áreitnis- og ofbeldismál og er það líkleg skýring á því hversu fá atvik félagið viðurkennir. Þá er tilhneiging til að horfa fram hjá atvikum af völdum þeirra sem starfa fyrir félagið ef áreitnin/ofbeldið á sér stað utan vinnu eða yfirráðasvæða félagsins,“ segir Kristín í erindi sínu til stjórnar. „Undanfarna daga hef ég verið í sambandi við fjölda kvenna sem hafa sögur að segja sem tengjast Ferðafélaginu og auðheyrt er að þolendur hafa ekkert traust til félagsins til að leysa slík mál á farsælan hátt. Mér hafa t.d. borist upplýsingar um að atvik er varða einn fararstjóra félagsins skipti jafnvel tugum á vettvangi félagsins. Fjöldi erinda hefur borist mér varðandi sama aðila í störfum hans á öðrum vettvangi.“ Kristín segist draga þá ályktun að stjórn og framkvæmdastjóri hafi brugðist þolendum og fært ábyrgðina af áreitnis- og ofbeldismálum af höndum félagsins og gerenda og á axlir þolenda. Málunum sé ekki lokið af hálfu þolenda þó þeim sé það af hálfu FÍ. „Þó að nú sé verið að breyta vinnubrögðum með því að kalla til fagaðila er það of seint. Of mikill skaði hefur orðið á orðspori og trúverðugleika félagsins af völdum núverandi stjórnenda. Til að endurvinna traust þarf nýtt fólk að taka við stjórn félagsins sem fyrst svo hægt sé að hefja uppbyggingarstarf,“ segir Kristín. Bréf Kristínar í heild má finna á vefsíðu Stundarinnar.
Ólga innan Ferðafélags Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent