Brunavarnir Árnessýslu óska eftir nýjum slökkviliðsmönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2022 15:04 Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna þriðjudagskvöldið 1. nóvember klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brunavarnir Árnessýslu leita nú af nýjum slökkviliðsmönnum en í dag eru um 130 slökkviliðsmenn, sem dreifast á 7 slökkviliðsstöðvar starfandi hjá brunavörnum. Ráða þarf tíu til fimmtán nýja slökkviliðsmenn, ekki síst í slökkviliðin í Uppsveitum Árnessýslu. Brunavarnir Árnessýslu er eitt af öflugu slökkviliðunum á landsbyggðinni með höfuðstöðvar sínar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Nokkrir fastir starfsmenn starfa hjá brunavörnum og svo eru það slökkviliðsmennirnir 130, sem eru í hlutastarfi. Alltaf er töluverð starfsmannavelta í svona hópi og því þarf reglulega að ráða nýja slökkviliðsmenn og þjálfa þá upp. Þriðjudagskvöldið 1. nóvember hafa Brunavarnir Árnessýslu boðað til kynningarfundar fyrir áhugasama um starf í slökkviliðinu. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna. „Við gerum þetta annað hvert ár, auglýsa eftir slökkviliðsmönnum. Við erum að leita af slökkviliðsmönnum á allar okkar stöðvar,“ segir Lárus. Lárus Kristinn segir að það sé ekki alveg ljóst hvað margir nýir slökkviliðsmenn verði ráðnir en ekki sé ólíklegt að þeir verði á milli 10 til 15. Og hvað ætlið þið að reyna að gera til að lokka fólk til að koma í slökkviliðið? „Við ætlum bara að sýna því hvað það er frábært fólk, sem vinnur hjá slökkviliðinu. Þetta getur verið líkamlega og andlega erfitt en þetta getur líka verið skemmtilegt og skemmtilegur hópur, sem fólk vinnur með.“ En hvað þarf viðkomandi að hafa til bruns að bera til að geta ráðið sig í slökkvilið? „Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð og vera orðin tvítugur að lágmarki. Hann þarf að standast þrekpróf og ýmis inntökupróf, sem þeir, sem koma til greina fara í gegnum,“ segir Lárus. Lárus Kristinn hvetur alla áhugasama til að mæta á kynningarfundinn næsta þriðjudagskvöld klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. „Við erum bara að leita af fólki af öllum aldri og öllum kynjum,“ segir Lárus enn fremur. Starf slökkviliðsmanna er fjölbreytt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Slökkvilið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Brunavarnir Árnessýslu er eitt af öflugu slökkviliðunum á landsbyggðinni með höfuðstöðvar sínar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Nokkrir fastir starfsmenn starfa hjá brunavörnum og svo eru það slökkviliðsmennirnir 130, sem eru í hlutastarfi. Alltaf er töluverð starfsmannavelta í svona hópi og því þarf reglulega að ráða nýja slökkviliðsmenn og þjálfa þá upp. Þriðjudagskvöldið 1. nóvember hafa Brunavarnir Árnessýslu boðað til kynningarfundar fyrir áhugasama um starf í slökkviliðinu. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna. „Við gerum þetta annað hvert ár, auglýsa eftir slökkviliðsmönnum. Við erum að leita af slökkviliðsmönnum á allar okkar stöðvar,“ segir Lárus. Lárus Kristinn segir að það sé ekki alveg ljóst hvað margir nýir slökkviliðsmenn verði ráðnir en ekki sé ólíklegt að þeir verði á milli 10 til 15. Og hvað ætlið þið að reyna að gera til að lokka fólk til að koma í slökkviliðið? „Við ætlum bara að sýna því hvað það er frábært fólk, sem vinnur hjá slökkviliðinu. Þetta getur verið líkamlega og andlega erfitt en þetta getur líka verið skemmtilegt og skemmtilegur hópur, sem fólk vinnur með.“ En hvað þarf viðkomandi að hafa til bruns að bera til að geta ráðið sig í slökkvilið? „Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð og vera orðin tvítugur að lágmarki. Hann þarf að standast þrekpróf og ýmis inntökupróf, sem þeir, sem koma til greina fara í gegnum,“ segir Lárus. Lárus Kristinn hvetur alla áhugasama til að mæta á kynningarfundinn næsta þriðjudagskvöld klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. „Við erum bara að leita af fólki af öllum aldri og öllum kynjum,“ segir Lárus enn fremur. Starf slökkviliðsmanna er fjölbreytt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Slökkvilið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira