Kona sem höfðaði mál gegn íslenska ríkinu og Tryggingastofnun vegna skerðingar í almannatryggingarkerfinu segir gífurlega óréttlátt hvernig komið er fram við eldri borgara. Hún ásamt félögum sínum í Gráa hernum tapaði máli í Hæstarétti í dag og íhugar nú að leita til Mannréttindadómstóls.
Gjaldsvæði fyrir bílastæði í nokkrum götum Vesturbæjar og Þingholts verða stækkuð á næstunni. Íbúar í Vesturbæ og miðborg eiga margir hverjir erfitt með að finna bílastæði meðal annars vegna fjölgunar ferðmanna. Heimir Már Pétursson fór á vettvang í Gamla vesturbænum.
Þá fjöllum við um framtíð jarðhræringa á Reykjanesi, verðum í beinni útsendingu frá ráðhúsi Reykjavíkur þar sem íslenskir skátar halda upp á 110 ára afmæli sitt og Kristján Már Unnarsson heimsótti fyrrverandi ferðamálastjóra, sem keypti aflagðan sveitaskóla nyrst í Skagafirði og breytti í hótel. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.