Hristov hefur verið hér á landi frá árinu 2014 en eftir stutt stopp hjá Víkingi í efstu deild spilaði hann með Einherja á Vopnafirði frá 2015 þar til hann lagði skóna á hilluna árið 2020. Síðan þá hefur hann verið búsettur í Eyjum og þjálfað yngri flokka hjá félaginu.
Hann skrifar undir þriggja ára samning sem nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV sem lenti í 5. sæti Bestu deildarinnar í sumar, aðeins fjórum stigum frá Evrópusæti.
Mikið hefur gustað um liðið en forveri Hristovs í starfi, Trínidadinn Jonathan Glenn, var látinn fara frá félaginu gegnum tölvupóst á meðan hann var í fríi erlendis. Kona hans og leikmaður liðsins, Þórhildur Ólafsdóttir, rakti í löngu máli í stöðuuppfærslu á Facebook hvernig kvennaliðið bæri skarðan hlut frá borði í samanburði við karlaliðið.