Grindhoraðir nautgripir sem fái hvorki vott né þurrt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2022 19:14 Íbúi í Borgarbyggð segir nautgripina grindhoraða; dýrin fái hvorki vott né þurrt. Steinunn Árnadóttir Íbúi í Borgarnesi segist ekkert botna í verkferlum Matvælastofnunar. Hross og nautgripir fái hvorki vott né þurrt, þrátt fyrir að dýrin eigi að vera undir eftirliti MAST. Vísir hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra á tveimur bóndabæjum í Borgarfirði síðan í ágúst. Á öðrum þeirra eru haldin hross en þrettán voru aflífuð vegna alvarlegs ástands í október. Önnur voru send á bæinn að nýju og tíu voru sögð í viðkvæmu ástandi. Á næsta bæ eru nautgripir en samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast bændur umræddra bóndabæja. Þaðan var sauðfé fjarlægt í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. „Þetta er bara hræðilegt“ Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi, segist hreinlega ekki átta sig á verklagi stofnunarinnar. Það virðist ekkert vera að gerast. „Þetta er bara hræðilegt. Það er ekki hægt að segja neitt annað, maður er algerlega orðlaus. Þetta er allt undir eftirliti hjá MAST. [Kýrnar] eru matarlausar, vatnslausar og sama staða er hjá hestunum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Hún hringdi í lögregluna vegna ástands hestanna fyrr í dag og segir að tveir þeirra geti varla gengið vegna hófsperru. Steinunn hyggst kæra málið formlega eftir helgi. Þá segist hún einnig ætla að halda áfram að senda ábendingar á MAST, þó að stofnunin sé löngu hætt að svara. Steinunn segir að tvö hross geti varla gengið vegna hófsperru.Steinunn Árnadóttir „Það er ekkert búið að gefa þessum hestum síðan á fimmtudaginn, þeir eru búnir að vera algerlega matarlausir. Það er hægt að finna vatn ofan í skurði þarna einhvers staðar fjær, ég veit eiginlega ekki hvernig þeir ná í vatn þessar skepnur. Þeir eiga sem sagt að verða nógu horaðir svo hægt sé að reka þá upp á sláturbíl, eða fella þá á staðnum. Og sama uppi í [næstu sveit], þar er ekkert vatn hjá þessum naugripum – og ekkert fóður,“ segir Steinunn. Svandís Svavarsdóttir hefur krafið Matvælastofnun svara um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa lýst yfir miklum efasemdum um hæfi stofnunarinnar en starfsfólk MAST segir umræðuna óvægna. „Vegna óvæginnar orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar sér stofnunin sig þó knúna að grípa til nokkurra andsvara og reyna að skýra verkferla sína frekar og fara almennt yfir þær raðir aðgerða sem gripið er til í málum er varða velferð dýra, þótt ekki séu þær ávallt sýnilegar almenningi,“ sagði í tilkynningu frá Matvælastofnun fyrr í vikunni. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Hestar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 MAST neitaði að selja vanrækta hesta Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. 25. október 2022 20:00 Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Vísir hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra á tveimur bóndabæjum í Borgarfirði síðan í ágúst. Á öðrum þeirra eru haldin hross en þrettán voru aflífuð vegna alvarlegs ástands í október. Önnur voru send á bæinn að nýju og tíu voru sögð í viðkvæmu ástandi. Á næsta bæ eru nautgripir en samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast bændur umræddra bóndabæja. Þaðan var sauðfé fjarlægt í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. „Þetta er bara hræðilegt“ Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi, segist hreinlega ekki átta sig á verklagi stofnunarinnar. Það virðist ekkert vera að gerast. „Þetta er bara hræðilegt. Það er ekki hægt að segja neitt annað, maður er algerlega orðlaus. Þetta er allt undir eftirliti hjá MAST. [Kýrnar] eru matarlausar, vatnslausar og sama staða er hjá hestunum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Hún hringdi í lögregluna vegna ástands hestanna fyrr í dag og segir að tveir þeirra geti varla gengið vegna hófsperru. Steinunn hyggst kæra málið formlega eftir helgi. Þá segist hún einnig ætla að halda áfram að senda ábendingar á MAST, þó að stofnunin sé löngu hætt að svara. Steinunn segir að tvö hross geti varla gengið vegna hófsperru.Steinunn Árnadóttir „Það er ekkert búið að gefa þessum hestum síðan á fimmtudaginn, þeir eru búnir að vera algerlega matarlausir. Það er hægt að finna vatn ofan í skurði þarna einhvers staðar fjær, ég veit eiginlega ekki hvernig þeir ná í vatn þessar skepnur. Þeir eiga sem sagt að verða nógu horaðir svo hægt sé að reka þá upp á sláturbíl, eða fella þá á staðnum. Og sama uppi í [næstu sveit], þar er ekkert vatn hjá þessum naugripum – og ekkert fóður,“ segir Steinunn. Svandís Svavarsdóttir hefur krafið Matvælastofnun svara um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa lýst yfir miklum efasemdum um hæfi stofnunarinnar en starfsfólk MAST segir umræðuna óvægna. „Vegna óvæginnar orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar sér stofnunin sig þó knúna að grípa til nokkurra andsvara og reyna að skýra verkferla sína frekar og fara almennt yfir þær raðir aðgerða sem gripið er til í málum er varða velferð dýra, þótt ekki séu þær ávallt sýnilegar almenningi,“ sagði í tilkynningu frá Matvælastofnun fyrr í vikunni.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Hestar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 MAST neitaði að selja vanrækta hesta Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. 25. október 2022 20:00 Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13
MAST neitaði að selja vanrækta hesta Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. 25. október 2022 20:00
Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“