Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Snorri Másson skrifar 7. nóvember 2022 20:35 Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. Málefni flóttafólks voru ofarlega á baugi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi - til umræðu er umdeild brottvísun fimmtán flóttamanna sem ríkislögreglustjóri framkvæmdi aðfaranótt fimmtudags. Andrés Ingi Jónsson Pírati beindi orðum sínum að félagsmálaráðherra: „Hvernig réttlætir félagsmálaráðherra að fötluðum manni hafi verið sparkað úr landi gagngert til að koma í veg fyrir að hann gæti sótt málið fyrir dómstólum?“ „Í staðinn velur ráðherrann að Jón Gunnarsson sé sá sem hafi rétt fyrir sér í þessu máli. Útlendingastofnun, Jón Gunnarsson og kærunefnd útlendingamála eru ekki endapunkturinn í þessu máli. Félagsmálaráðherra þarf að átta sig á því ef hann ætlar að vera starfi sínu vaxinn,“ sagði Andrés. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Öðrum finnast stjórnvöld ekki ganga nógu langt og sögðu stefnu stjórnvalda ekki komast nálægt því að vera jafn harða og í samanburðarlöndum. „Og langt langt frá til að mynda dönskum jafnaðarmönnum sem hafa áttað sig á því að það þarf raunverulegar aðgerðir. Það þarf að taka á þessum málaflokki, ná stjórn á landamærunum til þess að geta hjálpað fólki sem er í mestri neyð. Hér ríkir áfram stjórnleysi. Því spyr ég hæstvirtan ráðherra: Hvers er að vænta? Er það bara þetta útþynnta útlendingafrumvarp sem ráðherra minnir okkur á núna? Verður engin breyting í þessum málaflokki undir stjórn hæstvirts ráðherra?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Hussein Hussein, íraskur hælisleitandi sem fluttur var í hjólastól úr landi á dögunum, átti að fá skorið úr rétti sínum til efnislegrar meðferðar 18. nóvember. Samkvæmt því sem fram kom í ræðu Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingar hefur dómari í því máli nú óskað eftir því við ríkislögmann að Hussein fái að koma fyrir dóm og gefa skýrslu milliliðalaust. Tölfræði frá embætti ríkislögreglustjóra Umræddur hópur var sendur til Grikklands og þar með hafa 38 verið sendir frá Íslandi til Grikklands á þessu ári. 25 af þeim hafa farið í fylgd lögreglu. Samtals hefur lögregla fengið fyrirmæli um að koma 116 manns úr landi á þessu ári. Sjötíu og þremur þeirra hefur verið fylgt beint af lögreglu úr landi, en fjörutíu og þrír hafa farið sjálfviljugir. Mál af þessum toga sem eru útistandandi hjá ríkislögreglustjóra eru mál 187 einstaklinga. 98 þeirra mála eru í vinnslu en 39 aðilar í þeim hópi finnast ekki. Í 89 málanna skortir tilhlýðilegar ferðaheimildir eða ekki er unnt að komast til tiltekins lands. Þau mál eru því í bið. Jón telur ekki ástæðu til að endurskoða sendingar til Grikklands Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, er á öðru máli, eins og hann lýsti í samtali við fréttastofu í dag. „Í sjálfu sér tel ég ekki að það þurfi neina endurskoðun á því. Hér hafa bæði útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og dómstólar landsins komist að því að það sé fullkomlega eðlilegt að senda fólk til Grikklands sem þegar hefur vernd þar í landi. Það eru flestar ef ekki allar Evrópuþjóðir að gera, að ef fólk hefur komið þangað og fengið þar vernd að þá er það sent til baka. Við munum fylgja því áfram hér eftir sem hingað til,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mál Hussein Hussein Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Málefni flóttafólks voru ofarlega á baugi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi - til umræðu er umdeild brottvísun fimmtán flóttamanna sem ríkislögreglustjóri framkvæmdi aðfaranótt fimmtudags. Andrés Ingi Jónsson Pírati beindi orðum sínum að félagsmálaráðherra: „Hvernig réttlætir félagsmálaráðherra að fötluðum manni hafi verið sparkað úr landi gagngert til að koma í veg fyrir að hann gæti sótt málið fyrir dómstólum?“ „Í staðinn velur ráðherrann að Jón Gunnarsson sé sá sem hafi rétt fyrir sér í þessu máli. Útlendingastofnun, Jón Gunnarsson og kærunefnd útlendingamála eru ekki endapunkturinn í þessu máli. Félagsmálaráðherra þarf að átta sig á því ef hann ætlar að vera starfi sínu vaxinn,“ sagði Andrés. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Öðrum finnast stjórnvöld ekki ganga nógu langt og sögðu stefnu stjórnvalda ekki komast nálægt því að vera jafn harða og í samanburðarlöndum. „Og langt langt frá til að mynda dönskum jafnaðarmönnum sem hafa áttað sig á því að það þarf raunverulegar aðgerðir. Það þarf að taka á þessum málaflokki, ná stjórn á landamærunum til þess að geta hjálpað fólki sem er í mestri neyð. Hér ríkir áfram stjórnleysi. Því spyr ég hæstvirtan ráðherra: Hvers er að vænta? Er það bara þetta útþynnta útlendingafrumvarp sem ráðherra minnir okkur á núna? Verður engin breyting í þessum málaflokki undir stjórn hæstvirts ráðherra?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Hussein Hussein, íraskur hælisleitandi sem fluttur var í hjólastól úr landi á dögunum, átti að fá skorið úr rétti sínum til efnislegrar meðferðar 18. nóvember. Samkvæmt því sem fram kom í ræðu Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingar hefur dómari í því máli nú óskað eftir því við ríkislögmann að Hussein fái að koma fyrir dóm og gefa skýrslu milliliðalaust. Tölfræði frá embætti ríkislögreglustjóra Umræddur hópur var sendur til Grikklands og þar með hafa 38 verið sendir frá Íslandi til Grikklands á þessu ári. 25 af þeim hafa farið í fylgd lögreglu. Samtals hefur lögregla fengið fyrirmæli um að koma 116 manns úr landi á þessu ári. Sjötíu og þremur þeirra hefur verið fylgt beint af lögreglu úr landi, en fjörutíu og þrír hafa farið sjálfviljugir. Mál af þessum toga sem eru útistandandi hjá ríkislögreglustjóra eru mál 187 einstaklinga. 98 þeirra mála eru í vinnslu en 39 aðilar í þeim hópi finnast ekki. Í 89 málanna skortir tilhlýðilegar ferðaheimildir eða ekki er unnt að komast til tiltekins lands. Þau mál eru því í bið. Jón telur ekki ástæðu til að endurskoða sendingar til Grikklands Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, er á öðru máli, eins og hann lýsti í samtali við fréttastofu í dag. „Í sjálfu sér tel ég ekki að það þurfi neina endurskoðun á því. Hér hafa bæði útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og dómstólar landsins komist að því að það sé fullkomlega eðlilegt að senda fólk til Grikklands sem þegar hefur vernd þar í landi. Það eru flestar ef ekki allar Evrópuþjóðir að gera, að ef fólk hefur komið þangað og fengið þar vernd að þá er það sent til baka. Við munum fylgja því áfram hér eftir sem hingað til,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mál Hussein Hussein Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira