Vanda tekur umræðuna nærri sér: „Klaufalegt? Já kannski. Skammarlegt? Nei“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2022 13:22 Vanda Sigurgeirsdóttir var endurkjörin formaður KSÍ fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur nú tjáð sig um gagnrýnina á sig og Knattspyrnusamband Íslands, vegna þess að landsliðskonur Íslands telja sig ekki hafa fengið sömu umgjörð og landsliðskarlarnir þegar þær spila tímamótaleiki. Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og fyrrum landsliðskonurnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir gagnrýndu allar hvernig KSÍ stóð að þeirra málum. Vanda skrifar pistil um þetta jafnréttismál á fésbókarsíðu sinni en hún hefur hingað ekki vilja veita fjölmiðlum viðtöl vegna þessa hitamáli. Formaðurinn hefur nú komið fram með sína hlið á þessu máli. Vanda segist þar hafa barist fyrir vægi kvennaknattspyrnu alla tíð og þetta mál stingi hana því í hjartað. Hugmyndin að hundrað leikja treyjunum er eitthvað sem stjórn KSÍ tók enga ákvörðun um og ekkert annað er í verkferlum og reglugerðum KSÍ nema að leikmenn fái heiðursviðurkenningar fyrir 50 og 100 leiki. Hún segir að hefð sé fyrir því að leikmenn sem nái hundrað leikjum fái málverk sem afhent er á ársþingi eða við önnur hátíðleg tilefni. Vanda segir enn fremur að einn starfsmaður úr starfsliði A-landsliðs karla hafi fengið þá fínu hugmynd að útbúa treyju fyrir Birki Bjarnason og Birki Má Sævarsson en það hafi verið eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. „KSÍ vinnur markvisst að jafnréttismálum í öllu sínu starfi og mun halda því áfram. Við erum að gera allt sem við getum. Stundum verða mistök á leiðinni í þessum málum sem og öðrum. Því fer fjarri að ætlunin hafi verið að minnka kvennalandsliðið, því þær eiga að sjálfsögðu virðingu skilið fyrir að leggja allt sitt í að spila fyrir land og þjóð. Þá skoðun hef ég alltaf haft og verið í áratugi að berjast fyrir,“ skrifar Vanda meðal annars og hún nefnir síðan þrjá hluti sem sambandið ætlar að breyta. Vanda skorar líka á landsliðsfólk að hafa beint samband við starfsmenn sambandsins ef eitthvað má betur fara. Starfsfólk og stjórnarfólk KSÍ sé boðið og búið að hlusta og taka við ábendingum. „Það er alltaf hægt að bæta og breyta.,“ skrifar Vanda en í lokin talar hún um það að í þeirri orrahríð sem nú er finnst henni sárast að vegið sé að starfsfólki KSÍ, sem vinnur af heilindum, metnaði – oft myrkranna á milli. Pistil hennar má finna hér fyrir neðan. Pistill Vöndu Sigurgeirsdóttur: Ég tek umræðu síðustu daga mjög nærri mér, enda hef ég, frá því að ég steig mín fyrstu skref í fótbolta, barist fyrir vægi kvennaknattspyrnu. Nú eftir að ég kom til KSÍ er þessi barátta ekki bara á Íslandi heldur einnig í Evrópu. Í áratugi hef ég verið í jafnréttisbaráttu og þau sem mig þekkja vita að ég vil síst að þau skilaboð séu í knattspyrnunni að konur skipti síður máli. Það stingur mig í hjartað. Mig langar því að útskýra. KSÍ fylgir reglugerðum sínum um að leikmenn fái heiðursviðurkenningar fyrir 50 og 100 leiki. Hefð er fyrir því að leikmenn sem ná 100 leikjum fái málverk sem afhent er á ársþingi eða við önnur hátíðleg tilefni. Ekkert annað er í verkferlum og reglugerðum KSÍ um þessi mál. En hvað þá með þessar treyjur? Fyrir ári síðan fékk einn starfsmaður úr starfsliði A landsliðs karla þá fínu hugmynd að útbúa treyju fyrir Birki Bjarnason og Birki Má Sævarsson, sem báðir voru komnir með 100 leiki. Það er, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti sem þetta var gert. Þetta er eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. Skemmtileg hugmynd og flott frumkvæði. Þegar Dagný og Glódís náðu þessum merka áfanga í apríl afhenti ég þeim blóm fyrir leikinn í Serbíu. Sá starfsmaður kvennalandsliðsins sem mun sjá um þetta í framtíðinni var ný tekin til starfa í apríl. Hún vissi ekki af treyjunum hjá A karla. Hefði einhver geta sagt henni þetta? Já vissulega, þar á meðal ég sjálf, því ég var viðstödd í Rúmeníu þegar Birkir og Birkir fengu sínar treyjur. En það fórst einfaldlega fyrir. Klaufalegt? Já kannski. Skammarlegt? Nei. KSÍ vinnur markvisst að jafnréttismálum í öllu sínu starfi og mun halda því áfram. Við erum að gera allt sem við getum. Stundum verða mistök á leiðinni í þessum málum sem og öðrum. Því fer fjarri að ætlunin hafi verið að minnka kvennalandsliðið, því þær eiga að sjálfsögðu virðingu skilið fyrir að leggja allt sitt í að spila fyrir land og þjóð. Þá skoðun hef ég alltaf haft og verið í áratugi að berjast fyrir. Markmið okkar er jafnrétti. Við erum alltaf að stíga skref þar til að ná betri árangri en augljóst er að við þurfum að vera duglegri að miðla því. Hver er lærdómurinn, tækifærin, hverju ætlum við að breyta? 1. Í vor hófum við að smíða nýjan ramma utan um það hvenær og hvernig á að heiðra leikmenn sem leggja landsliðskóna á hilluna. Við ætlum að setja allt kapp í að klára þá verkferla og bæta. 2. Hugmyndin með 100 leikja treyjuna er góð, við munum innleiða hana sem fastan lið í báðum A landsliðum okkar. 3. Við munum rýna í þá ferla sem fyrir eru og gera endurbætur ef þörf er á. Svo vil ég að lokum skora á landsliðsfólk að hafa beint samband við okkur ef eitthvað má betur fara. Starfsfólk og stjórnarfólk KSÍ er boðið og búið að hlusta og taka við ábendingum. Það er alltaf hægt að bæta og breyta. Í þeirri orrahríð sem nú er finnst mér sárast að vegið er að starfsfólki KSÍ, sem vinnur af heilindum, metnaði – oft myrkranna á milli – að framþróun fótboltans á Íslandi. Ég hef aldrei kynnst starfshópi sem helgar sig starfi sínu með sama hætti og þessi frábæri hópur. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir og fyrrum landsliðskonurnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir gagnrýndu allar hvernig KSÍ stóð að þeirra málum. Vanda skrifar pistil um þetta jafnréttismál á fésbókarsíðu sinni en hún hefur hingað ekki vilja veita fjölmiðlum viðtöl vegna þessa hitamáli. Formaðurinn hefur nú komið fram með sína hlið á þessu máli. Vanda segist þar hafa barist fyrir vægi kvennaknattspyrnu alla tíð og þetta mál stingi hana því í hjartað. Hugmyndin að hundrað leikja treyjunum er eitthvað sem stjórn KSÍ tók enga ákvörðun um og ekkert annað er í verkferlum og reglugerðum KSÍ nema að leikmenn fái heiðursviðurkenningar fyrir 50 og 100 leiki. Hún segir að hefð sé fyrir því að leikmenn sem nái hundrað leikjum fái málverk sem afhent er á ársþingi eða við önnur hátíðleg tilefni. Vanda segir enn fremur að einn starfsmaður úr starfsliði A-landsliðs karla hafi fengið þá fínu hugmynd að útbúa treyju fyrir Birki Bjarnason og Birki Má Sævarsson en það hafi verið eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. „KSÍ vinnur markvisst að jafnréttismálum í öllu sínu starfi og mun halda því áfram. Við erum að gera allt sem við getum. Stundum verða mistök á leiðinni í þessum málum sem og öðrum. Því fer fjarri að ætlunin hafi verið að minnka kvennalandsliðið, því þær eiga að sjálfsögðu virðingu skilið fyrir að leggja allt sitt í að spila fyrir land og þjóð. Þá skoðun hef ég alltaf haft og verið í áratugi að berjast fyrir,“ skrifar Vanda meðal annars og hún nefnir síðan þrjá hluti sem sambandið ætlar að breyta. Vanda skorar líka á landsliðsfólk að hafa beint samband við starfsmenn sambandsins ef eitthvað má betur fara. Starfsfólk og stjórnarfólk KSÍ sé boðið og búið að hlusta og taka við ábendingum. „Það er alltaf hægt að bæta og breyta.,“ skrifar Vanda en í lokin talar hún um það að í þeirri orrahríð sem nú er finnst henni sárast að vegið sé að starfsfólki KSÍ, sem vinnur af heilindum, metnaði – oft myrkranna á milli. Pistil hennar má finna hér fyrir neðan. Pistill Vöndu Sigurgeirsdóttur: Ég tek umræðu síðustu daga mjög nærri mér, enda hef ég, frá því að ég steig mín fyrstu skref í fótbolta, barist fyrir vægi kvennaknattspyrnu. Nú eftir að ég kom til KSÍ er þessi barátta ekki bara á Íslandi heldur einnig í Evrópu. Í áratugi hef ég verið í jafnréttisbaráttu og þau sem mig þekkja vita að ég vil síst að þau skilaboð séu í knattspyrnunni að konur skipti síður máli. Það stingur mig í hjartað. Mig langar því að útskýra. KSÍ fylgir reglugerðum sínum um að leikmenn fái heiðursviðurkenningar fyrir 50 og 100 leiki. Hefð er fyrir því að leikmenn sem ná 100 leikjum fái málverk sem afhent er á ársþingi eða við önnur hátíðleg tilefni. Ekkert annað er í verkferlum og reglugerðum KSÍ um þessi mál. En hvað þá með þessar treyjur? Fyrir ári síðan fékk einn starfsmaður úr starfsliði A landsliðs karla þá fínu hugmynd að útbúa treyju fyrir Birki Bjarnason og Birki Má Sævarsson, sem báðir voru komnir með 100 leiki. Það er, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti sem þetta var gert. Þetta er eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. Skemmtileg hugmynd og flott frumkvæði. Þegar Dagný og Glódís náðu þessum merka áfanga í apríl afhenti ég þeim blóm fyrir leikinn í Serbíu. Sá starfsmaður kvennalandsliðsins sem mun sjá um þetta í framtíðinni var ný tekin til starfa í apríl. Hún vissi ekki af treyjunum hjá A karla. Hefði einhver geta sagt henni þetta? Já vissulega, þar á meðal ég sjálf, því ég var viðstödd í Rúmeníu þegar Birkir og Birkir fengu sínar treyjur. En það fórst einfaldlega fyrir. Klaufalegt? Já kannski. Skammarlegt? Nei. KSÍ vinnur markvisst að jafnréttismálum í öllu sínu starfi og mun halda því áfram. Við erum að gera allt sem við getum. Stundum verða mistök á leiðinni í þessum málum sem og öðrum. Því fer fjarri að ætlunin hafi verið að minnka kvennalandsliðið, því þær eiga að sjálfsögðu virðingu skilið fyrir að leggja allt sitt í að spila fyrir land og þjóð. Þá skoðun hef ég alltaf haft og verið í áratugi að berjast fyrir. Markmið okkar er jafnrétti. Við erum alltaf að stíga skref þar til að ná betri árangri en augljóst er að við þurfum að vera duglegri að miðla því. Hver er lærdómurinn, tækifærin, hverju ætlum við að breyta? 1. Í vor hófum við að smíða nýjan ramma utan um það hvenær og hvernig á að heiðra leikmenn sem leggja landsliðskóna á hilluna. Við ætlum að setja allt kapp í að klára þá verkferla og bæta. 2. Hugmyndin með 100 leikja treyjuna er góð, við munum innleiða hana sem fastan lið í báðum A landsliðum okkar. 3. Við munum rýna í þá ferla sem fyrir eru og gera endurbætur ef þörf er á. Svo vil ég að lokum skora á landsliðsfólk að hafa beint samband við okkur ef eitthvað má betur fara. Starfsfólk og stjórnarfólk KSÍ er boðið og búið að hlusta og taka við ábendingum. Það er alltaf hægt að bæta og breyta. Í þeirri orrahríð sem nú er finnst mér sárast að vegið er að starfsfólki KSÍ, sem vinnur af heilindum, metnaði – oft myrkranna á milli – að framþróun fótboltans á Íslandi. Ég hef aldrei kynnst starfshópi sem helgar sig starfi sínu með sama hætti og þessi frábæri hópur.
Pistill Vöndu Sigurgeirsdóttur: Ég tek umræðu síðustu daga mjög nærri mér, enda hef ég, frá því að ég steig mín fyrstu skref í fótbolta, barist fyrir vægi kvennaknattspyrnu. Nú eftir að ég kom til KSÍ er þessi barátta ekki bara á Íslandi heldur einnig í Evrópu. Í áratugi hef ég verið í jafnréttisbaráttu og þau sem mig þekkja vita að ég vil síst að þau skilaboð séu í knattspyrnunni að konur skipti síður máli. Það stingur mig í hjartað. Mig langar því að útskýra. KSÍ fylgir reglugerðum sínum um að leikmenn fái heiðursviðurkenningar fyrir 50 og 100 leiki. Hefð er fyrir því að leikmenn sem ná 100 leikjum fái málverk sem afhent er á ársþingi eða við önnur hátíðleg tilefni. Ekkert annað er í verkferlum og reglugerðum KSÍ um þessi mál. En hvað þá með þessar treyjur? Fyrir ári síðan fékk einn starfsmaður úr starfsliði A landsliðs karla þá fínu hugmynd að útbúa treyju fyrir Birki Bjarnason og Birki Má Sævarsson, sem báðir voru komnir með 100 leiki. Það er, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti sem þetta var gert. Þetta er eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. Skemmtileg hugmynd og flott frumkvæði. Þegar Dagný og Glódís náðu þessum merka áfanga í apríl afhenti ég þeim blóm fyrir leikinn í Serbíu. Sá starfsmaður kvennalandsliðsins sem mun sjá um þetta í framtíðinni var ný tekin til starfa í apríl. Hún vissi ekki af treyjunum hjá A karla. Hefði einhver geta sagt henni þetta? Já vissulega, þar á meðal ég sjálf, því ég var viðstödd í Rúmeníu þegar Birkir og Birkir fengu sínar treyjur. En það fórst einfaldlega fyrir. Klaufalegt? Já kannski. Skammarlegt? Nei. KSÍ vinnur markvisst að jafnréttismálum í öllu sínu starfi og mun halda því áfram. Við erum að gera allt sem við getum. Stundum verða mistök á leiðinni í þessum málum sem og öðrum. Því fer fjarri að ætlunin hafi verið að minnka kvennalandsliðið, því þær eiga að sjálfsögðu virðingu skilið fyrir að leggja allt sitt í að spila fyrir land og þjóð. Þá skoðun hef ég alltaf haft og verið í áratugi að berjast fyrir. Markmið okkar er jafnrétti. Við erum alltaf að stíga skref þar til að ná betri árangri en augljóst er að við þurfum að vera duglegri að miðla því. Hver er lærdómurinn, tækifærin, hverju ætlum við að breyta? 1. Í vor hófum við að smíða nýjan ramma utan um það hvenær og hvernig á að heiðra leikmenn sem leggja landsliðskóna á hilluna. Við ætlum að setja allt kapp í að klára þá verkferla og bæta. 2. Hugmyndin með 100 leikja treyjuna er góð, við munum innleiða hana sem fastan lið í báðum A landsliðum okkar. 3. Við munum rýna í þá ferla sem fyrir eru og gera endurbætur ef þörf er á. Svo vil ég að lokum skora á landsliðsfólk að hafa beint samband við okkur ef eitthvað má betur fara. Starfsfólk og stjórnarfólk KSÍ er boðið og búið að hlusta og taka við ábendingum. Það er alltaf hægt að bæta og breyta. Í þeirri orrahríð sem nú er finnst mér sárast að vegið er að starfsfólki KSÍ, sem vinnur af heilindum, metnaði – oft myrkranna á milli – að framþróun fótboltans á Íslandi. Ég hef aldrei kynnst starfshópi sem helgar sig starfi sínu með sama hætti og þessi frábæri hópur.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki