Utan vallar: Kaupa aftur hlutabréf í Heimi í sögulegu lágmarki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 12:30 Eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum á fyrsta tímabili sínu með Val voru næstu tvö tímabil mikil vonbrigði. vísir/hulda margrét Síðast þegar FH keypti hlutabréfin í Heimi Guðjónssyni í sögulegu lágmarki reyndist það snilldarráð. En geta FH-ingar endurtekið leikinn? „Það er aðeins einn Heimir Guðjóns,“ kyrjuðu viðstaddir á enn einum samstöðufundinum í Kaplakrika þegar Heimir Guðjónsson gekk inn í salinn. Kóngurinn í Krikanum var kominn aftur. Líklega er enginn einstaklingur tengdur blómaskeiði FH með jafn sterkum hætti og Heimir. Hann var aðalpersónan í gullöld Fimleikafélagsins. Fyrst sem leikmaður, svo fyrirliði, aðstoðarþjálfari og loks þjálfari. Heimir var hjá FH í sautján ár og á þeim tíma varð liðið átta sinnum Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari, náði góðum árangri í Evrópukeppnum og endaði annað hvort í 1. eða 2. sæti fjórtán ár í röð. Heimir varð það á að enda í 3. sæti FH 2017 og var í kjölfarið rekinn. Sú ákvörðun reyndist ekki heillavænleg fyrir Fimleikafélagið. FH fékk aðeins 25 stig í 27 leikjum í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili.vísir/hulda margrét Síðan þá hefur FH aldrei verið í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og í sumar bjargaði liðið sér frá falli á markatölu. Aðeins eitt lið (Leiknir) fékk færri stig en FH í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það er af sem áður var. Fyrst í stað virtist Heimir spjara sig betur án FH en FH án Heimis. Hann vann tvo stóra titla á tveimur árum sem þjálfari HB í Færeyjum. Heimir var svo ráðinn til Vals og gerði liðið að Íslandsmeisturum á fyrsta tímabili. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið erfið fyrir Heimi. Þrátt fyrir fína byrjun 2021 þótti spilamennska Valsmanna ekki góð og loftið fór svo hressilega úr blöðrunni undir lok tímabilsins. Heimir fékk samt að halda áfram með Val en tókst ekki að snúa genginu við og var látinn taka pokann sinn um miðjan júlí. Heimir hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla allra þjálfara í seinni tíð.vísir/hulda margrét Miðað við umræðuna mætti halda að Heimir sé orðin hálfgerð risaeðla sem hafi verið skilin eftir af mönnum á borð við Arnari Gunnlaugssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Samt eru bara tvö ár síðan lið Heimis varð Íslandsmeistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann hefur þjálfað í efstu deild á Íslandi í þrettán tímabil og orðið meistari á sex þeirra. Og það er ekki eins og þessir titlar hafi unnist áður en litasjónvarpið kom til sögunnar. En hlutabréfin í Heimi hafa sennilega ekki verið jafn lág og eftir tímabilið 1999. Þá tók FH sénsinn og keypti og það breytti sögu félagsins. FH-ingar vonast eftir svipaðri niðurstöðu núna. Fréttin um að Heimir Guðjónsson væri á leið til FH fékk ekki stórt pláss á íþróttasíðum íslensku blaðanna. En þetta reyndust mikilvægustu félagaskipti í sögu FH.úrklippa úr dv 6. janúar 2000 Staða FH hefur samt líklega heldur ekki verið jafn slæm og síðan um aldamótin. FH-ingar voru vandræðalega slakir í sumar, unnu aðeins einn útileik, ekkert lið sem var í efri hlutanum og héldu sér uppi á markatölu eins og áður sagði. Eftir að hafa verið með tvo þjálfara á árunum 2003-17 hefur FH skipt sex sinnum um þjálfara á síðustu þremur árum. Leikmannahópurinn er líka skringilega samsettur eins og margoft hefur verið fjallað um. Í honum er bara leikmenn sem voru einu sinni góðir og svo leikmenn sem verða (kannski) góðir í framtíðinni. Enginn í hópnum er á toppaldri. Svo eru það blessuðu endurkomurnar sem eru ekki alltaf góð hugmynd og hafa heppnast misvel. Fyrir hverja 2003 endurkomu hjá Ólafi Jóhannessyni er George Kirby endurkoma 1990. En tilfinningin er að FH og Heimir Guðjónsson þurfi á hvort öðru að halda á þessum tíma. Eftir skilnað taki þau saman aftur, barnanna vegna. Það getur farið í allar áttir en það er þess virði að láta á það reyna. Besta deild karla FH Utan vallar Hafnarfjörður Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Sjá meira
„Það er aðeins einn Heimir Guðjóns,“ kyrjuðu viðstaddir á enn einum samstöðufundinum í Kaplakrika þegar Heimir Guðjónsson gekk inn í salinn. Kóngurinn í Krikanum var kominn aftur. Líklega er enginn einstaklingur tengdur blómaskeiði FH með jafn sterkum hætti og Heimir. Hann var aðalpersónan í gullöld Fimleikafélagsins. Fyrst sem leikmaður, svo fyrirliði, aðstoðarþjálfari og loks þjálfari. Heimir var hjá FH í sautján ár og á þeim tíma varð liðið átta sinnum Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari, náði góðum árangri í Evrópukeppnum og endaði annað hvort í 1. eða 2. sæti fjórtán ár í röð. Heimir varð það á að enda í 3. sæti FH 2017 og var í kjölfarið rekinn. Sú ákvörðun reyndist ekki heillavænleg fyrir Fimleikafélagið. FH fékk aðeins 25 stig í 27 leikjum í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili.vísir/hulda margrét Síðan þá hefur FH aldrei verið í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og í sumar bjargaði liðið sér frá falli á markatölu. Aðeins eitt lið (Leiknir) fékk færri stig en FH í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það er af sem áður var. Fyrst í stað virtist Heimir spjara sig betur án FH en FH án Heimis. Hann vann tvo stóra titla á tveimur árum sem þjálfari HB í Færeyjum. Heimir var svo ráðinn til Vals og gerði liðið að Íslandsmeisturum á fyrsta tímabili. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið erfið fyrir Heimi. Þrátt fyrir fína byrjun 2021 þótti spilamennska Valsmanna ekki góð og loftið fór svo hressilega úr blöðrunni undir lok tímabilsins. Heimir fékk samt að halda áfram með Val en tókst ekki að snúa genginu við og var látinn taka pokann sinn um miðjan júlí. Heimir hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla allra þjálfara í seinni tíð.vísir/hulda margrét Miðað við umræðuna mætti halda að Heimir sé orðin hálfgerð risaeðla sem hafi verið skilin eftir af mönnum á borð við Arnari Gunnlaugssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Samt eru bara tvö ár síðan lið Heimis varð Íslandsmeistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann hefur þjálfað í efstu deild á Íslandi í þrettán tímabil og orðið meistari á sex þeirra. Og það er ekki eins og þessir titlar hafi unnist áður en litasjónvarpið kom til sögunnar. En hlutabréfin í Heimi hafa sennilega ekki verið jafn lág og eftir tímabilið 1999. Þá tók FH sénsinn og keypti og það breytti sögu félagsins. FH-ingar vonast eftir svipaðri niðurstöðu núna. Fréttin um að Heimir Guðjónsson væri á leið til FH fékk ekki stórt pláss á íþróttasíðum íslensku blaðanna. En þetta reyndust mikilvægustu félagaskipti í sögu FH.úrklippa úr dv 6. janúar 2000 Staða FH hefur samt líklega heldur ekki verið jafn slæm og síðan um aldamótin. FH-ingar voru vandræðalega slakir í sumar, unnu aðeins einn útileik, ekkert lið sem var í efri hlutanum og héldu sér uppi á markatölu eins og áður sagði. Eftir að hafa verið með tvo þjálfara á árunum 2003-17 hefur FH skipt sex sinnum um þjálfara á síðustu þremur árum. Leikmannahópurinn er líka skringilega samsettur eins og margoft hefur verið fjallað um. Í honum er bara leikmenn sem voru einu sinni góðir og svo leikmenn sem verða (kannski) góðir í framtíðinni. Enginn í hópnum er á toppaldri. Svo eru það blessuðu endurkomurnar sem eru ekki alltaf góð hugmynd og hafa heppnast misvel. Fyrir hverja 2003 endurkomu hjá Ólafi Jóhannessyni er George Kirby endurkoma 1990. En tilfinningin er að FH og Heimir Guðjónsson þurfi á hvort öðru að halda á þessum tíma. Eftir skilnað taki þau saman aftur, barnanna vegna. Það getur farið í allar áttir en það er þess virði að láta á það reyna.
Besta deild karla FH Utan vallar Hafnarfjörður Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Sjá meira