Hjartasvellið var kynnt til leiks í fyrsta sinn á aðventunni í fyrra. Naut það mikilla vinsælda og því var ákveðið að það skyldi rísa aftur í ár.
Það er staðsett fyrir utan Bókasafn Hafnarfjarðar, beint á móti Bæjarbíó. Svellið verður því í alfaraleið fyrir þá sem hyggjast kíkja á ljósadýrðina í Hellisgerði eða heimsækja hið sívinsæla jólaþorp í Hafnarfirði sem opnar þann 18. nóvember.
Vistvæn afþreying á aðventunni
Hjartasvellið opnaði í dag og verður það opið frá fimmtudögum til sunnudaga til 30. desember. Þá verður frítt inn alla fimmtudaga og föstudaga klukkan 15, en venjulega kostar 1.200 krónur en bóka þarf pláss á Tix.is.
Hjartasvellið er einstakt að því leyti að hvorki er notast við vatn né rafmagn við uppsetningu þess. Þess í stað er er notast við sérhannaðar gerviísplötur og er svellið því afar vistvænt.