Einvígi aldarinnar hefst í dag Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2022 10:21 Fyrsti þátturinn af Stjóranum verður sýndur í dag. Þar er um að ræða einvígi aldarinnar þar sem þeir Hjálmar Örn og Óli Jóels keppa um hvor nær betri árangri með lið sitt í fjórðu deildinni í Englandi í Football Manager 2023. Þátturinn verður sýndur á Twitchrás GameTíví, á Vísi og á Stöð 2 eSport og munu strákarnir leita til áhorfenda með ráð og stuðning, þar sem þættirnir verða í beinni útsendingu. Fyrsti þátturinn er sýndur í dag en hann verður svo á dagskrá alla þriðjudaga í vetur klukkan 19:00. Hjálmar mun stýra liðinu Stockport og Óli stýrir Grimsby. Strákarnir munu fá takmarkaðan tíma til að undirbúa lið sín fyrir leiki, til að kaupa leikmenn og ganga frá öðrum málum. Þeir munu sömuleiðis þurfa að draga áskorunarspil sem eiga að gera þeim erfitt um vik. Til dæmis gætu þeir dregið spil sem bannar þeim að nota leikmenn ef nafn þeirra byrjar á T. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum mánuðum síðan og hafði strax samband við Hjálmar Örn sem sló til. Síðan þá höfum við saman þróað hugmyndina áfram og má búast við að hún haldi áfram að þróast þegar við byrjum, en við munum leita eftir viðbrögðum frá áhorfendum og öðrum í kringum okkur. Sjálfir erum við miklir Football Manager aðdáendur og miklir áhugamenn um fótbolta almennt, þannig að þátturinn ætti að vera fyrir alla þá sem elska fótbolta, Football Manager og keppni almennt” segir Ólafur Þór Jóelsson hjá GameTíví. Fylgjast má með streyminu í spilaranum hér að neðan, á Twitchsíðu GameTíví eða Stöð 2 eSport. Stjórinn hefst klukkan ellefu. Leikjavísir Gametíví Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Þátturinn verður sýndur á Twitchrás GameTíví, á Vísi og á Stöð 2 eSport og munu strákarnir leita til áhorfenda með ráð og stuðning, þar sem þættirnir verða í beinni útsendingu. Fyrsti þátturinn er sýndur í dag en hann verður svo á dagskrá alla þriðjudaga í vetur klukkan 19:00. Hjálmar mun stýra liðinu Stockport og Óli stýrir Grimsby. Strákarnir munu fá takmarkaðan tíma til að undirbúa lið sín fyrir leiki, til að kaupa leikmenn og ganga frá öðrum málum. Þeir munu sömuleiðis þurfa að draga áskorunarspil sem eiga að gera þeim erfitt um vik. Til dæmis gætu þeir dregið spil sem bannar þeim að nota leikmenn ef nafn þeirra byrjar á T. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum mánuðum síðan og hafði strax samband við Hjálmar Örn sem sló til. Síðan þá höfum við saman þróað hugmyndina áfram og má búast við að hún haldi áfram að þróast þegar við byrjum, en við munum leita eftir viðbrögðum frá áhorfendum og öðrum í kringum okkur. Sjálfir erum við miklir Football Manager aðdáendur og miklir áhugamenn um fótbolta almennt, þannig að þátturinn ætti að vera fyrir alla þá sem elska fótbolta, Football Manager og keppni almennt” segir Ólafur Þór Jóelsson hjá GameTíví. Fylgjast má með streyminu í spilaranum hér að neðan, á Twitchsíðu GameTíví eða Stöð 2 eSport. Stjórinn hefst klukkan ellefu.
Leikjavísir Gametíví Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira