Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2022 16:56 Svona leit einn hestanna út fyrir nokkrum mánuðum síðan. Steinunn Árnadóttir Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. Í dag var viðburðurinn „Björgum dýrunum í Bæjarsveit“ búinn til á Facebook. Ingiveig Gunnarsdóttir stendur fyrir honum og segja hún tilganginn vera að koma búfénaði á Nýjabæ til hjálpar. „Ástand dýranna fer versnandi með hverjum degi sem líður en um langt skeið hafa þau hvorki haft aðgang að fóðri né vatni. Enginn sinnir þörfum dýranna, hvorki eigendur né yfirvöld. Því er brýnt að dýravinir taki nú höndum saman til að koma í veg fyrir frekari þjáningu og vosbúð dýranna,“ segir í lýsingu viðburðarins. Tæplega 140 manns hafa sagst hafa áhuga á því að mæta en Matvælastofnun (MAST) biður fólk um að mæta ekki. Stofnunin sé með málið í vinnslu. „Fyrir liggur að Matvælastofnun og lögreglan á Vesturlandi verða á staðnum á morgun að vinna að velferð dýranna á bænum. Við biðlum til allra hluteigandi að veita Matvælastofnun og lögreglu rými og vinnufrið því sameiginlegt markmið okkar allra er að tryggja velferð dýranna,“ segir í tilkynningu á vef MAST. Fyrr í dag sendi MAST frá sér aðra tilkynningu um málið í Borgarfirði. Þar segir að stofnunin vilji árétta að málið sé þar til meðferðar. Meðan á vinnslu málsins standi mun stofnunin sjá til þess að allir gripir búsins hafi aðgang að nægu heyi og vatni. Í tilkynningunni segir einnig að vegna stjórnsýslu- og persónuverndarlaga geti stofnunin ekki tjáð sig um þær aðgerðir sem unnið er að. Af þeim sökum sé fréttaflutningur og umfjöllun á samfélagsmiðlum einhliða. „Í einhverjum tilfellum hafa rangar ályktanir komið fram sem gerir það að verkum að almenningur fær ekki rétta mynd af stöðu mála og þeim afskiptum sem stofnunin hefur haft af búrekstrinum,“ segir í tilkynningunni. Dýraheilbrigði Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Hestar Tengdar fréttir Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Í dag var viðburðurinn „Björgum dýrunum í Bæjarsveit“ búinn til á Facebook. Ingiveig Gunnarsdóttir stendur fyrir honum og segja hún tilganginn vera að koma búfénaði á Nýjabæ til hjálpar. „Ástand dýranna fer versnandi með hverjum degi sem líður en um langt skeið hafa þau hvorki haft aðgang að fóðri né vatni. Enginn sinnir þörfum dýranna, hvorki eigendur né yfirvöld. Því er brýnt að dýravinir taki nú höndum saman til að koma í veg fyrir frekari þjáningu og vosbúð dýranna,“ segir í lýsingu viðburðarins. Tæplega 140 manns hafa sagst hafa áhuga á því að mæta en Matvælastofnun (MAST) biður fólk um að mæta ekki. Stofnunin sé með málið í vinnslu. „Fyrir liggur að Matvælastofnun og lögreglan á Vesturlandi verða á staðnum á morgun að vinna að velferð dýranna á bænum. Við biðlum til allra hluteigandi að veita Matvælastofnun og lögreglu rými og vinnufrið því sameiginlegt markmið okkar allra er að tryggja velferð dýranna,“ segir í tilkynningu á vef MAST. Fyrr í dag sendi MAST frá sér aðra tilkynningu um málið í Borgarfirði. Þar segir að stofnunin vilji árétta að málið sé þar til meðferðar. Meðan á vinnslu málsins standi mun stofnunin sjá til þess að allir gripir búsins hafi aðgang að nægu heyi og vatni. Í tilkynningunni segir einnig að vegna stjórnsýslu- og persónuverndarlaga geti stofnunin ekki tjáð sig um þær aðgerðir sem unnið er að. Af þeim sökum sé fréttaflutningur og umfjöllun á samfélagsmiðlum einhliða. „Í einhverjum tilfellum hafa rangar ályktanir komið fram sem gerir það að verkum að almenningur fær ekki rétta mynd af stöðu mála og þeim afskiptum sem stofnunin hefur haft af búrekstrinum,“ segir í tilkynningunni.
Dýraheilbrigði Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Hestar Tengdar fréttir Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20
Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32
Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13
Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33