ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. nóvember 2022 07:02 Bertrand Pollono, Fitch Darren og Tim Richardsson frá Volvo Construction Equipment voru viðstaddir þegar Heiðar Jón Heiðarsson frá ÍAV tók við nýju vélinni af Ólafi Árnasyni frá Velti. ÍAV fékk afhenta rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með þessu mikilvæga skrefi tekur ÍAV þátt í innleiðingu Volvo rafmagnsvéla á Íslandi. Vélin er með vökvahraðtengi, fleyglögnum og þremur skóflum. Þyngd 2.800 kg, afl mótors 20 kw og er sérlega lipur og hljóðlát vél. Mannvirkjagerð er ein af þeim atvinnugreinum þar sem orkuskipti munu skipta mjög miklu máli eigi Íslendingar að ná loftlagsmarkmiðum sínum. Með innleiðingu rafmagnsvinnuvéla þá tekur ÍAV ekki bara þátt í að draga úr losun heldur sparar félagið umtalsvert í orkukostnaði við rekstur vélarinnar. Volvo ECR25 Electric beltagrafan er sú fyrsta í nýrri línu Volvo vinnuvéla og er 100% rafknúin. Hún er með 20 kW mótor og vigtar 2800 kg. „Í vinnu við þetta verkefni hefur Brimborg upplýst og tekið samtal við Samorku - Samtök orku- og veitufyrirtækja, Orkustofnun, Íslenska nýorku, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Bílgreinasambandið, Samtök atvinnulífsins, Landsvirkjun, Landsnet, Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneytið um þessi áform og höfum við fengið einstaklega jákvæð viðbrögð.“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Rafknúnar vinnuvélar Volvo. Brimborg stærst á markaði rafknúinna ökutækja og véla Í samræmi við markmið Umhverfisstefnu Brimborgar, Visthæf skref, sem innleidd var árið 2007 þá hefur Brimborg lagt mikla áherslu á leiðtogahlutverk sitt í orkuskiptum á bílamarkaði með það að markmiði að hraða orkuskiptum. Brimborg forgangsraðar gagnvart innflutningi á rafknúnum bílum og tækjum, hefur fyrst bíla- og tækjaumboða gefið út heildstætt sjálfbærniuppgjör. Vistvænir bílar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent
Mannvirkjagerð er ein af þeim atvinnugreinum þar sem orkuskipti munu skipta mjög miklu máli eigi Íslendingar að ná loftlagsmarkmiðum sínum. Með innleiðingu rafmagnsvinnuvéla þá tekur ÍAV ekki bara þátt í að draga úr losun heldur sparar félagið umtalsvert í orkukostnaði við rekstur vélarinnar. Volvo ECR25 Electric beltagrafan er sú fyrsta í nýrri línu Volvo vinnuvéla og er 100% rafknúin. Hún er með 20 kW mótor og vigtar 2800 kg. „Í vinnu við þetta verkefni hefur Brimborg upplýst og tekið samtal við Samorku - Samtök orku- og veitufyrirtækja, Orkustofnun, Íslenska nýorku, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Bílgreinasambandið, Samtök atvinnulífsins, Landsvirkjun, Landsnet, Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneytið um þessi áform og höfum við fengið einstaklega jákvæð viðbrögð.“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Rafknúnar vinnuvélar Volvo. Brimborg stærst á markaði rafknúinna ökutækja og véla Í samræmi við markmið Umhverfisstefnu Brimborgar, Visthæf skref, sem innleidd var árið 2007 þá hefur Brimborg lagt mikla áherslu á leiðtogahlutverk sitt í orkuskiptum á bílamarkaði með það að markmiði að hraða orkuskiptum. Brimborg forgangsraðar gagnvart innflutningi á rafknúnum bílum og tækjum, hefur fyrst bíla- og tækjaumboða gefið út heildstætt sjálfbærniuppgjör.
Vistvænir bílar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent