Hátt í tvö hundruð nautgripir fjarlægðir vegna gruns um vanrækslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 14:12 Nautgripirnir verða fluttir af bænum. Steinunn Árnadóttir Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra í Borgarfirði síðan í ágúst. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs átstands í október en þau sem eftir voru sögð í viðkvæmu ásandi af MAST. Þá var sauðfé fjarlægt þaðan í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Aðgerðir Matvælastofnunar við fjarlægingu nautgripanna hófst í gær en íbúi í Borgarnesi, sem hefur fylgst náið með ástandi dýranna, segir marga nautgripina varla hafa komist í vatn og fóður undanfarnar vikur. „Þetta byrjaði upp úr klukkan eitt, þá komu bílar aðvífandi. Lögreglubílar og frá Matvælastofnun og sláturbílar og það var byrjað að taka nautgripi ú rþessum útihúsum,“ segir Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi. Inni í húsunum hafi verið tæplega 150 nautgripir og úti í kring um þrjátíu. Hún hafi engin svör fengið frá Matvælastofnun. „Ég er margbúin að senda þeim ðóst og ekki í eitt einasta skipti fengið viðbrögð við þeim póstum,“ segir Steinunn. Lögregla og MAST eru nú á staðnum.Steinunn Árnadóttir Skipaður var bústjóri á bænum um helgina, sem tryggði meðal annars að dýrin væru fóðruð. „Þeir fengu örugglega í fyrsta skipti í langan tíma gott fóður.“ Hefði ekki þurft að gera það miklu fyrr? „Ju, það er margt þarna sem hefði þurft að gera miklu fyrr.“ Lögreglan á Vesturlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið MAST innan handar í aðgerðunum. Dýralæknir hjá MAST, sem fréttastofa ræddi við í dag, sagði í samtali við fréttastofu að dýrin á bænum hafi ekki verið vannærð eða níðst á þeim. Einfaldlega hafi ábúendur ekki uppfyllt þau skilyrði og réttindi sem dýrin eigi með lögum og umsjón heilt yfir verið slæm. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56 Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Kvart, kukl og kveinstafir MAST Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. 2. nóvember 2022 11:31 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra í Borgarfirði síðan í ágúst. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs átstands í október en þau sem eftir voru sögð í viðkvæmu ásandi af MAST. Þá var sauðfé fjarlægt þaðan í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Aðgerðir Matvælastofnunar við fjarlægingu nautgripanna hófst í gær en íbúi í Borgarnesi, sem hefur fylgst náið með ástandi dýranna, segir marga nautgripina varla hafa komist í vatn og fóður undanfarnar vikur. „Þetta byrjaði upp úr klukkan eitt, þá komu bílar aðvífandi. Lögreglubílar og frá Matvælastofnun og sláturbílar og það var byrjað að taka nautgripi ú rþessum útihúsum,“ segir Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi. Inni í húsunum hafi verið tæplega 150 nautgripir og úti í kring um þrjátíu. Hún hafi engin svör fengið frá Matvælastofnun. „Ég er margbúin að senda þeim ðóst og ekki í eitt einasta skipti fengið viðbrögð við þeim póstum,“ segir Steinunn. Lögregla og MAST eru nú á staðnum.Steinunn Árnadóttir Skipaður var bústjóri á bænum um helgina, sem tryggði meðal annars að dýrin væru fóðruð. „Þeir fengu örugglega í fyrsta skipti í langan tíma gott fóður.“ Hefði ekki þurft að gera það miklu fyrr? „Ju, það er margt þarna sem hefði þurft að gera miklu fyrr.“ Lögreglan á Vesturlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið MAST innan handar í aðgerðunum. Dýralæknir hjá MAST, sem fréttastofa ræddi við í dag, sagði í samtali við fréttastofu að dýrin á bænum hafi ekki verið vannærð eða níðst á þeim. Einfaldlega hafi ábúendur ekki uppfyllt þau skilyrði og réttindi sem dýrin eigi með lögum og umsjón heilt yfir verið slæm.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56 Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Kvart, kukl og kveinstafir MAST Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. 2. nóvember 2022 11:31 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56
Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20
Kvart, kukl og kveinstafir MAST Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. 2. nóvember 2022 11:31