Réttur netsvikabrotaþola enn óljós Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 17:58 Þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn eru viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. MYND/Getty Images Fjölmörg mál sem varða svokölluð Messenger svik hafa komið inn á borð Neytendasamtakanna undanfarna daga. Neytendasamtökin hvetja brotaþola til að ganga úr skugga hvort þeir eigi einkaréttakröfu á sinn viðskiptabanka. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hefur borið á því að undanförnu að óprúttnir aðilar komast yfir fésbókarsíður Íslendinga og senda á þá skeyti um leiki og verðlaun í þeim tilgangi að hafa af þeim fé eða hakka sig inn á aðgang viðkomandi. Svikin ganga út á að tölvuþrjótar taka yfir Facebook Messenger aðgang einstaklinga og senda þaðan skilaboð til vina viðkomandi. Vinirnir eru þá beðnir um að gefa upp símanúmer og gögnin eru síðan notuð til að fá aðgang að netbanka og bankaappi. Vinirnir eru einnig beðnir um að senda ljósmyndir af greiðslukortum og vegabréfum og eru kortin þá notuð til að kaupa vörur hjá erlendum söluaðilum. Einnig var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. SMS skilaboð ekki sterk sannvottun Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn séu viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. Þetta felur í sér mikla einföldun að mati Neytendasamtakanna. „Annars vegar getur neytandi átt endurkröfurétt í gegnum færsluhirði, og hins vegar getur verið að banki, sem greiðsluþjónustuveitandi, beri ábyrgð á greiðslunni að hluta eða öllu leyti í þeim tilvikum að ekki hafi verið krafist sterkrar sannvottunar. Það er reynsla Neytendasamtakanna að þessi ábyrgð sé sjaldnast tekin til skoðunar hjá bönkunum.“ Eftir því sem Neytendasamtökin komast næst hefur ekki reynt á þetta og því er raunverulegur réttur brotaþola enn óljós þegar bankar uppfylla ekki þann afdráttarlausa áskilnað að krefjast sterkrar sannvottunar þegar rafræn greiðsla er virkjuð. „Þegar rafrænar greiðslur eru framkvæmdar er gerð krafa í lögum um sterka sannvottun. Að fá SMS frá banka og stimpla það inn, er að mati samtakanna, ein og sér ekki sterk sannvottun og því bankinn hugsanlega ábyrgur fyrir greiðslunni. Þetta mat samtakanna er einnig útgefið og samróma álit Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, Mastercard og VISA.“ Brotaþolar hvattir til að leita réttinda sinna Neytendasamtökin hvetja alla þá sem hafa orðið fyrir barðinu á netsvikum að hafa samband við samtökin til að kanna hvort þau eigi kröfur á bankann sinn. Þá hvetja samtökin netsvikabrotaþola til að skrifa viðskiptabanka tölvupóst og spyrja um réttindi sín. Hægt er að hafa Neytendasamtökin (ns@ns.is) í cc og áframsenda svör bankans til samtakanna, sem síðan munu leggja mat sitt á þau. Þá vekja samtökin athygli á að staðfesting með rafrænum skilríkjum, svo sem innskráning í netbanka til að staðfesta færslu uppfyllir hins vegar skilyrði sterkrar sannvottunar. Greiðslukort fellur undir flokkinn umráð, en til að virkja rafræna greiðslu með kortinu þarf hún jafnframt að vera staðfest með upplýsingum sem notandi einn veit. Ólíkt lykilorðum sem geymd eru í vitund notanda eru SMS skilaboð almenn og getur hver sem hefur símann undir höndunum nýtt kóðann sem þar kemur fram til að staðfesta greiðsluna. Skilaboð af þeim toga geta því ekki talist fela í sér þekkingu sem notandi einn veit, heldur fremur umráð sem sá sem hefur símann undir höndunum fær sendan. Facebook Netglæpir Tengdar fréttir „Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16 Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun hefur borið á því að undanförnu að óprúttnir aðilar komast yfir fésbókarsíður Íslendinga og senda á þá skeyti um leiki og verðlaun í þeim tilgangi að hafa af þeim fé eða hakka sig inn á aðgang viðkomandi. Svikin ganga út á að tölvuþrjótar taka yfir Facebook Messenger aðgang einstaklinga og senda þaðan skilaboð til vina viðkomandi. Vinirnir eru þá beðnir um að gefa upp símanúmer og gögnin eru síðan notuð til að fá aðgang að netbanka og bankaappi. Vinirnir eru einnig beðnir um að senda ljósmyndir af greiðslukortum og vegabréfum og eru kortin þá notuð til að kaupa vörur hjá erlendum söluaðilum. Einnig var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. SMS skilaboð ekki sterk sannvottun Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn séu viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. Þetta felur í sér mikla einföldun að mati Neytendasamtakanna. „Annars vegar getur neytandi átt endurkröfurétt í gegnum færsluhirði, og hins vegar getur verið að banki, sem greiðsluþjónustuveitandi, beri ábyrgð á greiðslunni að hluta eða öllu leyti í þeim tilvikum að ekki hafi verið krafist sterkrar sannvottunar. Það er reynsla Neytendasamtakanna að þessi ábyrgð sé sjaldnast tekin til skoðunar hjá bönkunum.“ Eftir því sem Neytendasamtökin komast næst hefur ekki reynt á þetta og því er raunverulegur réttur brotaþola enn óljós þegar bankar uppfylla ekki þann afdráttarlausa áskilnað að krefjast sterkrar sannvottunar þegar rafræn greiðsla er virkjuð. „Þegar rafrænar greiðslur eru framkvæmdar er gerð krafa í lögum um sterka sannvottun. Að fá SMS frá banka og stimpla það inn, er að mati samtakanna, ein og sér ekki sterk sannvottun og því bankinn hugsanlega ábyrgur fyrir greiðslunni. Þetta mat samtakanna er einnig útgefið og samróma álit Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, Mastercard og VISA.“ Brotaþolar hvattir til að leita réttinda sinna Neytendasamtökin hvetja alla þá sem hafa orðið fyrir barðinu á netsvikum að hafa samband við samtökin til að kanna hvort þau eigi kröfur á bankann sinn. Þá hvetja samtökin netsvikabrotaþola til að skrifa viðskiptabanka tölvupóst og spyrja um réttindi sín. Hægt er að hafa Neytendasamtökin (ns@ns.is) í cc og áframsenda svör bankans til samtakanna, sem síðan munu leggja mat sitt á þau. Þá vekja samtökin athygli á að staðfesting með rafrænum skilríkjum, svo sem innskráning í netbanka til að staðfesta færslu uppfyllir hins vegar skilyrði sterkrar sannvottunar. Greiðslukort fellur undir flokkinn umráð, en til að virkja rafræna greiðslu með kortinu þarf hún jafnframt að vera staðfest með upplýsingum sem notandi einn veit. Ólíkt lykilorðum sem geymd eru í vitund notanda eru SMS skilaboð almenn og getur hver sem hefur símann undir höndunum nýtt kóðann sem þar kemur fram til að staðfesta greiðsluna. Skilaboð af þeim toga geta því ekki talist fela í sér þekkingu sem notandi einn veit, heldur fremur umráð sem sá sem hefur símann undir höndunum fær sendan.
Facebook Netglæpir Tengdar fréttir „Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16 Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
„Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16
Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02