Innlent

16 prósent fjölgun á er­lendum ríkis­borgurum síðan í fyrra

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
utlendingar
Vísir/Vilhelm

Alls voru 63.757 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. nóvember sl. og fjölgaði þeim um 8.780 frá 1. desember 2021 eða um 16,0%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. Úkraínskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 784,5,% frá 1. desember sl. Í byrjun mánaðarins voru alls 2.114 úkraínskir ríkisborgarar skráðir til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá, sem er fjölgun um 1.875 einstaklinga á tímabilinu.

Sömuleiðis hefur orðið umtalsverð fjölgun ríkisborgara frá Venesúela eða um 160,0% á umræddu tímabili og eru nú 1.185 einstaklingar með venesúelskt ríkisfang búsettir hér á landi. Einnig fjölgar rúmenskum ríkisborgurum töluvert þ.e. um 809 einstaklinga eða um 29,4%

Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 1.951 einstaklinga eða um 9,2% og eru pólskir ríkisborgarar nú 6,0% landsmanna. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 1.443 einstaklinga eða um 0,4%.


Tengdar fréttir

Umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda – ekki tilfinningu

Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis, er undrandi að loknum nefndarfundi með ráðherra og Útlendingastofnun um hælisleitendur. Hún segir fjölmörgum spurningum ekki svarað þrátt fyrir að gestir nefndarinnar hafi fengið þær fyrir fram. Skortur á upplýsingum og heildarsýn sé ekki góð því umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda - ekki tilfinningu.

Flóttamannavandinn á Íslandi er skáldskapur (öfga) hægri manna

Undanfarna mánuði á Íslandi hefur verið rekinn mjög skipulagður áróður gegn flóttamönnum sem koma til Íslands. Fullyrðingum er hent fram í fréttum án þess að þær séu skoðaðar nánar af fréttamönnum hvort að þær séu sannar eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×