Beinagrindin, sem er kölluð Shen, átti að fara á uppboð í Hong Kong þann 30. nóvember næstkomandi. New York Times vakti athygli á því að bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í steingervingum drægi sanngildi beinanna í efa. Mögulega væri beinagrindin eftirlíking af annarri beinagrind.
Fyrirtækið telur að Shen sé rándýr eftirlíking af beinagrind grameðlunnar Stan. Stan er í eigu Black Hills-stofnunarinnar og getur hver sem er keypt afsteypu af Stan fyrir 120 þúsund dollara, rúmar sautján milljónir króna. Samkvæmt umfjöllun New York Times þykir Shen aðeins of líkur Stan.
Eftir umfjöllunina hætti Christie's við að bjóða beinagrind Shen upp. Eigandi Shen hefur þess í stað ákveðið að lána safni beinin. Hann er þó ekki búinn að ákveða hvaða safn hann flytur á.