Breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns boðin út eftir áramót Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2022 12:30 Frá Reykjanesbraut við Straumsvík. Egill Aðalsteinsson Breikkun Reykjanesbrautar á 5,6 kílómetra kafla milli Krýsuvíkurafleggjara og Hvassahrauns verður boðin út eftir áramót. Frá þessu greindi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í þættinum Bítið á Bylgjunni. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Vegagerðin hafði áður boðað útboð síðastliðið vor og að ritað yrði undir verksamning um miðjan júní svo að framkvæmdir hæfust um mitt síðastliðið sumar, eins og fram kom í þessari frétt. Kaflinn þykir það varasamur að þar er aðeins leyfður 80 kílómetra hraði, meðan 90 kílómetra hraði er leyfður á öðrum köflum þar sem umferðareyja og vegrið skilja að akstursstefnur. Þá hafði ráðherrann verið spurður að því í sumarbyrjun, vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn þenslu, hvort fresta ætti nýjum útboðum, eins og breikkun Reykjanesbrautar. Þá sagði hann að ákveðin verkefni hefðu verið sett í forgang og nefndi fyrst Dynjandisheiði. „Það sama gildir um Reykjanesbrautina. Það eru mál sem eru í forgangi,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í júní. Frá vegarkaflanum á Reykjanesbraut. Þar á eftir að aðskilja akstursstefnur.Vilhelm Gunnarsson Ráðherrann var í þættinum Bítið á Bylgjunni í síðustu viku spurður um ástæður tafa á útboði Reykjanesbrautar. „Það er aldeilis ekki verið að tefja,“ sagði ráðherrann. „Það hafa allskonar breytingar komið upp sem þurfti að bregðast við. Skipulags, landeigenda..,“ -Var ekki búið að leysa það? „Ekki allt saman. Og síðan er verið að setja upp þarna mjög áhugaverða verksmiðju, verið að dæla niður koltvísýringi og það þarf að samtvinna það við. Mér sýnist þetta ganga allt ágætlega. Við þurfum að halda að okkur fjármunum og verðin hækkuðu um fjörutíu prósent. Þannig að við gátum ekki boðið þetta út í haust, eins og til stóð. En Reykjanesbrautin verður boðin út eftir áramót, þessi kafli; Krýsuvík – Hvassahraun,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má heyra samtalið í þættinum: Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Vegagerðin hafði áður boðað útboð síðastliðið vor og að ritað yrði undir verksamning um miðjan júní svo að framkvæmdir hæfust um mitt síðastliðið sumar, eins og fram kom í þessari frétt. Kaflinn þykir það varasamur að þar er aðeins leyfður 80 kílómetra hraði, meðan 90 kílómetra hraði er leyfður á öðrum köflum þar sem umferðareyja og vegrið skilja að akstursstefnur. Þá hafði ráðherrann verið spurður að því í sumarbyrjun, vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn þenslu, hvort fresta ætti nýjum útboðum, eins og breikkun Reykjanesbrautar. Þá sagði hann að ákveðin verkefni hefðu verið sett í forgang og nefndi fyrst Dynjandisheiði. „Það sama gildir um Reykjanesbrautina. Það eru mál sem eru í forgangi,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í júní. Frá vegarkaflanum á Reykjanesbraut. Þar á eftir að aðskilja akstursstefnur.Vilhelm Gunnarsson Ráðherrann var í þættinum Bítið á Bylgjunni í síðustu viku spurður um ástæður tafa á útboði Reykjanesbrautar. „Það er aldeilis ekki verið að tefja,“ sagði ráðherrann. „Það hafa allskonar breytingar komið upp sem þurfti að bregðast við. Skipulags, landeigenda..,“ -Var ekki búið að leysa það? „Ekki allt saman. Og síðan er verið að setja upp þarna mjög áhugaverða verksmiðju, verið að dæla niður koltvísýringi og það þarf að samtvinna það við. Mér sýnist þetta ganga allt ágætlega. Við þurfum að halda að okkur fjármunum og verðin hækkuðu um fjörutíu prósent. Þannig að við gátum ekki boðið þetta út í haust, eins og til stóð. En Reykjanesbrautin verður boðin út eftir áramót, þessi kafli; Krýsuvík – Hvassahraun,“ sagði Sigurður Ingi. Hér má heyra samtalið í þættinum:
Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20
Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22