Yngri fangar tilbúnari að beita vopnum og fangelsin geta ekki tryggt öryggi vegna fjárskorts Snorri Másson skrifar 24. nóvember 2022 22:01 Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður á Litla-Hrauni segir ýmislegt hafa breyst í starfsumhverfi fangavarða á undanförnum tíu árum. Vísir/Ívar Fangavörður á Litla-Hrauni segir starfsumhverfið hafa stórbreyst á undanförnum árum og að ný kynslóð brotamanna sé grimmari og tilbúnari að beita vopnum. Starfsfólk fangelsa óttist um öryggi sitt og á sama tíma kemur sífellt meiri fjárskortur sífellt verr niður á allri starfseminni. Turninn hefur lengi verið helsta kennileiti stærsta fangelsis landsins á Litla-Hrauni, en í framkvæmdum fram undan á að rífa þennan gamla eftirlitsstað í von um að bæta alla ásýnd staðarins. Tímarnir breytast. En um leið og fangelsismálayfirvöld breyta áherslum sínum í þessa veru mæta þeim nýjar áskoranir. Stóraukin harka á meðal ungra brotamanna og um leið sífellt áþreifanlegri afleiðingar fjárskorts sem viðgengist hefur áratugum saman. Fréttastofa fór á Litla-Hraun í dag og ræddi við fangavörð til tíu ára - sem talar um breyttan veruleika í fangelsinu. „Við erum bara með miklu harðari kjarna, ofbeldisfyllri og miklu meiri neyslu. Þannig að það er gríðarlegur munur á því hvernig við erum að kljást við einstaklinga miðað við það þegar ég var að byrja hérna,“ sagði Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður í samtali við fréttastofu. Bara á þessu ári hafa orðið þrjár alvarlegar líkamsárásir fanga gegn fangavörðum í íslenskum fangelsum. Að sögn Sigurðar ber á áfallastreitu á meðal starfsfólks fangelsa, sem býr ekki við sama öryggi og áður. „Þessi unga kynslóð sem er að koma inn núna er mjög brútal. Eins og hefur verið bara í umræðunni, tvítugum einstaklingum finnst sjálfsagt að ganga með hníf. Þeir koma hingað og þeir eru hérna. Og það er sú vinnuaðstaða sem við erum undir, að þurfa að sinna þeim. Við erum náttúrulega bara að finna alls konar heimatilbúin stunguverkfæri. Þú getur útbúið stunguverkfæri úr gaffli sem þú getur gert bara gríðarlega mikinn skaða úr sem þeir hafa bara aðgang að til að geta borðað,“ segir Sigurður. Hvað er til ráða? Ekki endilega rafbyssur, en stunguvesti í varnarskyni og betri þjálfun eru nauðsynleg. En til þess þarf fjármagn. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjármálaráðherra er bent á að uppsafnaður niðurskurður árið 2023 muni nema 330 milljónum króna á næsta ári. „Við þurfum að laga öryggisþættina. Við þurfum að koma þeim í lag. Fá þjálfun inn til að laga þá hluti, til að fólk upplifi sig öruggt í umhverfinu. Svo þurfum við náttúrulega að laga launin. Þau eru auðvitað grunnur. Við þurfum auðvitað að brauðfæða fjölskylduna okkar. Er það þess virði að mæta hér til vinnu í hættu um að komast ekki heim til barnanna okkar og vera á lélegum launum, ekki á launum á við sambærilegar stéttir? Þetta er náttúrulega bara hlutur sem þyrfti að lagast,“ segir Sigurður. Kallarðu eftir því að fjármálaráðuneytið taki við sér og setji fé í þennan málaflokk? „Þarf ég að kalla eftir því? Er það ekki bara eðlilegur hlutur? Við erum búnir að vera í svelti frá 2007 og það er ekki boðlegt lengur,“ segir Sigurður. Fangelsismál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Rafbyssur Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Sjá meira
Turninn hefur lengi verið helsta kennileiti stærsta fangelsis landsins á Litla-Hrauni, en í framkvæmdum fram undan á að rífa þennan gamla eftirlitsstað í von um að bæta alla ásýnd staðarins. Tímarnir breytast. En um leið og fangelsismálayfirvöld breyta áherslum sínum í þessa veru mæta þeim nýjar áskoranir. Stóraukin harka á meðal ungra brotamanna og um leið sífellt áþreifanlegri afleiðingar fjárskorts sem viðgengist hefur áratugum saman. Fréttastofa fór á Litla-Hraun í dag og ræddi við fangavörð til tíu ára - sem talar um breyttan veruleika í fangelsinu. „Við erum bara með miklu harðari kjarna, ofbeldisfyllri og miklu meiri neyslu. Þannig að það er gríðarlegur munur á því hvernig við erum að kljást við einstaklinga miðað við það þegar ég var að byrja hérna,“ sagði Sigurður Rúnar Hafliðason fangavörður í samtali við fréttastofu. Bara á þessu ári hafa orðið þrjár alvarlegar líkamsárásir fanga gegn fangavörðum í íslenskum fangelsum. Að sögn Sigurðar ber á áfallastreitu á meðal starfsfólks fangelsa, sem býr ekki við sama öryggi og áður. „Þessi unga kynslóð sem er að koma inn núna er mjög brútal. Eins og hefur verið bara í umræðunni, tvítugum einstaklingum finnst sjálfsagt að ganga með hníf. Þeir koma hingað og þeir eru hérna. Og það er sú vinnuaðstaða sem við erum undir, að þurfa að sinna þeim. Við erum náttúrulega bara að finna alls konar heimatilbúin stunguverkfæri. Þú getur útbúið stunguverkfæri úr gaffli sem þú getur gert bara gríðarlega mikinn skaða úr sem þeir hafa bara aðgang að til að geta borðað,“ segir Sigurður. Hvað er til ráða? Ekki endilega rafbyssur, en stunguvesti í varnarskyni og betri þjálfun eru nauðsynleg. En til þess þarf fjármagn. Í minnisblaði dómsmálaráðherra til fjármálaráðherra er bent á að uppsafnaður niðurskurður árið 2023 muni nema 330 milljónum króna á næsta ári. „Við þurfum að laga öryggisþættina. Við þurfum að koma þeim í lag. Fá þjálfun inn til að laga þá hluti, til að fólk upplifi sig öruggt í umhverfinu. Svo þurfum við náttúrulega að laga launin. Þau eru auðvitað grunnur. Við þurfum auðvitað að brauðfæða fjölskylduna okkar. Er það þess virði að mæta hér til vinnu í hættu um að komast ekki heim til barnanna okkar og vera á lélegum launum, ekki á launum á við sambærilegar stéttir? Þetta er náttúrulega bara hlutur sem þyrfti að lagast,“ segir Sigurður. Kallarðu eftir því að fjármálaráðuneytið taki við sér og setji fé í þennan málaflokk? „Þarf ég að kalla eftir því? Er það ekki bara eðlilegur hlutur? Við erum búnir að vera í svelti frá 2007 og það er ekki boðlegt lengur,“ segir Sigurður.
Fangelsismál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Rafbyssur Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Sjá meira